Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 2
Hún hafði í þá tíð aflað þjóð-
inni ómældra auðæfa í erlendum
gjaldeyri við miklar fórnir, sem
hún var ákveðin í að notuð yrðu
að verulegum hluta til eflingar
sjávarútveginum, en yrði ekki
sóað sem eyðslueyri, sem margir
skammsýnir aðilar höfðu þó
sterka tilhneygingu til.
Síðustu 20 árin hefir sífellt
sígið á ógæfuhliðina, aðallega á
togaraflotanum, og gilda engin
haldbær rök til afsökunar, enda
þótt áraskipti ættu sér stað í af-
komu — þau hafa ávallt átt sér
stað frá upphafi vega í þessari
atvinnugrein. —
Orsakanna var í höfuðatrið-
um að leita í þeirri staðreynd, að
út úr sjávarútveginum var sogið
fjármagn í svo grófum mæli, að
honum var fyrirmunað að greiða
sjómönnum lífvænleg laun, hvað
þá heldur að nokkuð væri af-
gangs, sem leyfði eðlilega endur-
nýjun, eða jafnvel nauðsynlegt
viðhald.
Kröfuharka allskonar milli-
liða og afætulýðs ásamt skamm-
sýni og stjórnleysi ráðandi afla,
lék í þessum efnum höfuðhlut-
verkið í þeim leik að koma af-
kastamestu atvinnutækjunum,
togurunum á kné.
Harðduglegir togaramenn, sem
vegna áralangrar starfsreynslu,
mynduðu kjarnann í stéttinni,
voru flæmdir í land vegna óvið-
unandi lífskjara.
Þeim varð engin skotaskuld úr
því, að afla betur borgaða og
þægilegri vinnu í landi og þeir
litu ekki við sjónum framar.
Og afleiðingarnar blasa við
okkur í dag í all óhugnanlegri
mynd:
Erfiðleikarnir við að manna
þá fáu togara, sem ennþá fljóta,
fara hríðversnandi.
Til undantekninga má telja, að
stöður yfirmanna á dekki og í
vél séu skipaðar mönnum með til-
skildum réttindum, lögum sam-
kvæmt og mikil vandkvæði eru á
því, að manna togarana færum
bátsmönnum og netamönnum.
Og alltaf versnar ástandið.
Það virðist, eins og málin standa
54
nú, allsnúin ráðgáta, hvernig
mahna skal þá fáu nýju skuttog-
ara, sem vonir standa til að bæt-
ist í flotann.
Næst mundi að halda, að þeir
fáu færu togaramenn, sem enn-
þá fljóta flyttust yfir á þá nýju
og ógerlegt verði að manna þá
gömlu liðtækum sjómönnum.
Yrði þeim þá flestum lagt í
múrningar og síðan dregnir hljóð-
lega í halarófu til útlanda í brota-
járn.
Við verðum að bíða átekta og
sjá hvernig þeim „höfuðverk"
reiðir af.
Hér að framan hefir verið
dregið upp með stuttum, en all-
dökkum dráttum meginorsakir
þess, að sigið hefir á ógæfuhlið-
ina í íslenzkri togaraútgerð und-
anfarna tvo áratugi. Hygg ég þó
að þar hafi hvergi verið orðum
aukið eða hallað staðreyndum.
Hins vegar hefir, rúmsins
vegna, orðið að hlaupa yfir ýmis
mikilvæg atriði, sem stuðlað hefði
að skýrari mynd. En ekki er loku
fyrir skotið, að það geti orðið
síðar.
Bátagjaldeyris farganið, sem
upp var fundið 1947 og þróaðist
að hámarki fram yfir 1950, studdi
dyggilega að ófarnaði togaraút-
gerðarinnar upp frá því og inn-
leiddi spillingu og ringulreið á
fleiri sviðum, m. a. í verðlagn-
ingu sjávarafurða.
Þær róttæku neyðarráðstafan-
ir, sem gera varð í árslok 1968,
bitnuðu allavega harðast á sjó-
mannastéttinni.
Arður velgengnisáranna fram
að 1967 var þá uppurinn, honum
uppskipt, og betur þó.
Þjóðarskútan var tekin að hall-
ast ískyggilega.
Sjómenn kingdu með allvæg-
um tilburðum þeirra hlutaskerð-
ingu, sem á þá var skellt.
Að vísu mótmæltu þeir og hlaut
það að teljast eðlileg viðbrögð,
þar sem 55 prósenta gengisfell-
ingin og aðgerðirnar í sambandi
við hana verkuðu með skjótari
hætti á samningsbundin hluta-
kjör þeirra en laun annara stétta
í landinu. „Hjólið“ þurfti að snú-
ast nokkurt tímabil áður en
fullra verkana gætti hjá öðrum
launþegum. Eflaust hafa vald-
hafarnir ályktað sem svo, að
þarna væri garðurinn lægstur,
enda reyndist svo vera.
En svo birti á ný á hinum
skýjaða himni efnahagsmálanna.
7.7 og 10 milljarða afköst sjó-
mannanna, síðastliðin tvö ár, kom
þjóðarskútunni aftur á réttan
kjöl.
Erlendar innistæður eru sagð-
ar nema nokkrum milljörðum.
Hvort erlend lán eru þar inni-
falin, liggur ekki ljóst fyrir.
Við þennan glæsilega aftur-
bata, sem orðið hafði í efnahags-
málunum og efnahagssérfræð-
ingar náðarsamlegast létu frétta-
þyrstum fjölmiðlurum í té undir
síðustu árslok, vöknuðu vonir í
brjóstum sjómanna um að nú
væri sú stund að renna upp, að
þeir ættu bæði málefna- og sið-
ferðilega kröfu á því, að endur-
heimta þær kjaraskerðingar, sem
þeir höfðu orðið að þola tveim ár-
um áður.
Þeir sögðu því upp samningum
sínum miðað við síðustu áramót
til sikkerheita.
Á því virtist þó full þörf, vegna
þess að forsvarsmenn útgerðar-
manna voru, vægast sagt, alltreg-
ir til andsvara og vörðust allra
frétta um væntanlega tilslökun á
22% frádraginu við löndun er-
lendis að viðbættum 25% hvað
togarana snerti, samtals 47 %
Samningafundir voru strjálir
og málin dregin á langinn og þeg-
ar komið var fram yfir áramót
og undirbúningi vetrarvertíðar
lokið, hafði ekkert skeð jákvætt
í kjarakröfum bátasjómanna.
Svo hófst vetrarvertíðin og var
þá auðsýnt, að tækifærin til að-
gerða voru glötuð og leik
urinn tapaður fyrir bátasjó-
menn.
Afhroð það, sem sjómenn guldi í þrá-
tefli síðustu mánaða, gefur ærið tilefni
til alvarlegrar íhugunar um skjótar
aðgerðir varðandi skipulag samtaka
þeirra, með heildarsamræmingu í huga.
Ef ekkert skeður í þeim efnum, grafa
þeir sína eigin gröf.
Meira í næsta blaði.
VÍKINGUR