Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 14
árnað heilla 12. febr. s.l. átti einn af for- vígismönnum í menntamálum sjómanna afmæli. Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskóla Islands, varð sjötugur þann dag. Gunnar hefir verið skólastjóri Vélskólans síðan 1955, en þá hafði hann starfað sem kennari við skólann í 10 ár. Ég tel, að það hafi verið mikið lán fyrir Vélskólann, þegar Gunn- ar réðst til hans sem kennari, enda munu allir, sem notið hafa kennslu hans, minnast hans sem afburða kennara. Það var því ekkert eðlilegra en að Gunnari væri falið stjórn skólans, þegar fyrrverandi skóla- stjóri M. E. Jessen hætti störf- um fyrir aldurssakir. Þegar Gunnar hóf störf við skólann þá var skólinn nýfluttur í veglegt hús- næði, sem hann er í enn í dag, en þá vantaði flesta þá hluti, sem nauðsynlegir eru fyrir skóla, sem hafa það að markmiði að búa vél- stjóraefni undir starf sitt. Þótt húsnæði væri fengið, þá gerðist furðulítið í skólamálum vélstjóra næstu árin. Vélstjóra- námið krefst mikilla tækja og húsrýmis, satt að segja vantaði alla hluti að skólanum og þó mest skilning þeirra manna, sem réðu þessum málum á æðri stöðum. Enginn hefir fundið þetta betur heldur en Gunnar Bjarnason á þeim árum, sem hann var kenn- ari við skólann. Hann lá því ekki á liði sínu, þegar hann tók við stjórn skólans, enda urðu þá fljótt umskipti. Vélasalur skólans stækkaður, keyptar vélar og aðr- ar fengnar að gjöf frá velunnur- um skólans ásamt verkfærum og tækjum. Ekki má þó gleyma þætti nemendanna sjálfra, en þeir settu vélarnar upp, að verulegu leyti undir leiðsögn Gunnars og vélfræðikennara sinna í verkleg- um fræðum. Árangur þessa starfs er vélasalur Vélskólans eins og hann er í dag. Rás tímans er hröð ekki sízt í tæknimálum. Nýjar vélar, ný tæki og nýir atvinnuhættir, að þeim verkefnum þarf Vélskólinn að aðlaðast hverju sinni, ef vel á að fara. Engum er þetta ljósara en Gunnari Bjarnasyni. Einu sinni sagði Gunnar í við- tali við mig: „Það sem er bezt við að vera skólastjóri við Vélskóla er, að þá eru ávaltt næg verkefni óleyst handa þeim, sem tekur við af mér. Vélskóli er aldrei full mótaður". Eg hefi þekkt Gunnar Bjarna- son all náið um nokkur ár, fyrir þau kynni færi ég honum þakkir. Jafnframt óska ég honum og f jöl- skyldu hans alls góðs um ókomin ár. Guðm. Pétursson. Víkingur færir Gunnari Bjarnasyni þakkir og alúðar- kveðjur. Mælir hann þar fyrir hönd starfandi nemenda hans og annara velunnara. 66 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.