Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 21
skipa (bls. 205). Ennþá er á skrá eitt 15 brl. skip smíðað fyrir alda- mót, árið 1894. Þetta skip er GARÐAR BA-74, smíðaður úr furu og eik í Farsund í Noregi 1894. GARÐAR mun alla tíð hafa verið nafn þessa aldraða skips, sem lengi var í eigu Asgeirs Guðnasonar útgerðarmanns á Flateyri, þá skráður lS-124. Af 849 skipum samtals 140.366 brúttórúm- lestir eru 361 skip alls 71. 819 brl. smíðuð árið 1960 og síðar. 5. SKIP 1 SMÍÐUM 1. JANÚAR 1971. Um þessi áramót voru óvenjulega mörg skip í smíðum og umsamin fyrir íslenzka kaupendur. Alls voru í smíðum innanlands 69 skip, sam- tais áætluð 4030 brl., en þar af eru 2 fiskiskip, 65 brl., hvort smíðað til útfiutnings til Indlands. Af þessum 69 skipum eru 27 stálskip. Hin eru | tréskip áætluð frá 6 upp í 48 brl. að stærð. Erlendis voru í smíðum eða umsamin 10 skip fyrir íslenzka aðila, samtals áætluð 13.654 brúttórúm- lestir. Þessi skip eru eitt vöruflutningaskip fyrir Eimskipafélag fslands og tvö fyrir Samband íslenzkra samvinnufélaga. Hin skipin 7 eru öll skuttogarar, tveir í Póllandi, fjórir á Spáni og einn í Noregi. 6. BREYTINGAR A SKIPASTÓLNUM, ARIÐ 1970. í Skipaskránni á bls. 211-213 er gerð grein fyrir breytingum, sem orðið hafa á íslenzkum skipastól árið 1970, bæði vegna nýskráningar, útstrik- ana og endurmælinga. Skipastóllinn 1. janúar 1970 var 830 skip, alls 135.304 brúttórúmlestir, en 1. janúar 1971 var skipastóllinn 849 skip, alls 140.366 brúttórúmlestir. Skipum hefur þannig f jölgað um 19 á árinu og skipastóllinn stækkað um 5.062 brúttórúmlestir. Endurmæling á skip- um hefur breytt miklu í þessari stærð skipanna á árinu. Endurmæld hafa verið alls 66 skip, af þeim hafa 58 skip minnkað um samtals 1275 brúttórúmlestir, en 8 skip hafa við endurmælinguna stækkað um samtals 1618 brúttórúmlestir. Þar er aðallega um að ræða tvö skip Eimskipafélags fslands BRÚARFOSS og SELFOSS, sem skráð eru nú sem svokölluð, opin/lokuð skip, með tveim mælingum og fer þá eftir hleðslu skipanna varðandi gjöld, en í skránni er við stærð skipastóls miðað við hærri mæl- inguna. 7. VÉLATEGUNDIR f fSLENZKUM SKIPUM OG FJÖLDI AÐALVÉLA 1. JANÚAR 1971. Teknar hafa nú verið í fyrsta sinni töflur í skipaskrána, sem sýna véla- tegundir í íslenzkum skipum, miðað við stærðir og gerðir skipa. Kemur þar í ljós að í íslenzkum fiskiskipum eru 50 mismunandi gerðir af aðal- vélum. Fiskiskipin eru flokkuð þannig í 5 stærðarflokka, 0-49 brúttórúm- lestir, 50-99, 100-299, 300-499 og 500 og yfir. Ef litið er á þessa stærðar- flokka fiskiskipa í lieild, og allar stærðir fiskiskipa teknar saman, Þá eru Lister vélar flestar, 132 alls, næst eru MWM 95 aðalvélar, þá GM 65 vélar, CaterpiIIar 63 vélar og Alpha 46. f flutningaskipum er röð og gerð aðal- véla önnur, og sömuleiðis í hverjum sérflokki af stærðum fiskiskipa. 8. MEÐALALDUR fSLENZKRA SKIPA, MEÐALORKA A RL. UNDIR ÞILFARI, RADIÓ OG FISKILEITARTÆKI. Nýjung í þessari skipaskrá eru Iíka upplýsingar um meðalaldur ís- lenzkra skipa, meðalaldur á hverja rúmlest í mismunandi stærðarflokkum og fjöldi mismunandi radíóbúnaðar og fiskileitartækja. Orkan er mest 8,25 hestöfl á rúmlest undir aðalþilfari í stærðarflokki 10-24 brl. fiski- skipa, en fer lækkandi þegar skipin stækka, og er 2,27 hestöfl á rl. undir þilfari á skipum 500 brl. og stærri. Meðalaldur er lægstur í flokki fiski- skipa 200-299 brúttórúmlestir, 7.0 ár og næst 7,6 ár í flokki fiskiskipa 300-499 brúttórúmlestir. Elzt eru fiskiskip 25-49 brúttólestir 21,6 ára gömul að meðaltali. 9. FISKISKIPASfTÓLL HELZTU FISKVEBÐIÞJOÐA. Enn ein nýjung í skrá yfir ís- lenzk skip er samanburðartafla yfir fiskiskipastól helztu fiskveiði- þjóða, og eru þá meðtalin skip 100 brúttórúmlestir og stærri, skipt í 4 stænðarflokka. Tilgreind eru 30 lönd, og er fsland þar 15. í röðinni, með 227 skip samtals 60.365 brúttó- rúmlestir. Skrá yfir íslenzk skip 1971 birtir þannig margháttaðan fróðleik um íslenzkan skipastól, sem vera mun jafnt til gagns fyrir þá, sem nota þurfa I starfi, sem og þeim til á- nægju sem fylgjast vilja með ís- lenzkum fiskveiðum og siglingum. Bókin kostar kr. 250.— og fæst hjá Siglingamálastofnun ríkisins, Hamarshúsi .við . Tryggvagötu, Reykjavík og hjá eftirlitsmönnum Siglingamálastofnunar ríkisins ut- an Reykjavíkur. Úr innheimtubréfi: „Vér leyfum oss hérmeð að tilkynna yður, að vér höfum þegar gert meira fyrir yður en yðar eigin móður. Vér höfum beðið eftir yður í tólf mánuði“. * Táninga þjáning. „Morgun pabbi, ég bara renndi hér við á skrifstofunni til að segja halló!“ „Of seint, drengur minn — of seint. Hún systir þín var hérna rétt áðan, og ég á ekki grænan eyri eftir“. * Það krefst góðs heila að vera húð- latur maður. Hann verður alltaf að hafa afsakanir á reiðum höndum. Iðinn maður þarf hinsvegar ekki að réttlæta sig. * íslendingur, nýkominn til Osló, tók sér far með strætisvagni. „Holbergs plass! hrópaði vagnstjór- inn. „Landinn“ stökk á fætur: „Fyrir- gefið, ég hélt, að sætið væri laust.“ VÍKINGUR 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.