Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 24
Fréttir í stuttu máli ÞÓRÐUR JÓHANNESSON Rússar gera áætlun um smíði á kassaflutninga- skipum, sem eiga að geta lestað 500—600 kassa. Verður ganghraði þessara skipa 24 sml. 1 þessu sambandi byggja þeir nýja höfn fyrir kassaflutn- inga í Ríga. Risaflotdokka fyrir skip sem eru 1 millj. dw verður smíðuð í Portúgal. Fyrirhugað er að smíða nýtt þýzkt farþega- skip, en það er nánast eins og fljótandi glerhöll. Er skip þetta á margan hátt athyglisvert. Þetta er fyrsta skipið í heiminum, sem verður fljótandi heilsumiðstöð. Þarna verða að staðaldri læknar úr ýmsum greinum, t. d. fegrunarsérfræðingar. Skip- ið verður 16000 t brt. Aðstaða fyrir 400 farþega. Byggingarkostnaður um 15 millj. DM. Skipið verð- ur væntanlega tilbúið árið 1972. Eigendur eru Kursashiff-Reederei Gmb H. og Co. Hoiland mun brátt eignast flotkrana, sem á að geta lyft 1200 t, og verður hann stærstur sinnar tegundar í heiminum. Heimsverzlunarflotinn skiptist svona niður á eftirtalin lönd árið 1967: Skipafjökli tonnatala USA 3303 23033 Libería 1513 22598 Bretland 4156 21716 Noregur 2847 18382 Japan 6409 16883 Rússland 2238 10617 Grikkland 1600 7433 Italía 1445 6219 V-Þýzkaland 2697 5990 Frakkland 1538 5577 Stærsti krani á sporum verður byggður hjá Krupp í Wilhelmshaven, kaupendur eru Harland og Wolf í Belfast. Kraninn er 140 m breiður, 70 m hár og lyftir hann 840 t, sjálfur vegur hann 3000 t. Krupp í Essen mun á næstunni smíða öflugustu dieselvélina í V-Þýzkalandi, hún verður 30400 hö, er hún fyrir kassaflutningaskip, sem er í smíðum í AG. Weser, Bremen. Krupp mun einnig smíða aðra vél, sem verður 60000 hö. 1 Bandaríkjunum er gerð áætlun um smíði á loftpúðaskipi, sem verður allt að 5000 t, gang- hraði áætlaður 160 km á klst. Sovétmenn hafa óskað eftir aðstöðu á kassa- flutningum í Hamborg, sem eiga að fara til Ástralíu, verður um umskipun að ræða, en vænt- anlega munu flutningar þessir hefjast 1972. Verzlunarfloti heimsins hefur á síðustu tólf ár- um tvöfaldazt, hann er nú 211 millj. brt, á síð- ustu 12 mánuðum hefur hann stigið um 17.5 millj. brt. Rússnesk skip verða æ tíðari gestir í höfum Ameríku á vestur ströndinni. Áhafnir þeirra hafa ekki leyfi til landgöngu og eru skipin undir smá- sjá Bandaríkjamanna meðan þau dvelja þar. Englendingar munu brátt taka upp þá nýjung að flytja timbur í kössum (container). 1 Rotterdam er reiknað með, að á þessu ári verði umskipun 200 millj. t. 1968 voru það 157 millj. t. 76 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.