Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 30
FÉLAGSMÁLAOPNAN Föstudaginn 26. febrúar s. 1. lauk allsherjaratkvæðagreiðslu ura bátak j arasamningana, en eins og kunnugt er var samkomu- lagið frá 22. desember fellt, og þurfti þess vegna að fara af stað að nýju og leita samkomulags við L. I. tJ. Aðilar komu sér sam- an um að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnar að lögum nr. 79/ 1968 yrði breytt á þann veg, að frádráttur erlendis yrði 16% í stað 22%. Litlar aðrar breyting- ar voru gerðar á samkomulaginu frá 22. desember og þannig var þetta uppkast látið fara til alls- herj aratkvæðagreiðslu. Atkvæða- greiðslu lauk 26. febrúar og voru atkvæði talin í húsakynnum F. F. S. 1 og niðurstaða hennar varð sem hér segir: Já sögðu 245 Nei sögðu 135 Ógild 6 Auðir 9 Samtals höfðu 395 notað at- kvæðisrétt sinn. Helztu breyting- ar á bátakjarasamningunum frá því sem verið hefur eru þessar: Kauptrygging skipstj. og 1. stýri- manns kemur nú aftur í sama horf og hún var fyrir marzsam- komulagið, en eins og menn muna voru skerðingarákvæði í því sam- komulagi, sem breyttu mjög hlut- föllum í kaupgreiðslum til manna. Á sínum tíma lét F. F. S. í. reyna á þessi ákvæði hvort réttmæt væru gagnvart samningum, far- ið var í mál fyrir Félagsdómi, en það tapaðist og hafðist ekkert út úr málarekstri nema kostnaður- inn. Eins og fyrr segir hefur lög- unum frá 1968 verið breytt og mun stefna F. F. S. 1. verða sú sama og verið hefur, að nema þessi lög algjörlega úr gildi, þá fyrst mun friður fást á vinnu- markaðinum. í þeim samningum sem nú hafa verið samþykktir er nú í fyrsta sinn ákvæði um hlutaskipti þeg- ar veitt er með rækjutrolli. Einn- ig eru ákvæði varðandi hörpu- diskaveiðar. — Þá var breytt stærðarmörkum á togveiðiskip- um, þannig að nú eru skip 400 til 500 lesta stór í sérflokki. Nánar verður skýrt frá samningunum í Opnunni síðar. TOGAR AS AMNIN GAR Miðlunartillaga sáttasemjara um kaup og kjör yfirmanna á tog- urum var lögð fram sunnudaginn 28. febrúar kl. 1500 í Alþingis- húsinu. Fundur var haldinn um þessa tillögu með yfirmönnum togaraflotans að Hótel Sögu síð- degis sama dag. Atkvæðagreiðsla hófst að fundi loknum og stóð yfir fram á mánudag til kl. 1500. Talin voru atkvæði hjá Sátta- semjara. Já sögðu 70 Nei sögðu 37 Ógild 2 Auðir 2 Samtals 111 atkvæði. Eins og í bátakjarasamningun- um var samstaða um að fá breytt lögunum frá 1968 á þá leið að frádráttur yrði 16% í stað 22%. Fá nú allir 0,3% aukaaflaverð- laun af þeirri upphæð sem selst fyrir yfir £ 9000 samanber þó lög nr. 79/1968. Frídagar eru nú ákveðnir á annan hátt en áður og greiddir á þriggja mánaða fresti. Kaup í veikindaforföllum hækkar nokkuð og tíminn lengist sem veikindakaup er greitt. Sama hækkun er á frídaga- og stopp- kaupi og er á veikindakaupinu. Tími sá sem miðað er við, þegar skip kemur í höfn og frídagur hefst, verður nú 21 tími og 30 tímar hjá skipstjóra. Þetta eru helztu breytingarnar sem urðu á samningunum, en þessu verður gerð betri skil síðar hér í Opn- unni. Fundir með sáttasemjara urðu alls 10 og lætur nærri að þeir hafi staðið að meðaltali í 7x/2 klukku- stund. Fundir með sáttasemjara hefj- ast yfirleitt þegar venjulegum vinnudegi líkur, er þá sáttasemj- ari búinn að sinna erilsömu starfi allan daginn og getur verið orð- inn þreyttur, þegar þessir fundir hefjast. Mér þykir alveg fyllsta ástæða til að önnur vinnubrögð verði við höfð í sáttaumleitunum en átt hefur sér stað um langt skeið, í fyrsta lagi að fundir séu haldnir að degi til svo menn geti gengið að þessu með fullri orku, en ekki að verið sé að þrefa og þjarka við menn, sem eru illa fyr- irkallaðir. Það óvenjulega gerðist í þessu verkfalli að forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur gekk fast fram í því að reyna að brjóta nið- ur samtök yfirmanna, fyrst með því að reyna að koma skipstjór- um sínum til verkfallsbrota, þeg- ar það dugði ekki var ruðst fram á ritvöllinn og birt laun þessara manna sem í vinnudeilunni stóðu. Ekki var dregið af sér við iðjuna og látið vaða á súðum í þeim efn- um. Flaug mér í hug ummæli, sem skrifstofustjóri fyrirtækis- ins sagði við mig einu sinni, en hann lét þau orð falla, að sjó- mennirnir væru ómagar á út- gerðinni. Fróðlegt hefði verið fyrir almenning að fá eins gott yfirlit yfir þær skuldir sem B. VÍKINGUR 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.