Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 31
„Tvær spurningar að lokum“,
sagði Holland, „og þær eru mjög
þýðingarmiklar, bæði fyrir yður
og alla þá, sem haft hafa með
skipið að gera.
„Þegar þér hugsið yður um, er-
uð þér þá vissir um, að það var
sprenging, sem olli því, að leki
kom að eitt-lestinni. Mér skilst
á yður, að við ríkjandi ástand
gátuð þér ekki gert yður grein
fyrir hvort það var rekald sem
skipið rakst á, eða brotsjór, sem
skall á skipið?"
Patch hikaði og leit í kringum
sig:
„Það var alls enginn brotsjór,“
sagði hann ákveðinn. „Hvort við
rákumst á eitthvað, eða hvort
sprenging varð getur skoðun á
skipinu aðeins skorið úr um.“
„Rétt, en þar sem skipið liggur
sennilega á tuttugu faðma dýpi
og við vitum ekki einu sinni hvar,
er útilokað að framkvæma skoð-
un. Ég óska eftir að heyra yðar
álit“.
Holland beið eftir svari, en
þegar hann fékk ekkert, hélt hann
áfram:
„Þar sem þér setjið þetta í
samband við brunann í loft-
skeytaklefanum og síðar í lest-
inni, hneigist þér þá ekki að
þeirri skoðun, að um sprengingu
hafi verið að ræða?
„Ef þér lítið þannig á það, já“.
„Þökk“.
V.V.V.V.1.1.1.1.1.
Ú. R. skuldar sjómönnum, t. d. í
Lífeyrissjóð sjómanna, en þar
mun vera um milljónir að ræða,
á sama tíma skulda einkafyrir-
tækin sum hver ekki eina krónu
og standa við allar sínar skuld-
bindingar. 1 þessum dálkum fæst
nægilegt rúm ef forstjórar B.tJ.R.
vilja birta, hvað framkvæmda-
stjórarnir kosta fyrirtækið.
Ekki tókst forstjórum bæjarút-
gerðarinnar að brjóta samtök yf-
irmanna á bak aftur, og ættu þeir
að láta sér það að kenningu verða
og reyna ekki illsakir við starfs-
menn sína á einn eða annan hátt
„MARY
Holland settist og enginn
hreyfði sig. Það varð hvorki
hvísl né fótaspark. Allir í réttar-
salnum sátu höggdofa yfir
skýrslu þeirri, sem vitnið hafði
gefið.
Nú reis Sir Lionel Falcett á
fætur.
„Hr. dómari, mér þætti vænt
um ef þér vilduð leggja eina eða
tvær viðbótarspurningar fyrir
vitnið.
Hann var lágur og grannvax-
inn, þunnhærður með hátt enni.
Venjulegur maður í útliti En
rödd hans var óvenju djúp og
hljómmikil og bar greinilega vott
um mikinn viljastyrk og lífsorku.
Það var röddin, en ekki maðurinn
sjálfur, sem náði strax tökum á
réttinum.
„Vitnið hefir skýrt látið í ljós,
að hann sé sannfærður um að til-
raun var gerð til að sökkva skip-
inu og viðburðir þeir, er hann
rakti fyrir réttinum, virðast
styrkja þá skoðun hans.
En ennþá skortir nákvæmari
upplýsingar.
V.1.1.1.1.1.1.1.1.1.1.1.1
Hins vegar væri full ástæða til að
athugaður væri rekstur B. Ú. R.
og þeir, sem ráða, látnir standa
fyrir sínu máli opinberlega. Á
meðan á verkfallinu stóð, hélt út-
gerðarráð einn fund að minnsta
kosti, en ekki þótti formanni á-
stæða til fundarhalds, fyrr en
málið hafði verið rætt í bæjar-
stjórn. Það sem merkilegast
gerðist þar að mínum dómi var,
að fulltrúar sjómanna í útgerðar-
ráðinu gátu ekki samþykkt að
beita sér fyrir því að lögunum frá
1968 væri breytt. Meirihluti út-
gerðarráðs er þannig samansett-
DEARE“
Framhaldssaga
Ég vil þó, hvað sem öðru líður,
leiða athygli réttarins að þeirri
staðreynd, að sjálft verðmæti
skipsins virðist tæplega réttlæta
svo óhugnanlegt samsæri.
Þessvegna held ég, að ef um
slíkt samsæri hafi verið að ræða,
var tilgangur þess að komast yfir
tryggingarfé farmsins á sviksam-
legan hátt.
Ég bendi á þetta, hr. dómari,
vegna þess, að ef einhver sóttist
eftir fjárhagslegum hagnaði með
svo rögu og svívirðilegu ráða-
bruggi, hlýtur farmurinn að
hafa verið fjarlægður áður en
skipið sökk.
Bowen-Lodge kinkaði Kolli:
„Ég skil þessar röksemdir;
hver er spurning yðar?“
„Hún varðar tímann þegar
skipið lá bundið við hlið Torre
Annunziata á Rangoon ánni“,
sagði Sir Lionel.
■v.v.v.v.v.w
ur, að þar eru þrír sjálfstæðis-
menn. Á umræddum fundi voru
mættir tveir skipstjórar, annar í
stjórn eins stærsta yfirmannafé-
lagsins, hinn starfsmaður hjá
Skipstjóra- og stýrimannafélag-
inu Ægi, sem er félag skipstjóra
og 1. stýrimanna. Allir vissu, sem
vildu eitthvað vita um málið, að
eitt veigamesta atriðið í samn-
ingagerðinni var að fá lögunum
frá 1968 breytt.
Að sinni verður ekki rætt frek-
ar um samningana.
Ingólfur Stefánsson.
VlKINGUR
83