Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 4
Vermenn í randa eftir séra Gísla Brynjólfsson Þeir se m lesa þessa grein hugsa máske sem svo og ekki að ófyrirsynju: Mikið breytast tím- arnir og mennirnir með. — Vissu- lega þykja það ekki vandamál nú á tímum sem vermenn voru að glíma við fyrir 1 til 2 öldum. En nú eru líka önnur komin i þeirra stað. Nú eru það „kjara- málin“ i víðtækustum skilningi, sem samtökin hafa um að fjalla. Áður voru það „andlegu málin“, sem fólkinu lá á hjarta eins og þessi frásögn ber með sér. Meðan þau ákvæði um tilhiýði- legt helgihald sabbatsins voru í gildi, að hver maður skyldi að forfallalausu sækja kirkju hvern helgan dag, skapaðist sumsstaðar nokkur vandi í sambandi við framkvæmd þessara fyrirmæla. Svo var yfirleitt í fjölmennum verstöðum eins og t. d. á Suður- nesjum þar sem vermenn áttu rétt til kirkjusóknar á Útskálum og Hvalsnesi yfir vertíðina. Fyrir þau réttindi skyldu þeir borga svokallaðan „sætisfisk“. Var það 1 fiskur eða 2 skildingar yfir vetrarvertíð en helmingi minna á vorvertíð. Skyldi þessu fé m. a. varið til að stækka kirkjurnar, sem rúmuðu með góðu móti ekki nema heimasöfnuðina. Þegar ver- menn hópuðust til messunnar, var oft af því slíkur troðningur að fólk gat ekki notið embættisins með tilhlýðilegri andagt og barna- spurningar vildu fara í handa- skolum. Á Stað í Grindavík voru þrengslin stundum svo mikil að bekkir brotnuðu og þilj ur brustu. Þannig var vandamál sjómanna- stéttarinnar á Suðurnesj um fyrir 1 til 2 öldum. 60 Ennþá alvarlega var ástandið þar sem engin kirkja var í ver- stöðinni eða í næsta nágrenni, eíns og t. d. í Þorlákshöfn eftir að hálfkirkjan þar iagðist niður. Svo er talið að Þorlákshöfn dragi nafn sitt af Þorláki bisk- upi helga. Þar kom hann að landi úr vígsluför sinni eins og segir í sögu hans: „Sem sumraði, réðst Þorlákur í skip og lét í haf með sitt föruneyti og varð vel reið- fara og tóku þeir þar höfn, sem þeir mundu kjósa.“ — Það var í Þorlákshöfn. „Þar heitir og enn nú að framanverðu við bæinn Þorláks- vör, Þorlákssker og Þorlákshóll þar túnið er hæst“ segir í De- scriptio Ölveshrepps anno 1703 eftir Hálfdán lögréttumann á Reykjum. Svo sem að líkum lætur hefur kirkja snemma á öldum verið reist í Þorlákshöfn. Var það hálf- kirkja, stundum nefnd bænhús. Þar skyldi messað, „jafnan þá heimamenn eru til altaris,“ segir í Jarðabók Árna og Páls og fyrir nauðsyn verfólks veitti prestur þar tíðir hvern miðvikudag um föstutímann. Fyrir þetta ómak sitt fékk hann 12 fiska af tólf- æringi, 6 fiska af sexæringi og svo þar í millum eftir árafjölda. En fæði á þessum ferðum sínum fékk prestur hjá Þorlákshafna- bændum, sem borguðu með því hálfa leigu eftir kirkjukúgildin, sem voru tvö að tölu. Báglega gekk með viðhald þessa helgidóms Þorlákshafnar sem von var. Kirkjan hafði Iitlar tekjur, því allar lausafjártíundir gengu til sóknarkirkjunnar á Hjalla. Aftur á móti fékk hálf- Sr. Ólafur Ólafsson, prestur í Arnarbæli 1892—1903. kirkjan ljóstolla heimamanna í Höfninni. Var svo komið um miðja 18. öld að kirkjan var ekki messufær. Segir í biskupsbréfi 1759, að í Þorlákshafnarbæn- húsi hafi „í langa tíma ekki em- bættað verið.“ Jörðin var eign Skálholtsstaðar og biskup því landsdrottinn. Um og eftir 1760 var Beinteinn Ingi- mundarson (Bergssonar í Bratt- holti, sem Bergsætt er kennd við) síðar lögréttumaður á Hlíðarenda landseti biskups í Þorlákshöfn. Hann var kvæntur Vilborgu Halldórsdóttur Brynjólfssonar biskups á Hólum. Meðal barna þeirra var Magnús ríki í Þorláks- höfn, faðir Gísla latínuskólakenn- ara og þeirra merku systkina. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.