Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 37
Félags mála opnan Deila togaramanna Eftir marga fundi og mikið málþóf lauk deilu togaramanna með lagasetningu 16. marz 1973. Deila þessi var búin að standa á annað ár, 1. fundur með tog- araeigendum var haldinn 25. jan- úar 1972. Fundir voru svo haldnir af og til, og gekk á ýmsu en samkomu- lag varð þó um nokkur atriði, en þegar að orlofi kom varð alltaf ósamkomulag. Útgerðarmenn töldu sig ekki þurfa að greiða fullt orlof. Á fundi 15. maí 1972 var lögð fram eftirfarandi tillaga: Tillögur samningsnefndar F.F. S.I. um breytingar á samningum yfirmanna á togurum milli F.F. S.I. og F.I.B. 1. Fastakaupsliðir hækki til sam- ræmis við almennar kaup- hækkanir 17.7% að viðbættum 4% og 6% í marz 1973. 2. Líf- og örorkutrygging hækki úr kr. 600.000,00 við dauða í kr. 823.000,00 og við fulla ör- orku úr kr. 800.000,00 í kr. 1.444.000,00. Á þessar greiðslur komi kaup- greiðsluvísitala (899.456,00 og kr. 1.578.147,00). 3. Fæðispeningar hækki úr kr. 135,00 pr. dag í kr. 250,00 að viðbættri fæðisvísitölu. 4. Greiðslur í sjúkra- og styrkt- arsjóð hækki úr kr. 110,00 pr. mann pr. mán. í kr. 150,00 og í orlofsheimilissjóð úr kr. 27,50 í kr. 50,00. 5. Orlof greiðist samkvæmt or- lofslögum sem þó ber að skilja svo, að greiðslur, sem ekki eru Ví KINGUR tekjuskattskyldar skv. 7. gr. séu ekki undanþegnar orlofs- greiðslum með tilvísun til 3. gr. um venju. Yfir sumarmánuðina var lítið um fundarhöld, en í október voru fundir haldnir, en ekkert sam- komulag náðist fremur en áður. Síðast í október var deilunni vísað til sáttasemjara. Fyrsti fundur með sáttasemj- ara var haldinn 9. febr., alls voru haldnir 11 fundir með sáttasemj- ara og sáttanefnd. Þrír fundir voru með ráðherr- um, sem reyndu hvað þeir gátu til þess, að fá deiluaðila til að semja. Á öllum þessum fundum hafði lítið þokað, þó voru nokkur atriði, sem samkomulag hafði fengist um, voru það aðallega aukagreiðslur til félagsmála en aðalatriðin var erfitt að sættast á. Útgerðarmenn sömdu svo við háseta og aðra þá, sem Sjómanna- sambandið og S j ómannaf élag Reykjavíkur semur fyrir og hafði ríkisstjórnin haft milligöngu um málið. Eftir að samningar tókust við undirmenn, buðu útgerðarmenn hlutfallslega hækkun á mánaðar- kaup yfirmanna, þó hafði gleymst að taka til greina nokkra kaup- liði varðandi vinnutímastyttingu. Eins buðu þeir aðeins hækkun á aflaverðlaunum, en þeirra til- boð þótti ekki aðgengilegt fyrir yfirmennina. Eftir að við höfðum i’ætt við ríkisstjórnina var lagt fram til- boð á sáttafundi 12. marz,sem við höfðum gefið fyrirheit um að rnæla með við okkar menn. Var þetta tilboð byggt upp að mestu leyti á þeim tillögum sem útgerðai-menn höfðu boðið og það sem á milli bar var taiað um að ríkið greiddi, var þar um að ræða aukinn hlut þegar mönnum fækk- ar um borð. I tilboði, sem við höfðum lagt fyrir útgerðarmenn, var gert ráð fyrir að mánaðai’kaup yrði kr. 25.000,00 og að aflaverðlaun hækkuðu um 2% en ef mönnum fækkaði kæmi 0.1% til hvers manns fyrir hvem sem fækkaði, var þá miðað við 25 menn á skut- togui’um. Lögin sem samþykkt voru eru svo fjarri því að koma nálægt þessu tilboði eða öðrum þeim, sem við höfðum gert, en eins og fyrr segir að mestu farið inn á tilboð þau, sem útgerðarmenn höfðu gert okkur. Það er illt til þess að vita að ekki skuli takast samningar með aðiljum og heldur hvimleitt að Alþingi skuli þurfa að skerast í leikinn. Á meðan á þessari deilu stóð var haft sjónvarpsviðtal við full- trúa útgerðarmanna og var hann einn um að skýra fyrir sjónvarps- áhorfendum gang mála. Nokkru seinna kom svo fulltrúi undir- manna, en ekki boðið til' leiksins manni frá yfirmönnum og segir mér forseti F.F.S.I. að honum hafi ekki verið boðið að skýra olikar málstað. Mér finnst ekki vera ávinn- ingur í því að fai’a með þessi mál mikið í sjónvarp eða útvarp á meðan á samningsumleitunum stendur, vegna þess að upp geta komið viðkvæm atriði, sem ekki er vei't að ýfa upp meðan á samn- ingaumleitunum stendur. Fari fjölmiðlar af stað með slíka þætti er það lágmark að öllum þeirn, sem að deilunum standa sé gert jafnt undir höfði með það að skýra málstað sinn. Frá Skipstjórafélagi Norðlendinga Aðalfundur félagsins var hald- inn á Akureyi’i 20. janúar s.l. I skýrslu stjórnarinnar kom fram m. a. að á árinu voru gerð þau nýmæli að félagið réði sér starfs- mann, sem starfar hálfan daginn fyrir félagið og í því sambandi hefur það leigt sér húsnæði fyrir skrifstofu að Brekkugötu 4, Ak- ureyri. Skrifstofan er opin fyrri- 93

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.