Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 12
Skipsstrand eftir Skúla Magnússon Flestir hafa hugmynd um að strönd Reykjanesskaga er mjög skerjótt og hættuleg skipum. Þau hafa ekki svo fá farist við þessa strönd þar sem úthafsaldan brotnar án afláts. Hér á eftir mun fara frásögn af einu skips- strandinu er átti sér stað á Reykjanesskaga, nánar tiltekið skammt sunnan við Básenda, ná- lægt Þórshöfn, sem er smá vík eða vogur er skerst inn í landið, rétt utan við Ósabotna, þar sem þorpið Hafnir er. Um Básenda er það að segja að þar var til forna kaupstaður og sér þess enn sæmileg merki. Smá tanga er þar skagar út í sjóinn eru búðatóftir og forn garðbrot, þar munu húsin í verzl- unarstaðnum hafa staðið. Enn- fremur má sjá einn járnpolla all mikinn og sveran þar sem hann stendur uppúr klöppinni og kem- ur á þurrt við fjöru. Annar slík- ur mun hafa verið hinum megin við víkina en nú sjást engin merki eftir hann lengur. Um Básenda hefur margt verið skráð og skil- merkilegust er frásögn sú er á sínum tíma birtist í Blöndu, tíma- riti Sögufélagsins. Þar segir gjörla frá ofviðri því er grand- aði kaupstaðnum að fullu og öllu. Átti þetta sér stað í janúarbyrjun árið 1799. Eftir þetta hófst aldrei framar verzlun á þessum sögu- fræga stað, Keflavík varð aðal- verzlunarstaður okkar Suður- nesjamanna og hefur verið alla tíð síðan. Víkin Þórshöfn var einnig not- uð til kaupskapar. Hennar er get- ið í sögu einokunarverzlunarinn- ar eftir Jón Aðils. Var verzlað þar á tímum hinnar illræmdu umdæmaverzlunar eða jafnvel við Básenda árið 1881 fyrr, um 1500 eða þar um bil. Hafa þar vafalaust verið Þjóð- verjar á ferð eða Englendingar. Sama er uppá teningnum um Keflavík, þar hófst verzlun senni- lega um svipað leyti, kannski fyrr, en um það höfum við nú engar áreiðanlegar heimildir. Þó er til eitt örnefni á Vatnsnesi við Keflavík, er það Þýzkavör, og liggur hún í Vatnsnesvík, sem er suður af sjálfri Keflavíkinni, en Vatnsnes liggur á milli. Höfnin er í dag í Vatnsnesvík. Árin um og eftir 1880 munu verða minnisstæð í Islandssög- unni fyrir þrennt, hallæri, ísa og Vesturheimsferðir. Sumir lögðu árar í bát og létu ginnast af gylli- boðum hinna kanadísku agenta, um alls lags dásemdir í Vestur- heimi, hinni nýju og framfara- sinnuðu veröld, því þar hafði hvorki verið aðall, kóngar, né kirkjuveldi til að drepa niður framfaraviðleitni samfélagsins. En margir þraukuðu samt enn á gamla Fróni og aðrir sneru úr dýrðinni vestra og settust aftur að í landinu. Fáir munu hafa farið vestur úr Keflavík og frá Suðurnesjum, það var sjávarútvegurinn sem hélt líftórunni í mönnum, og sem dæmi um það má nefna að í hall- ærum inni í landi streymdi fólk til sjávarbyggðanna í leit að mat og skjóli. Hér má því segja að sjórinn hafi gefið vel þó hins verði ekki síður getið að hann tók sinn skatt af auðæfum sínum. Eftirfarandi ritar merkisklerk- urinn og fræðimaðurinn sr. Sig- urður Br. Sívertsen í Suðurnesja- annál sinn árið 1881: „Fór nú sjóinn óðum að leggja, með því líka, að stórar íshellur bárust að landi að ofan og innan. Var nú gengið yfir Stakksfjörð fyrir ut- an Keflavík og inn að Keilisnesi á Vatnsleysuströnd, og hefi ég ekki lesið, að slíkt hafi viðborið, síðan árið 1699. Sjófuglar fund- ust dauðir með sjónum. Ekki veit ég hvort nógar mat- vörur hafi flutzt til landsins, a. m. k. var svo á Norðurlandi, að þangað barst lítil sem engin björg frá útlöndum enda allt ófært af hafís, sem lá inn á fjörðum fram eftir öllu sumri. Sama hlýtur að hafa verið hér Sunnanlands, eft- ir því sem annállinn segir. Og um timburflutninginn veit ég lít- ið með vissu, en allavega skeði nú atburður, sem átti eftir að hieypa mönnum nokkuð upp hér á Rosmhvalanesi, en það var skipsstrand. Mun ég hér eftir tína sitthvað uppúr Suðurnesja- annál varðandi strand þetta, því það er merkilegt fyrir bygginga- sögu okkar Suðurnesjamanna. Árið 1881 segir sr. Sigurður í annál sínum (Suðurnesjaann- áli er prentaður í Rauðskinnu VII-VIII heftum og kom út 1953): „Með stórtíðindum má á þessu ári telja þann viðburð, að sunnu- dagsmorguninn 26. júní, rak að landi afarstórt farmskip, hlaðið af trjáviði, nálægt Þórshöfn á Suðurnesjum (skammt sunnan við Básenda) og stóð þar á flúð eða skeri, mannlaust, þrímastrað með þrem þilförum. Hafði þriðja mastrið verið höggvið í sundur áður en skipsfólkið hafði farið af því, að iíkindum um leið og það hefir á hliðina farið, en svo var allt stórkostlegt á tröllskipi þessu, að allri furðu gengndi, og svo að menn höfðu eigið trúað, VÍKINGUR 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.