Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 40
F. h. Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar. F. h. Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára. F. h. Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga. F. h. Farmanna- og fiski- mannasambands Islands. Fylgiskjal IV. Það staðfestist hér með, að ríkisstjórnin hefur samþykkt að greiða útgerðarfélögum hinna stærri togara sérstakar auka- greiðslur á árinu 1973 vegna nýrra kjarasamninga við yfir- menn, sem hér segir: 1. Ríkissjóður greiði sem nem- ur 0.10% af kauphækkun yfir- manna af aflahlut, enda verði sú kauphækkun alls 0.20% í afla- híut hvers manns. 2. Ríkissjóður greiði einnig þá kauphækkun, sem yrði vegna á- kvæða um fækkun skipshafnar frá 24 á skuttogurum og 26 á síðutogurum og sem dæmi 0.075% á mann. Þetta verði fyrirfram metið fyrir hvert skip á sanngjarnan hátt. Reykjavík, 16. marz 1973. Lúðvík Jósepsson. Halldór E. Sigurðsson. Ályktun vélst jóra á togurum Fundur vélstjórafélags íslands með vélstjórum á togurunum haldinn fimmtudaginn 22. marz 1973, lýsir yfir fyllsta stuðningi við samþykkt Alþingis frá 15. febrúar 1972, í landhelgismálinu, og skorar á ríkisstjórn að hvika ekki frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð. Jafnframt beinir fundurinn þeirri áskorun til ríkisstjórnar, að hún geri allt sem unnt er, til eflingar landhelgisgæzlunni, svo hún fái valdið sem bezt því þýð- ingarmikla hlutverki að verja hina nýju fiskveiðilandhelgi. i F réttatilkynning frá nemendaráði Stýrimannaskólan s í Reykjavík Vegna blaðaskrifa og frétta í fjölmiðlum vill nemendaráð Stýri- mannskólans í Reykjavík koma fram eftirfarandi bréfi, sem sent var Skipstjóra- og stýrimannci- félaginu Öldunni þann 1U. marz sl. og fjallar um undanþágumálið. Reykjavík 14. marz 1973. Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN, Reykjavík. Heiðraða stjórn. Varðandi grein, sem birt var í Morgunblað- inu þann 13. marz sl. um undan- þágumálið, höfum við gert eftir- farandi samþykkt: Við styðjum allar þær aðgerð- ir, sem miða að því að leysa jafnt yfirþyrmandi vandamál og undanþágumálið er, og viljum því lýsa yfir ánægju okkar á þessari grein, sem sýnir ljós- lega hversu fáránlega að er stað- ið í einu af okkar brýnustu hags- munamálum. Við vitum að skort- ur á menntuðum yfirmönnum á fiskiskipaflotanum er mikill og fer heldur vaxandi. Það er því ekki seinna vænna að ríða á vað- ið og reyna að leysa þetta mál. Aðsókn í Stýrimannaskóla er alls ekki nógu mikil, en þó virðist sem aðsókn í aðra skóla, svo sem menntaskólanna aukist, ekki um hundruð heldur um þúsundir. Þetta leiðir að sjálfsögðu til mjög slæmrar þróunar, en það virðist vera allt annað en stýrimanna- menntun, sem ungir menn hafa áhuga á í dag, enda er skólans sjaldan getið á opinberum vett- vangi og kynning hans er fremur lítil út á við. Það hlýtur að vera kappsmál hjá okkur að stuðla að frekari kynningu skólans í ís- lenzku þjóðfélagi og laða að hon- ^um unga og upprennandi menn. Það gladdi okkur því innilega, að til skyldu vera menn, sem sæju meinið og minntust á þau atriði er mestu máli skipta í sambandi við lausn undanþágumálsins, en það er mestu máli skiptir í sam- bandi við lausn undanþágumáls- ins, er það að okkar áliti staða og álit stýrimannaskólanna og sú staðreynd að þeir eru ekki gerðir að nógu og eftirsóknar- verðu takmarki fyrir unga menn, sem ef til vill stafar af þeim einhæfu atvinnuréttindum, sem stýrimannaskólarnir hafa upp á að bjóða enn sem komið er. Við sendum um daginn bréf- lega áskorun til samgönguráð- herra, þar sem við skoruðum á hann að draga verulega úr und- anþáguveitingum og reyndum að sýna honum fram á þau neikvæðu áhrif, sem svona ístöðuleysi hefði í för með sér. Það er varla við því að búast að eitt lítið bréf hafi einhver úrslitaáhrif í jafn umfangsmiklu máli og undan- þágumálið er, en við reynum það sem við getum og erum hvenær sem er tilbúnir til samvinnu við ykkur og lýsum yfir fullum stuðn- ingi við aðgerðir þessar. Með virðingu, Nemendaráð Stýrimannaskólans í Reykjavík. Síðan þetta bréf var skrifað hefur samgöngumálaráðuneytið sent frá sér athugasemd (Mbl. 20. marz). Einnig hefur þetta mál komið til umræðu í útvarpi og sjónvarpi. Vegna þessara um- ræðna og blaðaskrifa vill stjórn nemendaráðs Stýrimannaskólans í Reykjavík koma fram eftirfar- andi: Við viljum lýsa furðu okkar yfir þeim skrifum, sem sam- göngumálaráðuneytið hefur látið fara frá sér varðandi undanþágu- málið. Við getum ekki fallizt á að það sé í verkahring ráðuneytis- ins að vera m. a. með persónu- legar aðdróttanir á hendur for- manni Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins öldunnar. Einn- ig finnst okkur ráðuneytið gera lítið úr því vandamáli, sem und- VÍKINGUE 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.