Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 27
„Mr, Ohlson,“ hrópaði hann, „stowaway on bord, Sir!“ Fyrsti stýrimaður varð fok- vondur; hann vissi, að þetta væri nóg til að fara með skapsmuni þess gamla alla hina 36 daga, sem ferðin tæki. „Síríus“ var lestaður þurrkuðum fiski til Rio, Sheffieíd-borðhnifum og vefn- aðarvöru. Engin höfn var á leið- inni og síðasti lóðsbáturinn var horfinn sjónum. Og hann gat hugsað sér, að sá gamli mundi skipa leynigestinum að fá sér göngutúr frá borði og sigla á- fram á sínum eigin vaðstígvélum. Hann fann skipstjórann í kortaklefanum hjá loggbókinni og whiskyflöskunni, sem lóðsin- um hafði verið veitt úr, en skip stjórinn neytti ekki áfengis þar eð hann var bindindismaður. Skipstjórinn hlýddi á frétt- irnar án minnstu svipbrigða. Það var nú þannig, að í nýafstöðn- um ferðum hafði „Síríus“ tvisvar sinnum haft óskráða menn inn- anborðs, og hinn síðari þeirra, sem hafði verið vel haldinn og meira að segja hjálpað um pen- inga, hafði ekki aðeins hirt með sér vetrarfrakka skipstjórans, þegar hann fór frá borði, heldur að auki lent beint í örmum lög- reglunnar, sem beið hans með handtökuskipun vegna ótal þjófn- aða; og hann hafði þannig vald- ið skipstjóranum á „Síríusi" alls- kyns vandræðum gagnvart sendi- ráðinu og töfum ásamt f 1 utnings- tapi. „Þér vitið, Ohlson,“ sagði skip- stjórinn salla ról'egur, „að ég kæri mig ekki um að vita af neinum stowaway fellow hérna um borð. Ég vil ekki sjá hann, skiljið þér. Ég lýsi því einfaldlega yfir, að það er ekki — e k k i, skiljið þér — neinn hér um borð, sem ég hef ekki skráð á skipið. Ef að þér eða einhver annar hér um borð er á annarri skoðun, þá skulið þér láta yður snúast hugur Og þér skuluð gera áhöfninni skiljanlegt, að henni hafi orðið mistök á, ef hún hefur talið einum manni of margt. Þessi eini aukamaður er ekki til á skipi mínu. Við erum þá VÍKINGUR sammála um þetta svo framar- lega sem við erum ekki fullir og sjáum tvöfalt. Ohlson var samþykkur. Hann hafði að sínu leyti alveg eins og yfirmaður hans fengið nóg af síðasta snýkj udýri og á hinn bóg- inn var hann bráðhrifinn af hug- mynd skipstjórans. Hann hagaði sér samkvæmt því. Hann hitti léttadrenginn. „Hvar segistu hafa séð hann, Dick?“ spurði hann. Dick benti á ókunnuga náungann, sem stóð með húfuna í hendinni aftur við bakborðsbátsugluna. Dunkumaðurinn og Georg háseti voru í þann veginn að skipta orð- um við hann. Aðrir gerðu sig ekki líklega til að skipta sér af honum. Þeir höfðu nóg að gera með sitt, en allir gutu þeir augunum aftur eftir til skipstjórans, Og þeir hlökkuðu til uppistandsins, sem nú yrði. Stýrimaðurinn glápti í gegn- um boðflennuna með sakleysis- og undrunarsvip: „Heyrðu nú, Rishard. Þú ert enn þá ungur hvolpur og ættir ekki að reyna að vera með spé á kostnað fullorðinna. Ég sé eng- an mann þarna sem þú bendir, heldur aðeins skjöktbátinn og sjóinn. Og þú verður að viður- kenna, að þú sérð hel'dur engan og ekki heldur Georg og Matthías né hinir skíthælarnir. Jæja, piltar! Við kærum okkur ekki um að vita af fleiri andskotans brennimerktum drullusokkum, sem ætla með án farmiða. Og það getum við verið sammála um, piltar að við viljum hvorki sjá né heyra slíka ókeypis farþega hér á skipinu. Er það skilið?“ Og hann leit af einum á annan, sem stóðu umhverfis hann og ókunnuga manninn. Þeir hlógu og gáfu hver öðrum olnbogaslcot. Klarker háseti, sem átti það til að vera tunglsjúkur, sló sig á lærið og dansaði um flissandi; hinum fannst líka grín- ið ágætt. Þeir settu upp ábúðar- fullan svip og örkuðu aftur og fram um þilfarið og létu sem hinn ókunnugi væri loftið tómt_ Hann stóð eftir með húfuna í hendinni. Dapurl'egt, óttablandið brosið varð að áreynslu, hann ræksti sig, fór að hneigja sig í áttina til fyrsta stýrimanns, sem haggaðist ekki. Laumufarþeginn var ungur pilt- ur, grannvaxinn og feiminn. Aug- un blikuðu annað slagið af fjöri og góðvild, en að öðru leyti lýstu þau auðmýkt. Tillitið var rann- sakandi, leitandi eftir samúð. Hann var illa klæddur, en fötin voru listskrúðug: Eitt plaggið var hárautt, beltið í léreftsbux- unum var saumað blómamynstri og skyrtan var bláröndótt. Visin nellikka var í jakkahnappagat- inu. Hárið var vatnsgreitt undir húfunni, sleikt í tungu niður á ennið. Hann var án efa alinn upp meðal stúlknanna í hafnarhverf- unum. Hin hvíta og mjúka húð hans, hendur og andlit sýndu að hann var óvanur erfiðisvinnu. Andlitið lýsti góðvild og ótta- blöndnu sakleysi. Þannig stóð hann einn og yfir- gefinn í sólskininu, sem stráði geislum sínum um þilfar skips- ins og varpaði rauðgulnum bjarma á hafið Afskiptalaus hélt laumufar- þeginn áfram að standa mitt í sólskininu. Hann lét geislana baka herðar sínar og leitaði hlýj u gegn lanmandi þögninni, sem um- lukti hann. Hann hóstaði tvisvar feimnislega, hneigði sig aftur og tók að gera sér ljósa stöðu sína. Nú leit enginn framar í áttina til hans; hver hafði sínu að sinna. Maðurinn við stýrið var leystur af með ónauðsynlegu þvaðri. Hin vaktin kom upp á þilfarið og var greint frá ástandinu í lágum hljóðum. Það leið að matartíma. Matsveinninn rak höfuðið út úr eldhúsinu og söng „Ben Bolt“ urgandi þunglyndisröddu, meðan hann skóf pönnur sínar. Hrotur skipstjórans bárust úr korta- klefanum og boðuðu þögn. Allt var hlj ótt nema taktföst slög vél- arinnar og skrjáf bárunnar við kinnunginn. Skipanir stýrimanns til manns- 83

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.