Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 25
Fylla á tankinn. En ekki með þessu helvítis superspeed. Maður nokkur kynnti sig fyrir sii'kusforstjóra. Hann hafði með sér hund og kött. Ég er hér með stórkostlegt númer, sem ég er viss um að þér hafið áhuga fyrir. Við sjáum til, sagði forstjórinn þurrlega. „Annars er hér sífell ös af allskonar lýð með allskonar númer, sem flest eru alveg ónot- hæf“, — en látið mig sjá. „Maðurinn gerði smábendingu og hundurinn settist óðar við píanóið, byrjaði undirspil að þekktu óperulagi, sem kötturinn söng af mikilli list og tónaflúri." „Alveg frábært", hrópaði sirk- usforstjórinn hrifinn. Ég ræð ykkur strax og borga ykkur 10 þúsund krónur fyrir kvöldið.“ „Ne-ei“, sagði maðurinn hik- artdi. Það er of mikið. Ég skal segja yður, að ég gabbaði yður. „Göbbuðuð mig? Hvernig þá?“ „Jú,“ sagði maðurinn og fór hjá sér. „Kötturinn er nefnilega alveg laglaus, en hundurinn er búktalari!“ Þróunin í heiminum í dag virð- ist því sem næst líkust kapp- hlaupi rnilli drápstækni og lækna- vísinda. * Forstjórafrúin skrapp í bæinn og keypti sér hatt. Þegar hún kom heim komst hún að raun um að hatturinn passaði ekki og upphófst þá hið mesta ramakvein. Manni hennar var loks nóg boðið: „Þú hlýtur að hafa gleymt höfðinu heima, þegar þú fórst að kaupa hattinn?" Vísið lierranum upp a herbergi 817. Petersen lá veikur og nábúa- konan spurði frúna hvað að hon- um gengi. „Hannn borðaði of mikið af kirsuberjum í gærkveldi.“ „Kirsuberjum! Hvar fékk hann svona mörg kirsuber urn þetta leyti árs?“ „Það var eitt kirsuber í hverj- um kokteil" svaraði frú Peter- sen: Sá eiginmaður er óleyfilega bjartsýnn, sem heldur að „tólið“ sé að losna þegar konan hans er byrjuð að kveðja vinkonuna í símanum. * Ég er orðinii svo voða gleym- inn læknir.“ „Ja, það var nú slæmt. Hvenær fóruð þér að finna til þess?“ „Hvað, finna til hvers?“ * F'ersk úr ísskápnum! Það var molluheitan sumardag. Presturinn beið í kórnum í lítilli þorpskirkju eftir að brúðhjónin kæmu til vígslunnar og hitinn þjáði hann. Gegnum gluggann sá hann að stór flutningabifreið nam staðar fyrir utan kirkjudyrnar. Bílstjórinn opnaði bakdyrnar og út úr bílnum hoppuðu brúð- hjónin frísk og kát. Þakkað verði föður brúðgum- ans, sem rak dreifingarfyrirtæki, sem notaði kælibíla til að koma kjötinu fersku á markaðinn. VÍKINGUR 81

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.