Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 38
hluta dagsins og er sími hennar 21870. Starfsmaður félagsins er Jónas Þorsteinsson. Er það von stjórnarinnar að þetta verði fé- lagsmönnum til hagsbóta og fé- lagsstarfsseminni til upplyfting- ar. I stjórn félagsins til næstu tveggja ára voru kosnir þessir menn: Form. Baldvin Þorsteinsson, Kotárgerði 20, Ak, Ritari, Frið- þjófur Gunnlaugsson, Hamars- stíg 33, Ak. Gjaldk., Jónas Þor- steinsson, Strandgötu 37, Ak. Meðstj., Áki Stefánsson, Þór- unnarstræti 113, Ak., Kristján Ásgeirsson, Hornbrekkuvegi 8, Ólafsfirði. 1 varastjórn voru kosnir: Form., Björn Baldvinsson, Helgamagrastræti 1, Ak. Ritari, Hjörtur Fjeldsted, Kringlumýri G, Ak. Gjaldk., Gunnar Arason, Svarfaðarbraut 3, Dal'v. Meðstj., Tryggvi Valsteinsson, Lyngholti 10, Ak., Þórarinn Vigfússon, Mararbraut 11, Húsavík. Endurskoðendur voru kosnir: Egill Jóhannsson, Ak., Birgir Kristjánsson, Ak. I stjórn Sjúkra- og slysatrygg- ingasjóðs voru kosnir ásamt stjórn félagsins: Björn Baldvinsson, Egill Jó- hannsson og Hjörtur Fjeldsted. Fundurinn samþykkti að ár- gjöld fyrir árið 1973 yrðu þessi: Fyrir starfandi skipstjórnarmenn kr. 5000,00, fyrir aðra félaga kr. 700,00. Lög um kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum, sem eru stærri en 500 rúmlestir brúttó. 1. gr. Lög þessi taka til þeirra, sem samningar frá 1. marz 1971 á milli Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda og annarra eigenda slíkra skipa, annars vegar, og Vélstjórafélags íslands, Félags íslenzkra loftskeytamanna, Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Aldan, Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára og Skip- stjórafélags Norðlendinga, hins vegar, gilda fyrir. 2. gr. Samningar þeir, sem um ræð- ir í 1. gr., ásamt breytingum þeim, sem um getur á fylgisskjöl- um I—III, sem prentuð eru með lögum þessum, skulu gilda sem samningur á milli aðila frá gild- istöku laga þessara til 31. des. 1973. 3. gr. Verkbönn og verkföll, þar á meðal samúðarverkföll eða aðrar aðgerðir, í því skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða, eru óheimil, sbr. 17. gr. laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 4. gr. Með brot gegn lögum þessum skal fara að hætti mála og varða brot sektum. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir vi'ö lagafrumvarp þetta. Þrátt fyrir langvinnar samn- ingatilraunir sáttasemjara ríkis- ins og sérstakrar sáttanefndar í kjaradeil'u þeirra aðila, sem frumvarp þetta tekur til, hafa sættir ekki tekizt og fyrirsjáan- legt þykir, að þær muni ekki tak- ast í náinni framtíð. Togaraflotinn hefur nú legið í höfn undanfarnar vikur vegna verkfalla, sem ekki verður unað við lengur en orðið er. Það ber því brýna nauðsyn til að endir verði bundinn á þetta ófremdar- ástand. 1 þeim tilgangi er frum- varp þetta flutt. Frumvarpið er í samræmi við lokatilboð samningsnefndar yfir- manna á togurum. Jafnframt er vísað til yfirlýsingar sjávarút- vegsráðherra og fjármálaráð- herra, sbr. fskj. nr. IV. Fylgiskjal I. SAMNINGUR milli Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda og Vélstjórafélags Is- lands, dags. 1. marz 1971 fram- l'engist með eftirfarandi breyt- ingum: 1. gr. í stað „kr. 11.192,00“ komi: kr. 17.344,00. 2. gr. í stað „1.63%, 1,25%, 1.05%“ í 1. mgr. komi: 1.83%, 1.45%, 1.25% og 1.05% fyrir 4. vélstjóra. Aftan við 1. mgr. 2. gr„ bætist ný málsgrein svo hljóðandi: „Fækki áhöfn úr 24 á skuttog- urum eða 26 á síðutogurum, hækka aflaverðlaun um 0.075% fyrir hvern, sem fækkar.“ 6. gr. 1 stað „7%“ í 1. mgr. komi 8 % % • 7. gr. Greinin hljóði þannig: Dagpeningar í höfn. Eftir að skip hefur legið tvo sólarhringa í innlendri eða er- lendri höfn, og vélstjórar vinna við skipið, skulu laun (grunn- laun) vélstjóranna vera sem hér segir: 1. vélstjóra .... kr. 1.795,00 2. vélstjóra .... — 1.505,00 3. vélstjóra .... — 1.269,00 4. vélstjóra .... — 1.269,00 dag hvern, sem skipið liggur í höfn miðað við 40 stunda vinnu- viku á dagvinnutímabili, að við- bættum fæðispeningum. Tímakaup í dagvinnu finnst með því að margfalda dagkaupið með 7 og deila í þá tölu með 40. Eftirvinna greiðist með 50% á- l'agi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. Þurfi vélstjóri að vinna um borð einhverntíma fyrstu tvo sól- arhringana, ber að greiða honum auk hins fasta mánaðarkaups, grunnlaun: 1. vélstjóra.....kr. 333.00 2. vélstjóra ...... — 333.00 3. vélstjóra ...... — 270,00 4. vélstjóra ...... — 270,00 fyrir hverja klukkustund. 8. gr. Greinin hljóði þannig: Tryggingar á skipverjum. A. Líf- og örorkutrygging. Um líf og örorkutryggingu fer VÍKINGUR 94

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.