Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 26
eptir Olto Idduncj OJ-alldór Sdtepánóáon jjýcldi „Verið var að drag-a „Síríus“ út úr Vesturindía-skipakvínni. Verkamennirnir hlupu í hnapp eftir hafnarbakkanum með tóg og víra. Á þilfarinu hvæstu gufu- spilin, gufan þyrlaðist eftir lúguseglunum. Vaktmennirnir þrömmuðu eftir dekkinu og í brúnni stóð skipstjórinn og bölv- aði gegnum kalllúðurinn. Fyrsti stýrimaður dansaði stríðsdans við afturspilið. Glans- dyrhúfan sat aftur á hnakka, hann skrækti og skammaðist og var jafnvígur á blending af ensku, dönsku og portúgölsku. Skrílmál. Hátignarlega lyfti stálvindu- brúin voldugum, beinaberum örmum sínum. Skrúfa „Síríusar" barði illskulega vatnið í mjóum álnum, en var skyndilega stöðvuð eins og í rofnum upptakti. Lítill skítinn hjóladampur var að snigl- ast fyrir framan, svælandi léleg kol. Hann tosaði af stað röð af fúnum prömmum, sem fluttu gula maísbyngi; þeir skjögruðu utan í aðra pramma, sem voru í togi og um tíma var innsiglingin lokuð af flota hlöðnum nýlendu- vörum, tekössum í grænum og rauðum lit, sem var staflað í hæð við vöruskemmur. Aðrir svartir dráttarbátar þrengdu sér másandi og blás- andi út í flotann. Prammastjór- arnir tvíhentu stingi og ýttu frá sér og spöruðu ekki hafnar- hverfamállýzku Lundúna, sem var torskilin eins og Lundúna- slabbið og skitin sem skólpið í Thems. Bjalla vindubrúarinnar hringdi. Yfir þaki vöruhúsanna kom lest drynjandi á háum teinum og ætl- aði yfir. Og verkamennirnir slepptu vírum og tógum „Síríus- ar“, sneru sér við og spýttu hugs- andi á tekassana. Úti á Themes úði og grúfði af farkostum: tollbátar fóru aftur og fram, skáhöll möstur runnu fram hjá hvert öðru eins og spjót og hurfu. Merkjaflögg og reyk- háfar með einkennismerkjum allra skipafélaga. Skipstjórinn á „Síríusi" tvinn- aði sínar formælingar. Honum varð ekki hnikað frá hinni bjarg- föstu vissu sinni, að hans skip og farmur væri meira virði og rétthærri en öll ös og umferð heimshafnarinnar. En hann varð að bíta í það súra epli, að við þessi skilyrði yrðu kröfur hans ekki teknar til greina_ Hann vingsaði handleggjunum í átt til fyrsta stýrimanns, sem ennþá dansaði á lúgunni, hann yppti öxlum og beið þangað til pramm- arnir höfðu losnað hver frá öðr- um og busluðust fram með síðum „Síríusar“, og gufubátarnir tos- uðu af allri orku í þanggrónar dráttartaugarnar. „Síríus“ skreið út í ármynnið og skrúfan tók að hræra vatns- leðjuna í forugar froðurákir. Smám saman hurfu tröllaukin gufuskipin, háreist og svört eins og vöruhúsin á hafnarbökkunum. Þeir fóru fram hjá óendanlegum röðum af gráum herskipum, og útlínur þeirra hurfu í rigningar- úðann. Máfar komu svífandi úr norðaustri. Þeir sigu fram hjá Greenwich þar sem spítalinn breiddi álmur sínar móti sjófar- endum, og fram hjá drynjandi smiðjum Woolwivhs. Árbakkarn- ir urðu flatari með skorpnuðum gulum leir. Sementshúðuð tann- stæði virkjanna gægðust hæðnis- lega fram úr grænu múrvíginu. Vatnið þeyttist af meira afli, Thems breiddi úr sér, meira og meira. Þeir mættu rennilegum og kvenlegum skonnortum og vamb- miklum barkskipum fyrir fullum seglum. 1 miðjum álnum lá vita- skipið, Og rauðröndótt segl lóðs- bátanna rásuðu milli vaggandi bauja og rauðra veifudufla og leituðu að verkefnum. Sjór óx. Landið sást nú aðeins sem blá rönd við sjóndeildar- hring. Þá fyrst sýndi laumufarþeginn sig á þilfarinu, brosandi með hörgult hár. Mennirnir eigruðu um og spýttu yfir borðstokkinn. Annar stýrimaður var með gauragang út af vörum, sem höfðu ekki ver- ið tryggilega njörvaðar og slöngu, sem sjór lak úr á þilfarið. Léttadrengnum var skipað að þurrka bleytuna upp. Hann hljóp til fölur af hræðslu með þrílapp- aðan skipshundinn á hælunum. Hann var fyrstur til að koma auga á laumufarþegann, sem ein- mitt rak höfuðið út úr gætt há- setaklefans. Drengurinn hentist aftur á bak við að sjá þetta ó- kunna andlit, sem brosti vin- gjarnlega með óvissu í svipnum. Hann sneri sér við og tók á rás til fyrsta stýrimanns. VÍKINGUR 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.