Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 20
FRÉTTIR FRÁ APN Lenin-stræti, aðalgatan í Múrmansk. Sjómennirnir í Múrmansk —- Vinnuaðstæður og laun 1 togarahöfninni í Múrmansk eru skip af ýmsum gerðum, bæði hvað snertir útbúnað og stærð. Togararnir, sem hafa heimahöfn í Múrmansk voru smíðaðir árið 1950. Þeir eru kraftminni og minni þægindi um borð, heldur en í fiskvinnsluskipunum, sem hafa verið notuð undanfarin 5- 8 ár norðan við heimskautsbaug. Fjöldi gömlu togaranna minnkar stöðugt og á næstu árum munu koma fullkomnari skip í þeirra stað. Togararnir eru venjulega um 1000 tonn og áhöfnin 40 manns. Trollið er sett út um skutinn^ Lestin er ekki stór og ís, sem tekinn er í landi, er notaður til kælingar. Auk frysts fisks, er fiskur saltaður í tunnur um borð, unnið lýsi og fiskimjöl. Þeir eru á veiðum frá Barentshafi til N,- Atlantshafs frá tuttugu dögum upp í þrjá mánuði. Eftir ferðina fá sjómennirnir 10 daga frí. Þegar togarnir koma með afl- ann í land taka þeir um borð allar nauðsynlegar vistir og útbúnað, eldsneyti, vatn, og tunnur og um- búðir, póst og fá nýjar kvikmynd- ir um borð. Fiskvinnsluskipin eru 2-3000 tonn og áhöfnin er um það bil 100 manns. Þau koma einnig með aflann í land, en eru lengur á hafi úti, heldur en togararnir, þar sem lestar þeirra eru stærri og kæliútbúnaður máttugri. Um borð í fiskvinnsluskipun- um er smáverksmiðja, þar sem framleiddur er niðursoðinn fisk- 1 fiskvinnsluskipunum eru þægindi meiri, lieldur en í tog- urunum. Þar er meiri vélvæðing en í togurunum og starf sjó- manna verður léttara_ Oft eru fiskvinnsluskipin send í rann- sóknaleiðangra, en þau geta sigl't í tvo til þrjá mánuði án þess að koma í land. Næstum öll skip togaraflotans í Múrmansk láta aflann um borð í fiystiskip. Þau skip eru í senn verksmiðju- og birgðaskip. Á- höfnin er um 250 manns. Lest- arnar taka 5000 tonn og kæli- geymslurnar frysta 110 tonn af fiski á sólarhring. Framleiðsla verksmiðj unnar er ýmis konar: Frystur fiskur, flök, saltaður fiskur og lýsi. Meðal niðursuðuvaranna er þorskalifur, VÍKINGUR 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.