Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 3
tókum okkar ákvörðun höfðu 22 aðrar þjóðir þegar stækkað sína fiskveiðilandhelgi í meir en 12 mílur. i’; Nú hafa 33 þjóðir fært fisk- veiðilögsögu sína út fyrir 12 míl- ur, flestar 50—200 mílur frá grunnlínu. Við höfðum undirbúið útfærslu landhelgismarkanna hér mjög vandlega. Öllum þeim þjóðum, sem hér höfðu stundað veiðar var tilkynnt með löngum fyrirvara hvað til stæði. Rætt var ýtarlega við Breta og Vestur-þjóðverja og þeim skýrt frá fyrirætlun okkar með rúmlega ársfyrirvara og síð- an var landhelgissamningnum við þessar þjóðir sagt formlega upp með 6 mánaða fyrirvara. Þessum þjóðum var strax boðið upp á samninga um umþóttunar- tíma,þannig að skip þeirra fengju nokkurn tíma til að draga úr veiði sinni hér við land og fella þær síðan niður með öllu. En þrátt fyrir langan fyrirvara og síðan sanngjörn tilboð af okk- ar hálfu um bráðabirgðasamn- inga um veiðar innan hinnar nýju fiskveiðilandhelgi, hefir niður- staðan orðið sú, sem öllum er nú Ijós þ. e. a. s. hernaðarleg vaid- beiting af hálfu Breta. Við höfum haldið okkar strik ótrauðir þrátt fyrir mótmæli Breta og Vestur-þjóðverja, og þrátt fyrir kærur þeirra til Al- þjóðadómstólsins í Haag, og þrátt fyrir tilraunir þessara þjóða til að kúga okkur með viðskiptabönn- um, eða beinum yfirgangi hins stóra og sterka. Það sem gerzt hefir í samskipt- um okkar við Breta og Vestur- þjóðverja, eða öllu heldur við framámenn og stjórnendur Bret- lands og Vestur-þjóðverja, þá 9 mánuði sem liðnir eru síðan við stækkuðum fiskveiðilandhelgi okkar, er býsna athyglisvert. Af hálfu forystumanna þessara ríkja hefir gætt ótrúlegrar skammsýni í fiskveiðimálum og undraverðrar lítilsvirðingar og skilningsleysis á málefnum okkar íslendinga. Forystumenn Breta og Vestur- VÍKINGUR þjóðverja reyna að þvinga okkur til að lúta samningum, sem við höfum sagt upp og viljum ekki vera bundin af. Forystumenn þessara ríkja meta okkur ekki mikils sem bandamenn. Þeir ryðjast með of- beldi gegn okkur og láta sig engu skipta aðvaranir heimskunnra fiskifræðinga um ástand fiski- stofnanna við ísland. Þeir virðast engar áhyggjur hafa af lífsafkomumöguleikum íslendinga, en geta þó á sama tíma verið þekktir fyrir að biðja okkur um stuðning við utanríkis- stefnu sína og um land fyrir víg- hreiður sín. Brezka ríkisstjórnin hefir svo sett kórónu sína á skömmina með því að senda gegn okkur, vopn- lausri smáþjóð, herskip sín og herflugvélar. Það er von að við þessar að- stæður svelli mörgum íslendingi móður. Það er sannarlega ekki óeðlilegt þó að spurt sé, þegar þannig er að málum staðið, til hvers við séum í hernaðarbanda- lagi með árásarþjóðunum, eða hvað lengi eigi enn að halda áfram að endurtaka þau ósann- indi að hér sé erlendur her til þess að vernda okkur fyrir árás- um annarra þjóða. Slíkar spurn- ingar eru auðvitað ofur skiljan- legar. En þó er það svo, og því skul- um við ekki gleyma, landhelgis- mál okkar er sérstakt mál, annað mál en spurningin um það hvort við eigum að vera í hernaðar- bandalagi eða ekki, og annað mál en það, hvort við eigum að leigja land okkar undir herstöð og hafa hér erlendan her. Landhelgismálið er mál allrar þjóðarinnar, um það mál stöndum við öll saman, en um hin málin Nató og herinn, eru skiptar skoð- anir. Landhelgismálið ætlum við okk- ur sjálfir að leysa. Við biðjum hvorki um hjálp Nató né hersins í því máli. Það mál leysum við annaðhvort með bráðabirgðasamningum til stutts tíma, eða við sönnum hin- um erlendu ágætismönnum með köldum veruleikanum, að þeir geta ekki stundað hér veiðar, hvorki undir vernd herskipa, eða á annan hátt, nema stuttan tíma og með ærnum erfiðleikum, án samkomulags við þjóðina sem í landinu býr. Nú þessa dagana, þegar of- beldi Breta gerist æ augljósara, þá tala sumir um, að nú verði Nató að leysa landhelgismálið, eða Sameinuðu þjóðirnar, eða að við eigum að leita til Nixons eða Pompidous og biðja þá um að Jeysa landhelgismálið fyrir okkur. Þessir aðilar munu aldrei leysa Jandhelgismál okkar. Til þess hafa þeir ekki áhuga. Það er að vísu rétt að kynna málstað okkar fyrir öllum heim- inum og afhjúpa fyrir öllum of- beldisárásir Breta. En slíkar upp- lýsingar munu þó ekki leysa fyrir ckkur landhelgismálið. f land- lielgismálinu höfum við íslending- ar sjálfir á okkar hendi öll þau tromp sem með þarf til að vinna fullnaðarsigur. Við höfum fært út okkar landhelgismörk. Og fram til þessa höfum sýnt í verki, að við látum ekki ganga á okkur i samningum, heldur sýnum festu og skilning og stefnum þar að ákveðnu marki. Við höfum líka sýnt Bretum og Vestur-þjóðverjum, að þó að land- lielgisgæzla okkar sé ekki öflug, er hún nægileg til að gera þeim ókleift að stunda hér veiðar með árangri, nema stuttan tíma. Brezku togaraskipstjórarnir höfðu beinlínis gefizt upp. Og við vitum, að undir her- skipavernd er ekki hægt að fiska hér að neinu ráði. Bretar eru því neyddir til að gefast upp innan tíðar við herskipasýningu þá og málamyndafiskveiðar þær, sem þeir reyna nú. Við íslendingar þurfum enga hjálp til að sanna þetta í reynd. Það sem með þarf, er að við öll, hvert mannsbarn í landinu, skilji að í þessu liggur okkar styrkur, fyrir þessari sterku stöðu okkar falli brezku herskipin, brezku dráttarbátarn- ir og þess verður ekki langt að 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.