Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 42
Kall í sjómanni barst dauft niður uppgöngu. „Engan botn að finna, herra. Enginn botn með þessu lóði.“ Það var þá maður fram á til þess að lóða, og þeir hlutu að vera að nálgast land. Nú kom miðskipsmaðurinn niður stigann. „Herra Buckland sendir yður orð herra, um að renna byssun- um út.“ Hann hafði kallað þessi boð skrækróma áður en hann var kominn alla leið niður, og þeir sem óðfúsir voru tóku að fást við skotraufahlerana til þess að opna þá. Bush beljaði að allir skyldu vera kyrrir, og menn hættu að hreyfa sig, en síðan kallaði Bush: „Opnið hlerana.“ Rökkrið á lágþiljunum varð að björtum degi um leið og hlerarn- ir voru opnaðir. Sólskinsblettir komu inn um opin og breikkuðu og mjókkuðu eftir því, sem skip- ið valt. „Út með byssurnar!“ Þegar hlerarnir voru allir opn- ir, þá var hávaðinn ekki mjög mikill, og skotliðarnir gripu tal- íur og byssuvagnarnir mörruðu um leið og byssurnar fóru að renna út í hleraopin. Bush fór að næstu byssu og gægðist út með henni. Grænar hæðir eyjarinnar voru vart í skotfæri, en hér voru klettamir ekki nærri því eins sæbrattir, og skógi vaxinn bakki við rætur þeirra. „Tilbúnir að venda!" Bush þekkti rödd Roberts for- ingja koma frá háþiljunum, og þiljurnar undir fótum hans urðu láréttar, en hæðirnar í fjarska sýndust snúast með skipinu. Það urgaði í reiða og rám, og það hlaut að vera Samanánes, sem þeir voru að fara fyrir. Hreyf- ing skipsins hafði breytzt meira heldur en af stefnubreytingu einni, og það var nú ekki aðeins á réttum kili, heldur á sjóleysu og leið áfram inn í flóann. Bush híkti niður hjá byssunni og pýrði augum á ströndina. Hann sá suðurströnd skagans, og þar var strandlengjan að sjá jafnbrött eins og sú, sem hann hafði séð meðan skipið var til kuls við nes- ið. Á hábrúninni var virki og yfir því blakti spánski fáninn. Hinn æsti miðskipsmaður kom trítlandi eins og íkorni niður stigann. ,Herra! Herra! Viljið þér reyna að skjóta á virkið þegar þér eruð í skotfæri.“ Bush horfði kuldalega á hann. ,Hver skipar svo fyrir?“ „H-herra Buckland, herra.“ „Þá skuluð þér segja það. Gott og vel. Segið þér herra Buckland virðingarfyllst, að það muni líða langur tími þar til byssur mínar verða í skotmáli.“ Reykur steig upp frá virkinu, en það var ekki púðurreykur. Bush gerði sér grein fyrir því og með nokkrum kvíða, að senni- lega var hér um reyk að ræða frá ofni, sem notaður var til þess að hita fallbyssukúlur. Virkið mundi brátt fara að senda þeim rauðglóandi kúlur, og Bush sá enga möguleika til þess að svara þessu í sömu mynt. Hann mundi aldrei geta miðað byssum sínum svo hátt að þær næðu virkinu, en virkið aftur á móti, jafn hátt og það stóð, gat náð sem hægast til skipsins. Hann rétti sig upp og gekk yfir til bakborða, þar sem Hornblower var að gægjast hokinn út með fallbyssu. „Það er tangi hérna, sjáðu grynningarnar, sagði Hornblow- er. „Innsiglingarrennan liggur fram hjá tanganum, og það er byssustæði þar. Líttu á reykinn — þeir eru að hita kúlur.“ „Líklegt þykir mér það,“ sagði Bush. Ekki myndi líða á löngu þar til á það væri skotið frá báðum hliðúm, og hann vonaði aðeins að það stæði ekki lengi yfir. Hann heyrði skipanir kallaðar uppi á þiljum, og aftur brakaði í rám og reiða. Það var verið að sigla Renown fyrir tangann. „Virkið er farið að skjóta," sagði stýrimannsmætið, sem leit eftir byssunum frammá stjóm- borðsmegin. „Gott, herra Purvis." Hann fór yfir og leit út. „Sástu hvar skotið kom niður?“ „Nei herra.“ „Þeir eru farnir að skjóta hérna megin líka, herra,“ sagði Hornblower. „Gott og vel.“ Bush sá hvar hvítur fallbyssu- reykur gaus frá virkinu. Síðan sá hann í beinni línu frá sér og um sextíu fet frá skipinu, hvar vatnsstrókur gaus upp á yfirborð- inu, og á samri stund heyrðist brak rétt yfir höfðinu á Bush. Kúlan hafði flutt kerlingar og lent einhversstaðar í eikarhlið skipsins. Síðan kom kúlnahríð og nú var miðað betur og hitt í mark. „Það gæti verið að ég gæti náð til byssustæðisins hérna megin,“ sagði Hornblower. „Reyndu hvað þú getur.“ Nú kom Buckland sjálfur að uppgöngunni og sagði ergilega: „Getið þér ekki farið að skjóta ennþá, herra Bush.“ „Núna strax,“ svaraði Bush. Hornblower stóð hjá tuttugu og fjögurra punda miðbyssunni, og nú var allt búið undir það að skjóta úr henni. Hlaupið var lát- ið vera eins hátt og unnt var, púður sett í skotraufina, og loks var borinn að eídur. Drunan frá byssunni var mikil í hinu tak- markaða rúmi, og nokkuð af púðurreyknum lyppaðist aftur inn um byssuopið. „Of lágt,“ sagði Hornblower og var kominn. að næstu byssu. „Þegar byssurnar hitna ná þær þessu.“ „Haltu þá áfram.“ „Fyrsta deild, skjótið,“ kallaði Hornblower, og fjórar fremstu byssurnar gullu nær samtímis. „Önnur deild,“ öskraði Horn- blower yfir hávaðan, en Bush fann hvernig þilfarið bifaðist af bakslætti byssanna. Reykur bylg- aðist um, rammur, beizkur, og hávaðinn var lamandi. „Reynið aftur, menn,“ gargaði Hornblower, „sjáið um að rétt sé miðað.“ Rétt hjá Bush heyrðist ógur- legt brak og brestir, og eitthvað VlKINGUR 194

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.