Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 43
hvein hjá honum og skall í þil- farsbitann. Eitthvað hafði flogið gegnum fallbyssuop og hitt byssu, en tveir menn fallið við byssuna, annar l'á kyrr, en hinn engdist af kvölum. Bush ætlaði að fara að gefa skipanir varðandi mennina, þegar athygli hans beindist að öðru þýðingarmeira. Þar var djúp rauf í bitanum fyrir ofan hann og þaðan lyppaðist reykur. Hin glóandi kúla hafði splundrast þegar hún hitti byssuna, og stærsti parturinn flogið í bitann og sat þar fastur, og það var þeg- ar farið að kvikna í viðnum. „Fötur hingað!“ öskraði Bush. Tíu pund af rauðglóandi málmi, sem sat fastur í þurrum skips- viði, gat komið af stað eldsvoða á fáum sekúndum. Á sama tíma heyrðist mikið fótatak af þiljum ofan og skrölt í dælum. Þeir voru þá lika að berjast við eld þar uppi. Byssur Hornblowers þrum- uðu á bakborða, og þarna var orð- ið hreint víti og reykurinn allt að kæfa. Enn heyrðist marra 1 seglbún- aðinum, og þrátt fyrir allt varð að sigla skipinu eftir innsigling- unni. Hann gægðist út bakborðs- megin, en sjón hans sagði honum, um leið og hann neyddi sig til þess að áætla vegalengdina með ró, að virkið á hæðinni var enn utan skotmáls. Ekkert vit í því að eyða skotfærum. Hann rétti úr sér og litaðist um, en fann um leið að það var eitthvað einkenni- legt við hreyfingar skipsins. Hann reis á tær til þess að reyna að staðfesta hinn hastarlega grun, og það var aðeins halli á þilfarinu og hann stöðugur. Horn- blower var líka að litast um, og hann benti snöggt niður svo sem til áréttingar á hinni hroðalegu hugsun. Renown var strönduð. Skipið hlaut að hafa rennt hóg- lega upp á leðjurif og misst alla ferð án þess að vart yrði við nokkurn hnykk. En skipið hlaut að hafa farið nokkuð langt upp eftir rifinu úr því að hallinn á þiljunum var svo greinilegur. Síðan fylgdu enn brestir og brot- hljóð þegar fleiri skot úr landi VlKINGUR hittu, og meira annríki til læti við að slökkva og afstýra hætt- unni. Strönduð og dæmd til þess að vera skotin í brak af skollans strandvirkjunum, ef skipið þá yrði ekki eldi að bráð og þeir yrðu allir steiktir. Hornbl'ower var allt í einu kominn með úrið í hendina. „Enn fellur að,“ sagði hann. Það er klukkustund til há- flæðar, en hræddur er ég um að við séum kirfilega strandaðir." „Klukkustund til háflæðar," segir þú?“ spurði Bush. „Já, herra. Eftir útreikningum Varberries." „Drottinn hjálpi okkur!“ „Skyttur mínar hafa náð þang- að, og ef ég get haldið þeim í skefjum, þá verður að minnsta kosti lítið af skotum frá þeim, þótt ekki takizt að þagga niður í þeim með öllu.“ Enn heyrðust brak og brestir þegar skot hitti. „En virkið hinu megin við sundið er utan skotmáls." „Já,“ sagði Hornblower. Piltarnir hlupu fram og aftur og fluttu púður, og sendill var á leið til þeirra. „Herra Bush! Viljið þér gjöra svo vel og koma til herra Buck- lands? Og við erum strandaðir og liggjum undir skothríð." „Haltu þér saman! Þú tekur við hérna, Hornblower." Sólarbirtan á háþiljunum var blindandi. Buckland stóð ber- höfðaður út við borðstokk, og reyndi að hafa stjórn á andliti sínu. Það sauð og hvissaði þegar einhver beindi sjóslöngu á gló- andi kúlubrot, sem stóð fast í háþiljubitanum. Dauðir menn í svelgnum, særðir bornir brott. Kúla eða flís, sem hún hafði sprengt frá hafði drepið mann- inn við stýrið, svo að skipið sem var í bili stjórnlaust, hafði strandað. „Við verðum að reyna að varpa okkur lausa,“ sagði Bucldand. Þetta þýddi að koma varð út akkeri, og ná festinni aftur inn með akkersvindunni og losa skip- ið þannig úr leðjunni. Bush leit í kringum sig, til þess að fá stað- festingu á því, sem hann hafði reiknað út neðan þilja. Bógur skipsins sat fastur, og það varð að draga það út aftur á bak. Skot hvein yfir höfðum þeirra, og Bush mátti beita sig hörðu til þess að stökkva ekki upp. „Þú verður að taka kaðal út í gegnum bakborðsklussið.“ „Ójá, ójá, herra.“ „Roberts fer með akkerið í stórbátnum.“ „Ójá, ójá, herra.“ Sú staðreynd að Bucland not- aði ekki hið hefðbundna „herra“, var dæmigert um það álag, sem á honum hvíldi við þetta hættu- lega ástand. „Ég tek menn frá byssum mín- um, herra,“ sagði Bush. „Gott.“ Bush náði saman mönnum sín- um og fór að fást við kapalinn, og heyrði til Roberts þar sem hann setti út stórbátinn. Undir þiljum var hitinn jafn- vel meiri heldur en í steikjandi sólinni uppi. Reykurinn úr byss- um Hornblowers hnykklaðist þykkur undir þilfarsbitunum, en Hornblower hélt á hatti sínum í hendinni og þurrkaði svitann af andlitinu. Hann kinkaði kolli þegar Bush kom, og þess gerðist ekki þörf að skýra fyrir honum í hvaða erindum hann var. í öllum gauraganginum, hávaða af fallbyssukúlum, skotum og köll- um og ópum, náðu menn Bush í kaðalinn, og hann var svo sem tvær lestir á þyngd. Það þurfti skýra hugsun og eftirlit til þess að koma þessum ómeðfærilega kaðli aftur eftir, en Bush var alltaf beztur við verk, sem hann gat beitt sér að ákveðið við sér- stakt verk. Kaðalinn var tilbúinn þegar báturinn var kominn undir skutinn til þess að taka endann, og Bush horfði á kaðalinn lyppast út viðstöðulaust. Það var þó alltaf léttir að því að vita að þetta verk hefði gengið snuðrulaust. Bát- arnir voru nú þrír um verkið aftan við skipið, en allt í einu gaus upp vatnsstrókur hjá þeim. 1 skotvirkjum í landi hafði verið skipt um skotmörk með einni eða 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.