Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 23
Það v-ar hringt á lögreglustöð- ina síðla nætur og bíleigandi tjáði varðstjóranum að búið væri að stela úr bílnum hans stýrinu, benzíngjöfinni og mælaborðinu. Varðstjórinn lofaði að rann- saka málið. Skömmu síðar hringdi maður- inn aftur: „Þið þurfið ekki að senda lögreglumann; ég villtist nefnilega inn í aftursætið!“ * Þegar ræstingakonan kom á skrifstofuna árla morguns, mætti hún forstjóranum, sem tjáði henni að um nóttina hefði verið brotizt inn og peningaskápnum stolið. „Drottinn minn!“ varð kon- unni að orði, „var mikið ryk á bak við skápinn?" * Láttu hvorki fólk né önnur fyr- irbæri ræna þig lífsgleði þinni. VÍKINGUR Það var í fyrri heimsstyrjöld. Islenzkur togari var á leið til Fleetwood. Skipstjóri kom kvöld eitt upp í „hólinn“ og stýrimað- urinn segir við hann: „Við sjáum hérna vita“. „Jú, jú, þarna er hann, ekki eru nú glyrnurnar farnar að gefa sig mikið í kallinum“, segir skip- stjóri. Svo er haldið áfram sömu stefnu í einn klukkutíma. Þá hvíslar skipstj óri að stýrimanni: „Heyrðu, hvar er hann annars þessi helv .... viti!“ * Sami skipstjóri var á heimleið frá Fleetwood. Um kvöld lætur hann leggjast fyrir akkeri undir Eiðinu í Vestmannaeyjum og liggur þar um nóttina. Að áliðnum næsta morgni er haldið af stað. Þegar setið var að miðdegisverði segir skipstjóri: — „Vissuð þið, piltar, af hverju ég lagðist við akkeri í gærkvöldi?" Nei, það vissi enginn. „Það skal ég segja ykkur. Þeir gera þetta sumir íslenzku skip- stjórarnir, til þess að koma til Reykjavíkur á háttatíma. — Allt fyrir kallana auðvitað!“ * Helena hjúkrunarkona var á heimleið í yfirfullum strætis- vagni síðla kvölds. Aftar í vagninum sat maður, sem hún hafði hjúkrað fyrir nokkrum vikum. Hann kom auga á hjúkrunarkonuna og heilsaði henni: „Nei, komdu blessuð, Helena mín. Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef legið hjá þér, en ég finn það á mér, að þú færð mig bráðum í rúmið aftur!“ Sóknarpresturinn hafði verið verið þungt haldinn af lungna- bólgu, en nú lýsti læknirinn yfir, að hann væri úr allri hættu. — Meðhjálparinn tilkynnti söfnuð- inum fréttina með því að festa spjald á kirkj uhurðina, sem á stóð: Guð er góður. Presturinn er betri! * „Ó-nei“, sagði Jón bóndi. „Við þurfum engan verkfræðing til að reikna út hvemig vegurinn á að liggja fram í dalinn. Það er alveg nóg að reka nokkra sauði hérna fram eftir; þeir finna beztu leið- ina“. „En ef þið hefðuð nú enga sauði?“ „Þá yrðum við að ná okkur í verkfræðing“. * Ef enginn talaði um neitt nema það, sem hann ber fullt skynbragð á, þá mundi verða óhugnanlega hljótt í heiminum. Þetta er gjöf frá útgerðarfyrirtækinu. 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.