Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 39
vinnu og g'era reyndar enn í dag. Árlega eru hér haldnar sýningar á tóvinnu sjómanna ýmis konar og jafnvel málverkum. „Nú höfum við rætt svo mikið um fortíðina Galatius, hvernig væri það svona í lokin að skyggn- ast aðeins inn í framtíðina? — Myndir þú ráðleggja ungum manni í dag að gerast sjómað- ur?“ „Vafalaust. Það er ágætt að vera sjómaður nú til dags, og reyndar mun betra en það var á mínum yngri árum“. „Hvað viltu segja um tækni- þróunina til sjós?“ „Ég hef þá trú, að sjómenn framtíðarinnar komi til með að verða tæknimenntað fólk. Það endar sjálfsagt með því, að öllu verður stjórnað með Datakerfi. Allt bendir í þá átt að jafnvel skipstjórar og vélstjórar muni hverfa úr sögunni og stöðugt er verið að fækka í áhöfnum skipa. Ég veit vel, að með þessum orð- um strái ég rósum á götu útgerð- armanna, sem eðlilega vilja gera útgerð skipa eins kostnaðarlitla og mögulegt er, meðan kröfur sjómanna um bætt kjör verða sí- fellt umfangsmeiri í samræmi við tímann“. „Er það ekki nokkuð djúpt í árina tekið, að allt verði tækni- legt og fjarstýrt?“ „Þegar hægt er að senda eld- flaug til tunglsins, mannaða þrem mönnum, hlýtur að vera mögu- legt að gera það sama hvað sigl- ingar um höfin snertir. Og allir vitum við að þróunin verður ekki stöðvuð“. Singapore, 12. des. 1972. Þýtt: Gísli Kolbeinsson. Hornblower fer til sjós eftir C. S. Forester Bárður Jakobsson þýddi MisheppnuS árás William Bush, sjóliðsforingi, kynntist Hornblower fyrst um borð í Renown, skipi í flotanum, sem hafði sjötíu og fjórar fall- byssur, en á þessu skipi voru þeir báðir foringjar um 1800, nokkr- um árum eftir atburðinn við spönsku galeiðurnar. Þá hafði Hornblower reyndar verið mest- an part fangi Spánverja. Bush, sem var árinu eldri í tign, var þriðji foringi, en Hornblower sá fimmti í röðinni, og undirmað- ur hans. Það var á þessu skipi, sem Bush tók þátt í mörgum ævintýrum Hornblowers, og fór að þekkja hæfileika Hornblowers og útsjónarsemi. Renow hafði farið til þess að fylgja flotadeild í Vestur-Indíum skömmu eftir að Bush kom á skipið, og hann varð þess fljótt áskynja að þetta var ekki ánægjulegt skip né heldur hepp- ið. Sawyer skipherra var kyn- legur í geði, og hafði fengið þá flugu, að allir foringjar hans, hyggðu jafnvel á uppreisn. I blá- sakleisum orðum og athöfnum fann hann eitthvað glæpsamlegt, og refsaði þeim freklega til dæmis með því, að skipa þeim að ganga fyrir næstráðanda Buckland, og skyldu þeir vera fullklæddir og gera þetta á klukkutíma fresti, og afleiðingin var auðvitað sú, að hvorki þeir né heldur Bucland fengu nokkru sinni færi á nægum svefni. Ástandið fór síversnandi á leið- inni vestur um haf, unz svo var komið, að greinilegt var að skip- herrann var ekki með réttu ráði, og foringjarnir neyddust blátt áfram til þess að gera einmitt það, sem hann hafði ranglega sakað þá um — að brugga laun- ráð um það sín á milli hvernig þeir gætu svipt hann stjórninni. En skipherra komst að þessu, og kallaði til hermenn til þess að taka þá höndum. Þá lukkaði svo til, þótt einkennilegt þætti, að skipherra datt niður uppgöngu, og þar fann Hornblower hann skömmu síðar meðvitundarlausan við stigann. Þetta slys veitti for- ingjunum ekki aðeins færi á að sleppa við handtöku, heldur gaf þeim líka færi á að loka skipherra inni í klefa sínum undir eftirliti skipslæknisins. Meðal foringjanna var uppi grunur um það, að þetta slys skip- herra hefði komið á svo nákvæm- lega réttum tíma, að það gæti ekki hafa verið tilviljun einber, og skýringar var leitað hjá Horn- blower, ekki aðeins vegna þess að hann hafði verið fyrstur á vettvang, heldur og af því, að þeir fundu það á sér, að í þeirra hópi var hann eini maðurinn, sem hafði verið nægilega úrræðagóð- ur til þess að bjarga við þessu vandræðamáli og það svona snyrtilega, ef svo má segja. Þrátt fyrir það að Hornblower neitaði með öllu að vita meira um þetta en þeir hinir, þá létti ekki af þess- um grun, og í huga hinna for- ingjanna hölluðust þeir að því að færa honum til tekna það, að hann hafði bjargað þeim. Vandkvæðunum var þó ekki lok- ið, þótt áfall skipherrans auðveld- aði foringjunum að svipta hann stjórn vegna geðbilunar, og Buc- land næstráðandi var talinn á að gera þetta. En þetta gat orðið örlagaríkt, því að ef skipherm næði heilsu áður en skipið kæmi til flotadeildarinnar, gat svo far- ið að hann kærði foringja sína með þeim afleiðingum að þeir lentu allir í hengingaról á seglará. I því ráðleysi og hiki, sem ríkti meðal foringjanna, var Bush fljótur að finna hve Hornblower virtist rólegur og ákveðinn. Það var eins og hann gæti hugsað rök- rétt og breytt skynsamlega. Bush vissi að hann hafði verið aðal- VÍKINGUR 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.