Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 47
hleðslu og rennið þeim út um skotraufarnar. Þetta var síðast, sem Bush heyrði til Hornblowers, í bili, því að hann fór upp og sagði Smith, sem leit í bili eftir spilmönnunum frá þessu og Smith, kinkaði strax kolli. „Hættið að hífa í bili,“ sagði Smith, og sveittir mennirnir slök- uðu á tökum sínum. Það varð að skýra Buckland frá þessu. Hann sá þegar að þetta var rökrétt. Þessi ógæfusami maður, sem horfði fram á mis- tök í fyrsta skipti sem hann átti að stjórna sjálfstætt, og átti skip sitt í svo geysilegri hættu, hélt heljartaki um borðstokkinn, eins og hann ætlaði að snúa hann í sundur. Þó var í öllum ósköpun- um fregn, sem hann varð að koma áleiðis þótt slæm væri. „Roberts er dauður,“ sagði hann út um annað munnvikið. „Nei.“ „Hann er dauður. Hann fór í tvennt þegar skot hitti hann í bátnum.“ „Guð minn góður.“ Það verður að segja Bush það til maklegs lofs, að hann syrgði Roberts áður en það rann upp fyrir honum, að hann var nú næstráðandi á herskipi. En nú var hvorki tími til þess að syrgja eða gleðjast, ekki meðan Renown var strönduð og lá undir skot- hríð að auki. Bush kallaði niður uppgönguna. „Þið þarna niðri. Herra Horn- blower!“ „Herra!“ „Eru byssurnar tilbúnar?" „Eftir mínútu, herra.“ Bush gaf skipanir, og sagði Hornblower að doka við, en sið- an hertu mennirnir aftur tök á spilinu. „Takið á, takið á,“ kallaði Bush, en mennirnir hefðu eins vel geta reynt að velta stein- kirkju með berum höndum og að bifa skipinu, og Bush fór og hljóp niður, setti fótinn á kaðalinn og kinkaði kolli til Hornblowers. Allar byssur voru hlaðnar og til- búnar. „Takið tundurkveikjui-nar,“ sagði Hornblower, „og standið klárir.“ Ég tel einn- tveir- þrír, og við þrjá kveikið þið allir í púðrinu í byssunum. Skilið.“ Það voru allir með á nótunum, og Hornblower fór að telja, en þegar hann nefndi — þrír — drundu allar fallbyssurnar svo jafnt, að þrátt fyrir mismunandi hleðslu og stærð, hljómaði þetta eins og ein dómsdagsdruna. Bush, með fótinn á kaðlinum, fann hvernig skipið byltist til af bak- slagi byssanna. Reykurinn gaus upp bólginn í mökkvum, en Bush mátti ekki vera að sinna því, því að nú hreyfðist kaðallinn undir fæti hans. Skipið var í raun og veru farið að hreyfast, og smell- irnir frá spilvindunni fóru að heyrast aftur og örar, og ein- hver fór að húrra og aðrir með honum. „Þögn!“ öskraði Hornblower. Klank-klink-klank, hikandi og hægt, en skipið hreyfðist. Kaðall- inn kom hægt inn eins og hel- særður sæormur. Bara að þeir gætu haldið hreyfingunni. Klank klank-klink. Það var að verða æ styttra á milli smellanna, jafnvel Bush varð að játa það. Kaðal- festin kom inn með vaxandi hraða. „Taktu við stjórn hérna, Horn- blower,“ sagði Bush og stökk upp á þilfar. Væri skipið laust var áreiðanlega í nógu að snúast fyrir næstráðanda. Hemlaspeldin á spilinu virtust næstum leika létt lag, svo hratt snerist vindan. Það var ekki að tvíla að nóg var að gera á þiljum uppi. Þar varð að taka ákvarðanir og þegar í stað. Bush sneri sér að Buckland. „Nokkrar skipanir, herra?“ Buckland leit á hann með hryggð í augum. „Við höfum misst af flóðinu,“ sagði hann. Það hlaut raunar að vera rétt um háflæði nú, og ef niðri tæki aftur, þá mundi ekki vera auð- gert að losa skipið. „Já, herra,“ sagði Bush. Ákvörðunin hlaut að lenda á Buckland. Enginn annar gat deilt ábyrgðinni. En það var ákaflega erfit fyrir mann að verða að viðurkenna að hann hefði beðið ósigur í fyrsta skipti, sem hann var hæstráðandi. Buckland horfði — eins og hann væri að leita þar að hugmynd — á rauða og gylta fána Spánar, sem blöktu yfir reknum í strandvirkjunum — og þar var enga huggun að fá. „Við komumst aðeins út með landgolunni,“ sagði Buckland. „Já, herra.“ En þar var næstum ekki eftir landgolunni að bíða, hugsaði Bush, og Buckland vissi það eins vel og hann. Rétt í þessu hitti skot frá virkinu miðskips með hörðu braki og regni af tréflísum. Þeir heyrðu kallað í brunaliðið, og þar með tók Buckland hina beizku ákvörðun. „Haldið áfram að draga inn festina," skipaði hann. Snúið skipinu svo að það stefni til hafs.“ Undanhald — ósigur, það var það, sem þessi skipun þýddi. En það varð að horfast í augu við ósigurinn, og þrátt fyrir þessa skipun var margt, sem þurfti að gera til þess að forða skipinu frá þeirri bráðri hættu, sem það var í. Bush sneri sér við til þess að skipa fyrir. Loks var Renown laus í skol- mórauðu vatninu, en til þess að hörfa, varð að snúa skipinu á þessu takmarkaða svæði og sigla því út á flóann. Til allrar ham- ingju var það tiltækt, því að með því að draga inn kaðalinn, sem til þess hafði legið slakur frá bóg og í akkeri, þá mátti snúa skip- inu fljótlega. „Losið skutfestina!“ Skipanirnar komu hratt og ákveðið, þetta var dagleg sjó- mannsvinna, jafnvel þótt verkið yrði að framkvæma meðan skot- ið var á skipið glóandi kúlum. Það voru til nægir bátar og mannskapur til þess að draga hið skaddaða skip úr bráðustu hætt- unni jafnvel þótt hin litla gola VlKINGUR 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.