Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 36
Úr leufarbók líis míns Gísli Kolbeinsson tók saman Við eig’um ekki margar sjó- ferðalýsingar og sögur frá segl'- skipatímanum. Að minnsta kosti ekki hvað snertir langsiglingar á skipum með fullan reiða. Síðast- liðinn vetur kynntist ég gömlum dönskum skipstjóra og seglskipa- manni, sem stytti sér aðgerðar- leysisdaga ellinnar með líkana- smíði af týndum og gleymdum seglskipum. Eins og fleiri sem séð hafa, varð ég hrifinn af ná- kvæmu handbragði hans, sem og hressilegu tali gamla mannsins. Hann bölvaði jafnan hátt og í hljóði þegar giktarköstin hlupu í fætur hans. Síðan sagði hann eins og afsakandi: „Það var í þá daga þegar skipin voru úr tré, en stjórnendurnir úr járni. Og maður hefði sennilega verið send- ur til nákvæmrar rannsóknar, ef maður hefði leyft sér að sitja á stól á stjórnpalli". Ég bað hann að segja mér svo- lítið frá seglskipaárum sínum. Hann reis á fætur og náði í gam- alt eintak af danska sjómanna- blaðinu Vikingen, sem hann rétti mér með þessum orðum: „Lestu þetta viðtal við mig — þar hef- urðu svona undan og ofan af því minnisstæðasta". Eg las og ég hugleiddi, að fleiri hefðu kannski gaman af að skyggnast með þessu stutta við- tali nokkra tugi ára aftur í tím- ann. Þar eð segja má að hvert einstakt líf er saga í sjálfu sér. Og ég bað hann leyfis um að fá að þýða greinina, en höfundur hennar er danskur blaðamaður að nafni S. Jonasson. í húsi sem stendur niður við sjóinn á Skansinum í Hundested býr fyrrverandi skipstjóri Öjvind Galatius ásamt konu sinni. Hann heldur stöðugum tengslum við hafið með seglskipalíkönum, sem hann sjálfur smíðar og dýrmætu útsýni yfir Kattegat með sínar þokur og sína storma og sín blíðu logn. Galatius sigldi á yngri ár- um um heimshöfin á þeim stoltu seglskipum, sem líkön hans eru af — meðal annarra skólaskip- inu Köbenhavn, hvar hann var stýrimaður í eitt og hálft ár. — Hann er nú sjötíu og fjögurra ára gamall og hefur siglt í höfn til frambúðar í þessum sjálenzka fiski- og hafnarbæ. „Gamall sjómaður getur víst varla hugsað sér að búa á heppi- legri stað en hér, sem sagt í flæð- armálinu, augliti til auglitis við hafið?“ „Nei — og hér verð ég þar til þeir bera mig út með fæturna á undan“. „Ertu fæddur við sjó?“ „Nei, þveröfugt. Ég er fæddur upp til sveita, í Nejlinge við Helsinge. Þegar mig sem dreng langaði að sjá hafið, varð ég að ganga alla leið til Rágeleje. Ég er fæddur í hinum gamla strá- þakta Nejlinge-skóla, þar sem Zabarias Nielsen skrifaði sögur sínar. Faðir minn var kennari við skólann og sá fyrsti sem inn- leiddi smíðanám við skóla hér- lendis. Síðan í bernsku hafa smíð- ar þannig verið mín tómstunda- iðja, og hér í kjallaranum hef ég nú komið mér upp verkstæði með vélum og öllu tilheyrandi. Og úti í garðinum stendur íbúðarvagn, sem ég hef sjálfur smíðað og ferðast með um Evrópu þvera og endilanga. I þessum félags- skap líður tíminn“. „Hvaðan fékkstu þá hugmynd að fara til sjós?“ „Ég las mikið af skáldsögum um sjómenn og ævintýri, og framhaldið kom af sjálfu sér“. „Þú hefur þá ekki sjómanns- blóð í æðum, eins og sagt er?“ „Nei, ég er sá eini í ættinni sem hefur gerst sjómaður. Nú, svona hér um bil — yngri frændi minn gerðist einnig sjómaður fyrir mína áeggjan. Hann er nú skipstjóri hjá Skon-útgerðinni“. „Hvar fékkstu þína fyrstu leið- sögn í sjómennsku?“ „Það var um borð í gömlu George Stage. Það mun hafa ver- ið 1912. Við sigldum mest í Eystrasalti, heimsóttum meðal annars Óskarshamn í Svíþjóð, en lengst komumst við til Leith í Englandi. Þar afskráðust nokkr- ir okkar og fóru í langsiglingar frá Liverpool. Ég fór aftur heim með Georg Stage og skráðist síð- an um borð í litla skonnortu, Neptum frá Marstal, sem sigldi á Rostock. Seinna komst ég einn- ig í langsiglingar. Ég fór beint að segja má til Hamborgar til að falast eftir skipsplássi í slíkar siglingar. Þar lá einmitt ferðabú- inn 120 tonna barkur með fullan reiða, og sem hafði hin víðu höf fyrir stefni. Og tveim dögum eft- ir að ég kom til Hamborgar skráðist ég þar um borð sem við- vaningur. Við sigldum fyrst til Cardiff, þar sem við lestuðum kol til Buenos Aires. Þegar skip- ið var fulllestað mættu allir um borð, eða réttara sagt, var fleygt um borð. — Það gekk stundum þannig fyrir sig í þá daga, að þegar seglskipin voru ferðbúin, kom flatur vagn, dreginn af tveimur hestum niður á bryggju og þar lágu sjómennirnir í einni kássu, eins og nýslátraðir geltir — flestir meðvitundarlausir af 188 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.