Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 21
FRÁ APN fræði og skipulagningu fiskveiði- flotans. Af þessum árum eyða nemendur 15 mánuðum á hafi úti, en þá eru þeir í verklegu námi á kennsluskipum skólans. Þegar þeir stunda nám á síðasta ári fá þeir leyfi til að gegna stari stýri- manns og fá samsvarandi laun. Við brottskráningu fá nem- endur réttindi sem þriðji stýri- maður á skipi, sem starfsmaður við rannsóknastofnun eða við skipabyggingaiðnaðinn. — I vél- fræðideildinni er kennt auk al- mennra faga bygging og notkun allra skipsvéla, tækja, frystivél'a og sjálfvirkt kerfi þeirra. Eftir fyrsta námsár er verk- legt nám. Þá vinna nemendur sem rennismiðir eða logsuðu- smiðir. Eftir annað námsárið vinna þeir í skipasmíðastöðvum, eftir það þriðja á kennsluskipum og það fjórða á iðnaðarskipum, en þar verða nemendur að vinna í 9 mánuði. Loftskeytadeildin útskrifar tvenns konar sérfræðinga: loft- skeytamenn og sérfræðinga í raf- eindaútbúnaði skipsins. Verkleg menntun þessara nemenda fer fram á sama hátt og hjá vél- fræðinemendum. Auðvitað situr námið í fyrir- rúmi, en miklum tíma er eytt í skipulagningu tómstundanna. — Það þarf að vekja ást til hafsins hjá þeim, sem nýjir eru og líta hafið augum í fyrsta sinn. Myndasýningar segja frá Kalin- grad, lífi sjómannanna, iðnaðin- um. Kvikmyndaverið Assol sýnir kvikmyndir, sem teknar hafa ver- ið af verklegu námi nemenda skólans. Nemendur sækja fyrir- lestra, sem nefnast „Maðurinn og hafið“, og eiga fundi við reynda sjómenn. 1 skólanum er rekinn klúbbur. Þar starfa sjálfstæðir leshringir, danshlj ómsveit og blásturshljóm- sveit o. fl. Nemendur eru íþróttaunnend- ur. Róður og köfun eru mjög vin- VlKINGUR sælar íþróttir. Allir nemendur eru skyldugir til að ganga í gegn- um íþróttanámskeið. Fyrsta sunnudag í september er haldin hefðbundin Neptúnus- arhátíð, þegar „busarnir“ eru vígðir. Þá heita nýliðarnir eldri nemendum að varðveita heiður skólans og sjómannahefðir. Á efnisskrá hátíðarinnar er íþróttakeppni, skemmtiþættir og „busarnir“ eru baðaðir og fá þeir skjal um að þeir tilheyri hinni stóru sovézku sjómannafjöl- skyldu. Rannsóknakafbátar Það voru höfrungarnir í Svarta hafinu, sem fyrstir fengu að sjá rannsóknarkafbátinn „Atl- ant-2“, en úr honum munu verða gerðar rannsóknir á fiski og trollum. Höfrungatorfan sveim- aði kringum bátinn og skoðuðu hann í krók og kring. Forvitn- asti höfrungurinn kom að kýr- auganu og horfði fast og lengi á Viktor Korotkvo. Af tilteknu dýpi kom eftirfar- andi skipun: „Setjið á mesta hraða“. Rannsóknarskipið Zund, sem Atlant-2 tilheyrði beið skip- unarinnar. Hraðinn jókst og vatnið freyddi við skutinn. Korotkov tilkynnti, að bátur- inn hlýddi stýrinu fullkomlega, hann hefði þegar reynt alla gang- hraða. f næsta skipti voru tveir um borð. — Gennadi Zdraikovskij, verkfræðingur á teiknistofu sjáv- ariðnaðarins í Kaliningrad hafði bætzt við áhöfnina. Eftir mánaðartilraunir fór til- raunaleiðangurinn til Miðjarðar- hafsins. Þar voru gerðar tilraun- ir með Atlant-2 í sambandi við veiðarfæri, gerðar rannsóknir og teknar kvikmyndir. Enn einn meðlimur bættist við áhöfnina, en það var Alexandra Kuzjmina. Hún hannaði nýja gerð af trolli. Hún hafði tekið eftir því, að hluti af trollinu dróst eftir botninum, rifnaði og fiskurinn slapp út. Hönnuð var ný gerð og tókst vel. 1 desember var Atlant-2 í norð- austur-Atlantshafi. Þegar vís- indarannsóknum lýkur þar, fer hann til Kanaríeyja. 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.