Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 33
fræðslu við Eyjafjörð. Einhverj- ir af nemendum Torfa munu, er heim kom, hafa miðlað öðrum af þekkingu sinni, er þar sérstak- lega getið Jóhanns Jónssonar í Höfn, hann mun hafa kennt all- mörgum Siglfirðingum og Fljóta- mönnum undirstöðuatriði þess- ara fræða. Vitað er um fjóra unga menn, sem héldu utan til náms í Sjó- mannafræði, þar á meðal Jón Loftsson, sá er áður er getið. Voru tveir þessara manna úr Svarfaðardal og nágrenni en einn af Sléttu. Þessir menn komu heim frá námi árið 1856. Ekki naut þessara þriggja manna lengi við, því einn þeirra drukknaði strax árið eftir að hann kom heim, en hinir fáum árum seinna, sá síð- asti 1864 eða eftir að hafa verið aðeins níu ár í starfi sínu að loknu námi. Eitthvað munu prest- ar og aðrir lærðir menn hafa leiðbeint formönnum á fyrstu ár- um þilskipanna, eftir því sem þeir gátu og höfðu bækur til, og þá kannski helzt í reikningi. Þó allir þessir menn hafi eftir beztu getu miðlað formönnum af þekkingu sinni, mun tilsögn þeirra hafa verið í smáum stíl, borið saman við kennslu Einars Ásmundssonar í Nesi. Þótt Einar væri ekki sjómaður og fengist lít- ið við útgerð, hafa fáir menn verið íslenzkri sjómannastétt þarfari en hann. — Stórt skarð myndi í hverja þá þilskipasögu, sem ekki gæti Einars Ásmunds- sonar að nokkru og þá sérstak- lega hlut hans að sjómanna- kennslunni. Einar Ásmundsson fæddist á Vöglum í Fnjóskadal 20. júní 1828. Einar var maður spakur að viti, fjölfróður og námgjarn, var hann vel að sér í stærðfræði og landafræði, enda voru það hans uppáhalds fræði- greinar. Einar var ritfær vel og liggur margt eftir hann, þótt mikið færi forgörðum, er bær hans eyddist tvívegis í eldi. Akureyri, hinn vaxandi skólabær. Eitt af kunnustu ritverkum Einars er ritgerð, er hann ritaði sennilega á árunum 1867—1869 og kom út í Kaupmannahöfn 1871 og nefnist „Um framfarir íslands“. 1 ritgerð þessari ræðir hann meðal annars um þilskipa- útgerðina. Telur hann að þilskip- in eigi mjög mikla framtíð fyrir sér. Á einum stað í ritgerðinni, þar sem hann talar um nytjar lands og sjávar, segir Einar: „Þó landsgagnið geti aukizt talsvert, þá er óhætt að fullyrða, að sjáv- araflinn getur aukizt margfalt meira“. Hann hvetur til aukinna skipa- kaupa, getur um stofnun ábyrgð- arfélagsins, þ. e. Hins eyfirzka ábyrgðarfélags, getur þess að það ætli að beita sér fyrir hvers kon- ar hagsmunamálum útgerðarinn- ar, þar á meðal að halda uppi kennslu í siglingafræði. En slík fræðslunámskeið telur Einar ekki nægileg. Leggur hann höfuðá- herzlu á að upp verði komið Einar Ásmundsson, Nesi. VlKINGUR 185

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.