Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 9
við sig'. Þetta þykir honum hin mesta fjarstæða. Það væri hlægi- legt, skipverjar mundu halda að hann væri ekki með réttu ráði. „Þú verður að fella nokkuð af seglunum!“ heyrist honum aftur sagt. Hann fór aftur niður og barði á loftvogina, en með sama árangri. Honum fannst það frá- leitt að fækka seglum í þessu veðri. Honum komu jólin í hug, þeir mundu ná heim, ef þeir gætu haldið þessari ferð. Skipshöfnin mundi blátt áfram taka hann af lífi án dóms og laga, ef hann fækkaði seglunum. f þriðja sinn gekk skipstjór- inn á vit loftvogarinnar, en hún var óbreytt. „Þú verður að fella nokkuð af seglunum!“ Þarna var röddin enn einu sinni. Sveittur af geðshræringu fór hann aftur upp á þilfar og gaf stýrimanni fyrirskipun: „Fellið þið nokkur af smáseglunum, klyver og bram- segl.“ VÍKINGUR Ólsen stýrimaður leit á skip- stjórann stórum augum. Þetta er nú fullkomlega út í bláinn, en skipun er skipun, og um hana skal ekki þráttað, svo að hann varð að láta framfylgja henni. Það varð almennt uppþot þegar hann kallaði niður í hásetaklef- ann. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði Bernhard. „Þarna sérðu!“ sagði Ivar og það hlakkaði í honum. „Skipstjórinn er svo fyrir það að fella toppseglið. Ef við getum haldið fjórum mílum, er hann á- nægður. Nú var hugsanlegt að við gætum haldið jólin heima. Við ættum að setja skipsdóm og taka af honum stjórnina.“ „Já, og gera þig að skipstjóra, þá komumst við líklega í tæka tíð, þú sem þekkir ekki mismun á austri og vestri,“ sagði Bernhard ískrandi vondur. „Reynið nú að koma ykkur að því!“ öskraði stýrimaðurinn. Þetta kom honum í vont skap. Hann spurði siálfan sig, hvort hann ætti ekki að taka að sér stjórnina, því sá gamli væri víst ekki með öllum mjalla. Poulsen skipstj óri stóð á aftur- þiljunum þegar hásetarnir fóru að taka niður seglin. Það leyndi sér ekki að þetta verk var þeim óljúft, en hann ætlaði sér ekki að ræða um það, hvorki við þá né stýrimanninn. Það hefði verið léttara fyrir hann að gera grein fyrir ákvörðun sinni, ef dökk ský væru að myndast á himnin- um, eða ef loftvogin væri fall- andi, en honum fannst, þrátt fyrir allt, að það sem hann gerði væri rétt. Þegar hásetarnir voru komnir aftur í farbúð sína, var málið að sjálfsögðu tekið til umræðu. „Það getur hver maður séð, að þetta er ekkert annað en stork- un, “ sagði Ivar. „Ég þori að veðja um, að hún fer nú niður í sex mílur, og hún fer lengra nið- ur. Bíðið þið bara við, bráðum kemur skipun um að fella stór- seglið og allt hitt kramið. Hann lætur ef til vill akkerið falla.“ Hann leit vonzkulega til Bern- hards í lok ræðu sinnar. Bern- hard sagði ekki neitt, en skenkti kaffi í bollann sinn og tróð í píp- una. Þetta kom honum á óvart. Nú voru líkurnar til að ná heim fyrir jólin dvínandi. Honum sárnaði einnig, að skipstjórinn skyldi finna upp á því, að gefa svona vitlausar fyrirskipanir. Nokkrir af hásetunum reyndu að koma skoðunum sínum á framfæri, en Ivar tók í lurginn á þeim með því að segja: „Talið þið um eitthvað sem þið hafið vit á, það fer bezt á því.“ Sigriðiir hafði nú hægt ferðina um eina mílu. Skipstjórinn var jafn eirðarlaus og áður, en hann fór sífellt fram og aftur milli herbergis síns og þilfars. Stýri- maðurinn var hálf kvíðinn og hafði stöðugt auga með honum: Var maðurinn að tapa sér, eða hvað var að? Hvernig stóð á því að hann starði sífellt út í sjón- deildarhringinn á alla vegu? Skipstjórinn nam staðar hjá 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.