Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 16
Bmta þarf sjónvarpsskilyrðin á miðunum rið landið eftir Sigurð Sigurpálsson. Nú er svo komið að sjónvarp' er í miklum fjölda fiskiskipa landsmanna, bæði gömlum og nýjum. Svo til öll nýsmíðuð fiski- skip hafa sjónvarpstæki. Þetta eru skip af öllum stærðum, jafnt smábátar sem skuttogarar. Þessi skip hafa mjög takmörkuð not af tækjum sínum. Það er helzt í höfnum, sem eitthvað sést, en skipin eru sjaldan í höfn. Á flestum svæðum úti á rúm- sjó sést lítið eða ekkert, en á öðrum svæðum eru sjónvarps- skilyrðin viðunandi. I flestum skipum eru góð sjónvarpstæki og reynt er að hafa loftnetin sem vönduðust með mögnurum og til- heyrandi útbúnaði. Kostnaður við þetta er að sjálfsögðu mjög mik- ill. Á sjónum er fátt um skemmt- anir og þegar sést í sjónvarpinu er það eins og af himnum sent, jafnvel þótt allt mori í truflun- um og myndin hverfi af og til. Mikið er rætt um sjónvarpið í talstöðvum skipanna og allir eru óánægðir að sjá ekki betur. Þeg- ar ég hef hlustað á sjómenn ræða um sjónvarpsskilyrðin úti á rúm- sjó hefur mér fundizt vanta ýms- ar upplýsingar. Því tók ég mig til fyrir jól og skrifaði útvarps- stjóra og lagði fyrir hann þær spurningar, sem oftast koma fram í umræðum sjómanna. Fara svör hans hér á eftir. „Hugsanlegt er í einstökum til- vikum að breyta núverandi end- urvarpsstöðvum til að fá meiri útgeislun yfir sjó. Til þess þarf að auka afl stöðvanna og bæta við loftnetum. Oft verður afl stöðv- anna ekki aukið nema með mikl- um kostnaði t. d. kostar nálægt 2 milljónum króna að bæta 500 w magnara við 50 w stöð, þar að auki getur fjölgun loftneta haft í för með sér þörf fyrir stærra 'og/eða sterkara mastur. Sums staðar gæti slík lausn verið hag- kvæm, t. d. á Reykjanesi, en fyr- ir Vestfjarðamið er talið álit- legra að reisa sérstaka stöð. Um það atriði hefur komið fyrir- spurn á Alþingi og var upplýst að ein slík stöð mundi kosta um 5 milljónir króna. Hugmynd um endurvarpsstöð í Grímsey hefur löngum verið vinsæl hjá leik- mönnum. Hún hefur þó ýmsa galla, þar á meðal litla hæð yfir sjó, sem takmarkar mjög lang- drægni stöðvarinnar, nema not- aður væri stór sendir. Honum fylgja vandamál að því er varð- ar rafmagn og viðhaldsþjónustu. Áætluð stöð á Húsavíkurfjalli mundi þjóna allverulegum hluta þess svæðis, sem stöð í Grímsey mundi ná til. Ekki er hægt að segja almennt til um stærð þjónustusvæðis frá endurvarpsstöð. — Endurvarps- stöðvar eru hannaðar fyrir af- mörkuð svæði með hliðsjón af hagkvæmasta fyrirkomulagi fjár- hagslega. Um afnotagjald fyrir útvarp og sjónvarp í skipum seg- ir í reglugerð: „Sérhvert skráð skip skal greiða eitt hljóðvarps- gjald, hvort heldur um borð er útvarpsviðtæki eða útbúnaður til hljóðvarpsmóttöku frá talstöðv- artæki. Af sjónvarpsviðtæki í skipi skal greitt samkvæmt al- mennri reglu. Af sjónvarpsvið- tækjum í skipum í millilanda- siglingum greiðist hálft sjón- varpsgjald. Af sjónvarpsviðtækj- um í fiskiskipum, sem um lengri tíma veiða á fjarlægum miðum, er heimilt að veita afslátt með hliðsjón af þeim aðstæðum. Sjónvarpsstöðvar voru í upp- hafi hannaðar með hliðsjón af byggðarlögum, og þar seo. sú þjónusta er ekki enn fullkoinin, Sigurður Sigurpálsson, vélstjóri. og fjárskortur hamlar frekari að- gerðum hefur lítt verið rætt um framkvæmdir til að bæta sjón- varpsskilyrðin á sjó.“ Þetta voru nú upplýsingar út- varpsstjóra og þakka ég honum fyrir. Þessari grein fylgir kort, sem sýnir móttöku fyrir sjónvarp á hafsvæðunum umhverfis landið. Hefur Landsími fslands látið gera uppdráttinn, en hann sér að öðru leyti um dreifikerfi ís- lenzka sjónvarpsins. Á kortinu stendur, að innan heilu línunnar teljist skilyrði ágæt. Utan strika- línunnar telzt styrkur ónógur. Sviðstyrkur telzt ónothæfur sé hann minni en 30 db/uv/m mið- að við 5 m viðtökuhæð. Skilyrði batna með aukinni hæð. — Og nú geta sjómenn borið kortið saman við sína eigin reynslu. Því miður veit ég ekki hvort sjónvarpsskilyrðin hafa verið VÍKINGUE 168

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.