Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Síða 4
í dagsins önn Hér er Guðmundur Jensson í bezt búna loftskeytaklefa í íslenzku skipi í Vs. Tý ásamt Jóni Steindórs- syni loftskeytamanni. Og enginn þarf að efast um umræðuefnið: Tækniframfarirnar og félagsmálin. blaði sínu úti svo að segja án allra styrkja, á sama tíma og miklu stærri launþegasam- tök hafa orðið að vera án blaðaútgáfu árum og áratugum saman. Ég hef líka kynnzt menntuðum, víðlesnum blaðamanni, sem stöðugt vinnur að hugsjónum sinnar stéttar og sinnar þjóðar. I Sjómannablaðinu er að finna núna heimildir um svo ótalmargt, sem annars hefði farið forgörðum, væri nú týnt í gleymskunnar djúpi. Það er nú einu sinni svo, að margvíslegar nýjungar, sem orðið hafa íslenzkri þjóð til blessunar, rekja rætur sínar til Sjómanna- blaðsins. Þar hafa fyrst verið rædd og reif- uð ýmis merkilegustu málin, er þjóðina varð- ar, og þar á Guðmundur Jensson ekki minni hlut að máli en aðrir foryztumenn FFSÍ. IV. Þótt ekki yrði Guðmundur Jensson for- maður á opnu skipi eins og honum hefði lík- lega farizt svo vel, varð hann samt formað- ur á fari, sem svo sannarlega hefur legið und- ir áföllum oft og lengi, en það er Félag ísl. loftskeytamanna. Hann var kosinn þar í stjórn árið 1947 og hefur verið þar síðan og formaður seinustu 25 árin. Þessi formennska hefur ekki verið nafn- ið tómt. Ég vona að ég móðgi engan þótt ég segi að oft hefur Guðmundur Jensson á þess- um árum beinlínis orðið að „vera“ Félag ísl. loftskeytamanna. Félagið er fámennt og margir voru á sjónum og þá hvílir öll vinnan á örfáum mönnum. Skömmu fyrir afmælið sat Guðmundur enn eina dymbilvöku í löngu verkfalli með samninganefnd í togaradeilunni. Þá lá við sjálft að útgerðin losaði sig við félagana, þ. e. loftskeytamennina af stóru skipunum, þrátt fyrir að öryggi sjófarenda hefði verið skert með því stórlega, en því tókst að forða, sem betur fer, að þessu sinni og vonandi verður það ekki orðað neitt meir. Guðmundur Jensson og kona hans, Guð- munda Magnúsdóttir, voru að heiman á af- mælisdaginn. Hetjan laugar nú brjóst sitt og hjarta í suðrænni sól og silfurhvítum öld- um Adríahafsins. Ef til vill er það svolít’ð táknrænt fyrir lífsstarfið, að borgin, sem hafið heitir eftir, Adría, er nú langt inni í landi, en var áður við sjó. Á löngum tíma hefur landíð stækk- að — það hefur Island líka gert í höndum þeirrar kynslóðar, sem Guðmundur Jensson tilhevrir og barist með og fyrir. Guðmundur tekur sér tvær vikur í að verða sjötugur. Svo kemur hann heim aftur hress og endurnærður og með næga krafta til þess að fjargviðrast út af þessari grein, sem aldr- ei hefði birzt ef hann hefði mátt ráða. Við samstarfsmenn hans við Sjómanna- blaðið biðjum hann heilan að lifa. Jónas Guðmundsson. VÍKINGUR 156

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.