Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 9
HAFSKIP HF Frjálsar sigling'ar, næg- ur skipasÉóll, er eitt af frumatrióuin í mótun fnll- valda ríkja. Ekki síst þeg- ar uiii er að ræða eyríki, Þl®*-. sem á yfir úthaf a<¥ sækja, nauðsynjar sínar og munað í skiptum fyrir af- urðir og viniiu. Það aó tryggja landinu siglingar er ein af frum- skyldum stjórnvalda. Islendingar hafa einkum beint kröftum sínum að eigin markaði, hafa lítið leitað fanga á alþjóð- legum markaði, enda hafa skipa- félög þeirra flest verið í nánum tengslum við fjöldahreyfingar, almenning; nokkurt fjölefli hef- ur staðið að baki skipafélaganna. Þannig varð Eimskipafélag Is- lands hf. dregið upp úr sparifé þúsunda manna, sem flestir voru fátækir, en þó svo ríkir að þeir létu ekkert minna en aleiguna, svo siglingarnar yrðu frjálsar, og bak við Skipadeild SlS stend- ur fjöldahreyfing, sem telur tug- þúsundir manna. Fátt sýnir bet- ur hin almennu viðhorf manna til frjálsra siglinga. Áðurnefnd skipafélög eru þau stærstu er siglingar stunda milli landa á Islandi. Voru þau í lok stríðsins svotil einráð um ferðir milli landa. Rætt vld Magnús Magnússon forstjóra Fyrir hálfum öðrum áratug bættist svo þriðja félagið við, Hafskip hf., en það hafði einnig VIKINGUR að bakhjarli einskonar fjölda- hreyfingu, fjöldasamtök, en það voru fyrst og fremst kaupmenn og verslunarfyrirtæki víðsvegar um landið. Félagið eignaðist fljótlega nokkurn skipastól og vann sér öruggan sess í sigling- um milli landa. Umtalsvert magn af varningi hefur verið flutt til og frá landinu á hverju ári. Að stofnun Hafskips hf. stóðu margir þekktir, dugandi athafna- menn, sem nú hafa sumir hverjir dregið sig í hlé og falið nýjum mönnum störf. Við hittum á dögunum að máli Magnús Magnússon frá Ytri- Njarðvík, forstjóra í Hafskip hf. og inntum hann eftir starfi skipafélagsins og sögu. Fórust honum orð á þessa leið: — Sögu Hafskips má rekja allt til ársins 1958, eða um 17 ár aftur í tímann. Er þá átt við stofnfund í félaginu, en mun lengra er þó síðan hugmyndir um skipafélag á þessum grundvelli voru settar fram. Til stofnfundar var boðað öll- um þeim, sem áhuga hefðu á að leggja fram fjármagn til þess að kaupa flutningaskip og reka það og annan skyldan atvinnurekstur er því er samfara. Var stofnfundurinn fjölmenn- ur og voru allir fundarmenn sammála um stofnun hlutafélags í þessu skyni. Söfnuðust 400.000 krónur á þessum fundi í hlutafé, en alls nam stofnhlutafé félagsins 1.565. 000, sem var talsvert fé á þess- um árum. I stjórn voru kosnir eftir- greindir menn: Helgi Bergsson, formaður. Gísli Gíslason, Vestmannaeyj- um. Ólafur Jónsson, Sandgerði. Axel Kristjánsson, Hafnar- firði, og Ingólfur Jónsson, Hellu. Varastjórn: Einar Guðfinnsson, Bolungar- vík, og Ársæll Sveinsson, Vestmanna- eyjum. Fyrsta skipiiY Laxá Stofnendur félagsins voru víðs vegar að af landinu. Kjarninn voru ýmsir kaupmenn og Versl- anasambandið, sem voru samtök þeirra um viss svið verslunar. Hin sögulegu rök fyrir sigl- ingum kaupmanna voru fyrir hendi. Islenska verslunin hafði á seinustu öld og í byrjun þessarar aldar, eigin skip, bæði til fisk- veiða og siglinga með afurðir og nauðsynjar landsins. Má því segja að tilgangurinn hafi verið að endurheimta siglingarnar að nokkrum hluta í hendur verslun- arinnar. Félagið eignaðist fljótlega sitt fyrsta skip, sem smíðað var í Þýskalandi og hlaut nafnið LAXÁ. Var skipið afhent félag- inu í desembermánuði árið 1959 og kom það til landsins rétt fyrir áramótin það ár. Skipstjóri á því skipi var Steinar Kristjánsson, sem enn er skipstjóri hjá félag- inu og Þórir H. Konráðsson, nú- verandi framkvæmdastjóri fé- 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.