Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Side 14
M/S LANGÁ SIGRAÐI í HAMBORG Skipshöfnin á Ms. Langá sigr- ar í alþjóðlegri íþróttakeppni. Um árabil hefur Handelsflá- dens Velfærdsrád í Danmörku beitt sér fyrir íþróttakeppnum milli skipa og eru haldin tvö ár- leg mót, norræn og alþjóðleg keppni skipa í frjálsum íþrótt- um. Keppt er eftir sérstökum keppnisreglum og ríkir þá stund- um mikill áhugi meðal farmanna um framvindu slíkra keppna. Islensk farskip hafa ekki sem skyldi tekið þátt í slíkum íþrótta- keppnum, en hafa þó sumhver verið með. Alllangt er þó síðan heyrst hefur um árangur Islendinga í slíkum íþróttakeppnum sjó- manna, þar til nú að skipshöfnin á Ms. Langá vann það afrek að verða númer 1 í keppni skipa í II. flokki, sem eru skip með 15 menn eða minna, og hlaut skips- höfnin 981,6 meðaltals punkta, sem tryggði sigurinn ekki aðeins í Hamborg, þar sem keppnin fór fram, heldur urðu þeir V-Þýzka- landsmeistarar í sínum flokki. Fengu þeir að launum tvo bikara til eignar sem prýða nú matsal skipverja. MFS hlutu tvo verðlaunabikara. Úrslitin voru kunngerð í bréfi til skipshafnarinnar dags. 19. sept. 1974. Úrslitin í þessum flokki urðu, sem hér greinir. punktar meðalt. 1. Langá, Islandi 10.797 981.55 2. Mærsk Traveller Danmörku 9,555 955.50 3. Baltique, Noregi 110.414 743.86 Sjómannablaðið Víkingur ósk- ar skipshöfn Ms. Langár til ham- ingju með þennan sigur og enn- fremur til hamingju með bikara þá tvo, er skipshöfnin hlaut að launum fyrir afrek sín. Þeir sem þátt tóku í keppninni fyrir Langá voru eftirtaldir sjó- menn: Haraldur Sigurðsson, 1. vélstj. Magni Sigurhansson, 1. stýrim. Ingólfur Matthiassen, háseti Árni F. Jónsson, háseti Sigurður Þórsson, háseti Guðmundur Halldórsson, háseti Reynir Grímsson, 3. vélstjóri Rögnv. Bergsveinsson, (skipstj.) Pétur Guðmundsson, 2. vélstj. Óskar Gíslason, 2 stýrim- Rafn Kjartansson, háseti. Elzti þátttakandinn var 46 ára, en þeir yngstu á 17. ári, en öll skipshöfnin var með. RAFDRIFIN BRYNI fyrir fiskvinnslustöðvar fiskiskip og báta Þaö er ekki ástæðulaust, að MC rafdrifnu brýnin eru óðum að leysa gamla hverfisteininn af hólmi um allt land, því að þau eru MARGFALT FLJÓTVIRKARI og AUKA ENDINGU HNlFANNA: Fyrir 110 og 220 volt. Brýning tekur aðeins 1—2 mínúfur. Stærð aðeins 25x20x15 cm. Einnig: Hausingar hnífar, flökunarhnífar, flatnings- hnífar. #### ÁRNIÓL AFSSON &CO.SÍMI 40088 OCKIO 166 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.