Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 24
allur hafði búnaður verið hinn skrautlegasti. í skipinu var mikið af matvæl- um, var þeim bjargað í land, sem og öllu lauslegu er fyrirfannst á skipsfjöl. Siglutré voru felld og reiði tekinn ofan, en skipið var þrí- siglt. Fljótlega eftir að skipið strandaði lagðist það að sjó og tók að brotna undan ágangi sjáv- ar og brims. Var talið að sumt af því er bjargað var hefði skemmst í meðförum og sumt ónýtt með öllu. Hinn 5. apríl sendi sýslumaður svo út hraðboða um alla Vestur- Skaftafellssýslu og Eyjafjalla- hreppa í Rangárvallasýslu, þar sem auglýst var uppboð á strand- stað hinn 12. aprílmánaðar, þar sem selja átti allt það er bjargað hafði verið úr St. Paul og skipið sjálft. Hinn 12. apríl var uppboðs- réttur í Skaftafellssýslu settur á Koteyjarfjöru og haldinn af hin- um venjulega uppboðshaldara, sýslumanni Guðlaugi Guðmunds- syni, með vottum Dannebrogs- manni Ingimundi Eiríkssyni, og Magnúsi Bjarnasyni. Var þar og fyrirtekið að selja hið franska spítalaskip, St. Paul, ásamt farmi þess og áhöldum. Stóð svo uppboð þetta stans- laust í tvo daga á Koteyjarfjöru, dagana 12.—14. apríl. Uppboðið byrjaði kl. 8 að morgni síðari daginn. Margmenni var á strand- stað, menn úr öllum hreppum Vestur-Skaftafellssýslu og auk þess nokkrir undan Eyjafjöllum. Boðin, sem upp voru boðin, urðu 774 og hljóp upphæð þeirra allra á kr. 4546,75 aura. Skip- stjóri, Theopils Lactorit, var staddur á uppboðinu sem um- boðsmaður skips og vátryggj- enda. Það sem selt var, var allskyns varningur, auk braks og muna úr skipinu. Möstur voru seld á 25 kr. og segl frá kr. 15,50—80,00, hveiti- tunnumar voru seldar á kr. 30,00 stykkið, mikið var selt af niður- soðnum matvælum og fór boðið á kr. 1,50. Þá var og mikið selt af fleski og svínafeiti og fór kvartelið af fleskinu á kr. 6,00. Smjörskútar voru seldir á kr. 15,00 og voru stórbændur eins og Þorvaldur á Eyri kaupandi að einum slíkum. Þá var mikið selt af köðlum og seldust þeir frá kr. 18,00—21,00. Víkurbændur voru kaupendur að þeim og fleiri. Þá var mikið selt af kartöflum og fór boðið af þeim á kr. 7—9,00, sængur og koddar voru seldir á kr. 6—7,00 boðið og járnrúm fóru á kr. 4,00. Orgel var selt á kr. 75,00 og keypti stúkan Alda- mót no. 60 það. Dýrasta boðið á uppboðinu var skipsskrokkurinn, keypti Halldór í Vík hann á kr. 150,00. „St. Paul“ var svo rifinn eftir því sem hægt var og unnu menn við að rífa flakið í böndum. Allur var botn skipsins klædd- ur með eirplötum og eirboltar til halds í skipssúð, var það feyki- mikið af trjávið sem úr strand- inu kom og dreyfðist hann víða um sýsluna. Skipið var byggt úr eik og furu og svo til nýtt þá er það strandaði. Fjallbönd áttu Mýrdælingar lengi úr þessu mikla strandi og höfðu þeir sterka trú á þeim af því að þau voru úr St. Paul. Lengi áttu menn ýmsa muni úr þessu strandi í Skaftafellssýslu, og til eru enn smíðisgripir, sem unnir voru úr efni úr St. Paul-strand- inu. Það var að vísu allhá upphæð, sem Skaftfellingar greiddu fyrir St. Paul-strandið, rösklega hálft fimmta þúsund krónur, en þeir fengu líka mikið í staðinn og bjuggu lengi að ýmsu, sem þá rak á land. 176 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.