Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Side 41
Fjölvmnsluverið í Sakhalín Fjölvinnsluver kallar Boris Kovalenko, forstjóri Fiskvinnslu- stöövar Suöur-Sakhalín, fyrirtæki sitt. Vissulega er það fjölhæft: Hér er fiskur veiddur og unninn, hér eru framleiddar hinar margvís- legustu matvörur, fullunnar og hálfunnar, héöan er stunduö loö- selaveiöi og fiskirækt i vötnum. „Eiginlega er þetta heil fisk- iðnaðarsamstæða“, segir Boris Kovalenko, „hin eina sinnar teg- undar á öllu Kyrrahafssvæði Sov- étríkjanna. Upphaflega var ætl- unin að við verkuðum aðeins fisk fyrir íbúa Sakhalínhéraðs. Til- raunir til að auka fjölbreytni vör- unnar komu okkur á þá skoðun, að nauðsynlegt væri að hafa okk- ar eigin veiðiflokk, er stundaði veiðar árið um kring. Fastir fiskimenn eru ekki ýkja margir við fyrirtækið, eða 25 manns af 560 manna starfsliði. Ársafli þeirra er áætlaður 650 lestir. Veiðisveitimar veiða hnúð- lax, ljósdoppung (Salmo leucoma- enis),rauðku (Leuciscus brandti), tæmen (Hucho taimen), navögu (þorskfiskur, Eleginis gracilis), silfurloðnu (Osmerus eperlanus), og krabba í flóum, ám og vötnum á suðurhluta eyjarinnar. Þeir nota lagnet, reknet og allra handa gildrur. Um mesta annatímann, í júlí og ágúst, ræður fyrirtækið svo 20 veiðimenn til viðbótar. Auk þeirra 650 lesta, sem fyrir- tækið sjálft veiðir tekur það 2800 tonn til vinnslu frá samlagsbúum á austur- og vesturströnd eyjar- innar. í sjávarþorpi nokkru er deild þar sem fiskur er saltaður og maríneraður. Hér var nýlega reist ný nýtízku hrognastöð, sem í ár verður búin fruinlegum vinnslufæriböndum. Fyrsta sjálf- virka vinnslulínan af þessu tagi til verkunar laxhrogna hefur nú verið í notkun á annað ár í þorp- inu Okhotsk. Tveir stjórnendur afkasta nú meiru á einni vakt en sex menn gerðu áður. Sjálfvirku tækin salta hrognin og búa um þau, og gæðin eru ágæt. Aðal- atriðið er þó, að miklu erfiði hef- ur verið létt af fólki. Aðalhluti fyrirtækisins er í höfuðborg eyjarinnar, Suður- Sakhalínsk. Þar er reykhúsið og matardeildin. 1 reykhúsinu eru 4 sigklefar, 10 ofnar fyrir kald- reykingu og einn fyrir heitreyk- ingu. Reykframleiðslan er sam- eiginleg fyrir alla ofnana. Agnir, sem geta reynzt krabbavaldar, eru síaðar úr reyknum, öllum neistum eytt og sóti, og síðan er reyknum blásið í klefana. I hverj- um klefa eru 8 hólf eða búr, sem hreyfast í hring eftir spori. Flutn- ingur til og frá fer fram á raf- knúnum vögnum. Ársframleiðslan er um 2000 lestir af reyktum fiski: síld, þorski, hnúðlaxi, nototeníu (Not- othenía ciriiceps) og japönskum maki’íl (Pneumatiphorus japon- icus). í matardeildinni eru framleidd- ir 63 réttir, þ. á. m. hefðbundnir rússneskir fiskréttir, svo sem fylltur tæmen og rauðka, fiskur í hlaupi, salöt, deigbollur með fiskfyllingu og margt fleira. Auk þess framleiðir fyrirtækið sér- rétti, sem hafa hlotið mikið lof á „smakksýningum", sem öðru hvoru er efnt til á beztu veitinga- húsum borgarinnar. Af öðrum nýjungum má nefna skelfisksalatið „Undur“, fisk- kæfu, réttinn „Austur“ úr hval- kjöti, langstyrtlu (Theragra chal- cogramma) og svínafeiti, síldar- feiti, salat úr smokkfiskafálmur- um og íspinnar með kröbbum. Niðursuða í „f jölvinnsluverinu“. Seley, eitt af þremur loðselalátrum, sem vitað er um í heiminum. VÍKINGUR 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.