Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Qupperneq 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Qupperneq 48
Nýr.vn^l SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aldrei Veljið það.- Notið VINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavík Slmar: 12063 og 14085. þessir bátar veiða er „príma príma“ vara. Ef ekki fæst skiln- ingur og bót á þessum málum, liggur við borð að menn hér verði að hrökklast héðan burtu frá eignum sínum og lífsstarfi — margir hverjir aldraðir menn, sem ekki teljast lengur hlutgeng- ir á hin ríkisreknu skip, en gætu með áðumefndum aðgerðum og verndun dregið drjúgan afla að landi af besta fiskinum. Ég vil taka það fram að fleiri handfærabátar leita fiskjar hér suður með landi en bátar úr Höfnum. Bátar úr Keflavík og Sandgerði eru oft á þessum slóð- um í suðaustan- og austanátt, þegar ekki er fært eða ónæði á dýpri miðum. Þá vil ég að síðustu minnast á höfuðskömm og sárlega sóun á verðmætum. Eins og kunnugt er, eru ákvæði eða reglugerð um, að allan fisk skuli slægja úti á sjó frá og með 20. maí. Hér á borð- inu fyrir framan mig liggur reglugerð frá 20. mars 1970. Þar segir í 49. grein 4. málsgrein orð- rétt: „Þilfarslausir bátar, sem ekki eru lengur í sjóferð en 12 klukkustundir mega landa afla sínum óslægðum á tímabilinu frá 21. maí til 30. september, enda sé aflinn ísaður.“ Fyrir 1—2 árum átti ég tal við þann ágæta mann Bergstein Á. Bergsteinsson fisk- matsstjóra og ræddi við hann einmitt um nefnda grein. Hans skoðun var sú, að fiskur í opnum bátum yrði verri og ljótari, ef hann væri slægður í bátunum, vegna vöntunar á rennandi sjó til uppþvottar, sem hægt er að hafa á öllum þilfarsbátum. Hann taldi mikilsvert að ísa fiskinn lít- illega — en ef ís væri ekki fyrir hendi væri nauðsynlegt að hella sjó yfir fiskinn í „rúmunum", og gera það iðulega, til að halda fiskinum sem næst því stigi sem hann kom úr sjó. I 50. grein reglugerðarinnar segir orðrétt: „Fisk, sem leyfi- legt er að koma með að landi óslægðan, skal slægja um leið og hann kemur í aðgerðarhús. Sé slægingu ekki viðkomið má geyma fiskinn allt að 24 klst. óslægðan, sé hann tafarlaust kældur í ís eða sjókælingu þegar hann kemur að landi.“ Nú er það alkunna, að fiskur er slægður á þessu tímabili hring- inn í kringum land, og þessi vel- ferðarþjóð — með alla útgerð á hausnum — að sagt er, hefur ráð á að dreifa öllu slógi og lifur á bæði borð í hreinasta kæruleysi fyrir verðmætum þeim sem þama er spillt. (Mér er sagt að fyrir líterinn af lifrinni séu greiddar kr. 17,00 og fer þetta þá að skipta milljónum eins og fleira). Hið sjálfsagða er, að menn séu knúnir til að hirða og nýta þessi verðmæti og þungar sektir lægju við ef út af væri brugðið. í öðru lagi; Fyrirtækjum þeim, sem fiskinn kaupa af bátum upp úr sjó, sé gert að skyldu að sjá bát- unum fyrir ís, svo trygging fáist fyrir því að fiskurinn verði fyrsta flokks og meira að segja taki ekki við fiski, nema hann hafi verið ísaður. Sannanlega fá fiskkaupendur kostnað sinn endurgreiddan þótt þeir þurfi að borga nokkra tíma í eftirvinnu, þar sem lifur og slóg er seljanlegt og fiskurinn er keyptur inn á mun lægra verði en slægður fiskur, — að viðbættu hærra verði fyrir mestallan fisk- inn í númer 1. Blessuðu lýðræðinu fylgir sá bölvaði eiginleiki að allir vilja ráða og stjórna hlutunum á sinn hátt og eftir eigin höfði, en við hljótum að sjá að við þurfum sterka og stjórnsama menn til að afmá ýmislegt ófremdarástand í fiskveiðimálum — menn, sem koma fram lögum og fylgja svo þeim lögum út í ystu æsar en sóli sig ekki eingöngu í ljóma titla og sæmilega borgaðra nafnbóta. í apríl 1975, Hinrik ívarsson, Merkinesi. 200 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.