Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 57
BJÖRGVINARFERÐ 1865 Alþjóðleg fiski- og veiðarfæra- sýning var haldin í Björgvin í Noregi í ágúst og sept. 1865. Slíkar sýningar voru að sjálf- sögðu ekki algengar í þá daga, en hitt mun þó hafa verið algjör ný- lunda, að skipulögð væri þátttaka Islendinga héðan á slíka sýningu með styrk af almannafé. Það skeði þó á þeim fjárkláðatímum. Héðan voru sendir fimm menn til að horfa á, skoða og læra og jafn vel að kaupa tæki, en svo skyldu þeir fræða aðra, þegar heim kæmi. Þátttakan er enn merkilegri fyrir þá sök, að þetta almanna- fé var ekki úr ríkissjóði, heldur fengið með samskotum. 1 Þjóðólfi birtist 7. ágúst 1865 tilkynning varðandi sýninguna, og segir þar meðal annars: „Með því að styrkur sá brást, er stjórn endur Húss- og Bústjórnarfélags ins fóru á leit að fá veittan úr ríkissjóði handa þeim, sem kynni að fara héðan til sýningsins, varð hinn nýi stiftamtmaður vor, herra Hilmar Finsen, hvatamað- ur þess í gærmorgun, að 6 menn gengi í forgaungunefnd með hon- um til þess að gangast fyrir og rita áskorun til Reykjavíkurbúa um að skjóta saman fé nokkru þeim til styrktar, er færi. Bæjar- menn og nokkrir aðrir, sem hér voru staddir, tóku þessu svo vel og mannúðlega, að í morgun voru samskot þessi orðin 565 rd. Af þeim gáfu kaupmennirnir Carl Fr. Siemsen og Henderson og Anderson 200 rd. hvor. En Húss- og Bústjórnarfélag Suðuramts- íns veitti 100 rd. Jafnframt og ég auglýsti þetta eftir fyrirmælum nefndarinnar, er og í hennar nafni hér með skorað á þá sjávarbændur hér nærlendis, er hafa tjáð sig eigi ófúsa til fararinnar, að vera við- búnir til að fara með þessari gufuskipsferð, er nú stendur yf- ir, og að snúa sér annað hvort til herra bæjarfógetans eða mín undirritaðs um fararstyrkinn o. fl“. Þetta er svo undirritað af Jóni Guðmundssyni, skrifara for stöðunefndarinnar, en hann var sá hinn sami Jón og var ritstjóri Þjóðólfs. Eðlilegt væri, að mönnum léki forvitni á að vita, hver hafi hleypt í menn þessum óvenju- lega áhuga á að sækja slíka sýn- ingu hópum saman og gert mönn um ljóst, að helzt bæri sjávar- bændum sjálfum að fara, ef von ætti að verða um góðan árangur. Það vill svo til, að í þessu tilfelli er engum blöðum um það að fletta, hver hér átti hlut að máli. Það var Oddur V. Gíslason, guð- fræðingur. 5. júl, það er mánuði áður en samskotin hefjast, að fenginni neitun frá stjórninni, er haldinn fundur í Suðuramtsins Húss- og Bústjómarfélagi. Segir í frásögn af þeim fundi, að helzta umræðu- efnið hafi verið; á hvern hátt fé- lagið gæti stutt og stuðlað að þátttöku manna úr Sunnlendinga fjórðungi í ,,fiskimannafundi“, sem halda ætti í Noregi. Hafi Oddur Gíslason, kandidat, ritað' félagsstjórninni bréf með tillög- um þar að lútandi. Hafi þær ver- ið ræddar á fundinum og sú á- kvörðun verið tekin, að félags- stjórn ritaði bréf til sjávar- bænda í nokkrum helztu veiði- stöðum Árnes- og Gullbringu- sýslu, og skoraði á menn að gefa máli þessu góðan gaum. Skyldu þeir eiga fundi með sér og koma sér niður á einhver þau atriði varðandi fiskveðar, sem þeir vildu fræðast um, og þeir sem færu því þeim mun betur út- búnir bæði til læra af sýning- unni og síðan að fræða aðra. Enginn vafi er á því, að hér er Oddur að leggja á ráðin. Rétt er að kynna Odd þennan að nokkru, þótt það verði mjög lítillega gert í fáum orðum, svo sérstæður og merkur maður, sem hann var. Hann var 29 ára gamall, þegar þetta gerðist, og hafði lokið gu’ð- fræðiprófi 5 árum áður. Hann sneri sér þó ekki strax að því að ná sér í brauð. Hann var sjómað- ur mikill og hafði mikinn áhuga á framförum í sjávarútvegi. Fór hann til Englands og nam þar lýsisbræðslu. Vildi hann svo kenna landsmönnum, en fékk auðvitað háð fyrir. Aftur á móti fékk hann heiðurspening fyrir meðalalýsissýningu í Bologna á Italíu 1866, — þ. e. árið eftir að þetta skeði, sem hér er sagt frá. í stað þess að vera prestur og auk þess að bræða lýsi, rannsak- aði hann jarðlög og málma á sumrum, en kenndi ensku á vetr- um. Eigi að síður var hann engu minni trúmaður en þeir, sem gegndu prestsskap nema síður væri. Ótaldir verða þeir sjómenn, VÍKINGUK 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.