Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Page 58
sem farið hafa með „Sjómanna- bæn“, sem séra Oddur samdi og gaf út oftar en einu sinni. Og það átti bæði fyrir honum að liggja að verða þjónandi prestur íslenzkra safnaða vestan hafs og farandprestur á eigin býti. Séra Oddur fór til Ameríku 1894 ásamt konu sinni, önnu, sem hann rændi úr föðurhúsum aldarfjórðungi áður, en hún var dóttir Vilhjálms ríka Hákon- iarsonar, dannebrogsmanns, í Kirkjuvogi í Höfnum. Þótti hon- um dóttir sín of fín handa þess- um lýsispresti. Er þetta hið fræg asta brúðarrán. Þá er þess að geta, að Oddur nam læknisfræði á gamals aldri vestra og fékk skírteini sem með- limur læknafélags Bandaríkj- anna 1910, en hann dó skömmu síðar, 10. janúar 1911. Séra Oddur ritaði margt og gaf út um dagana. Hér skal minnst á: „Líf og lífsvon sjó- manna“, 1—2 1889, „Fiskiveiða- mál“, 1887—’90 og „Leiðir og lendingar í fiskiverum Islands“, 1—2 1890. En síðast en ekki sízt skal þess minnst ,að hann gaf út sjómanna blað, sem hét „Sæbjörg. Bjarg- ráðablað fyrir sjómenn". Það kom að vísu út aðeins eitt ár, 1892, en reglulega á mánaðar- fresti frá janúar til desember. Var það hið myndarlegasta rit, 16 síður með heilsíðumynd á for- síðu. Skal þá aftur vikið að undir- búningi að Björgvinjarförinni. Augljóst er, að mjög hefur þurft að hafa hraðan á, því að sam- skotin hófust 6. ágúst, en gufu- skipið átti að fara hinn 10. s. m. Eins og áður er getið söfnuðust 565 rd. fyrsta daginn. Daginn eftir bætti P. C. Knudtzon 200 rd. við. Og þá gerðist það, sem ekki var minnst um vert. Skip- stjóri póstskipsins tilkynnti, að útgerðarfélagið legði til 200 rd. til fararinnar og byði auk þess ókeypis far fram og aftur, svo fremi, að Reykjavíkurbúar og Is- lendingar sjálfir vildu leggja fram einhvern styrk, sem nokkru Fiskkassar og fiskbakkar af ýmsum stærðum. Linustampar B. SIGURÐSSON SF. Höfðatúni 2 - Sími 22716. 210 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.