Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 4
Frá höfninni í Reykjavík — Þarna landaði Frans oft miklum afla.
mig á bryggjunum og ég gaf syni
mínum bátinn. Samt er ekki öll
von úti enn, því sonur minn, þessi
sem fékk bátinn minn, er nú búinn
að selja og er að láta smíða sér
annan nýjan suður í Kópavogi og
hann er búinn að lofa mér að fara
með mig út á Svið þegar hann
byrjar að róa í vor. Það verður þó
ekki bara skemmtiferð, ég þarf að
setja hann inn í ýmsa merkilega
hluti, fiskimiðin í Bugtinni, Ham-
arinn meiri og Hamarinn minni og
allt það og norður í Forir.
Þetta verða menn allt að vita, ef
þeir ætla að slíta upp einhvern fisk
í henni Faxabugt. Hún er gjöful,
en aðeins þeim er hafa tíma til þess
að setja sig inn í hlutina, aðrir fá
minna en ekkert. Ég ætti nú að
þekkja það.
II.
I raun og veru er orðið skelfing
langt síðan. Ég er fæddur 13. ágúst
árið 1897 á Lindargötu 9, sem
kölluð var, en þar bjuggu foreldrar
mínir Ari Antonsson, sem lengi var
verkstjóri hjá Kol og Salt og kona
hans Guðríður Magnea Berg-
mann. Þau áttu þrjú börn, en tóku
sér til viðbótar sex fósturbörn, svo
þetta var stórt heimili. Móðir mín
hafði búskap í Laugardal og þar
býr nú síðasti bóndinn í dalnum,
sonur hennar, Gunnar Júlíusson.
— Ég ólst upp við höfnina og
byrjaði snemma að fást við báta og
hélt við það, þrátt fyrir ýms við-
vörunarorð á stundum, en svo of-
bauð föður mínum að hann lét
smíða handa mér bát þegar ég var
10 ára gamall, og þótti nú dálítið
flott á því þá, og siðan hefi ég alltaf
átt báta, þar til konan taldi mig á
að farga þeim síðasta, áður en
hann fargaði mér.
— Fórstu í skóla?
— Skóla? Nei, ég fór ekki í skóla,
til þess hafði ég ekki tíma, nema
eitthvað var ég i barnaskóla, sem
var skylda, ég var á sjó. Hélt áfram
að róa með stráka og við sóttum i
þyrsklinginn úti á sundum og
veiddum oft vel. Þar lærði maður
að sigla og fór mikinn og þarna var
ég þangað til að ég fór á skútu,
hana rasslausu Gunnu suður í
Hafnarfirði, en þá vár ég tólf ára
gamall.
Rasslausa Gunna hét þetta af
því að hún var rasslaus og Ágúst
Flygenring átti hana. Hann vildi
aðeins vaska menn á skútuna.
Mamma var alin upp á Býa-
skerjum suður í Sandgerði. Þar
voru fjórir bræður, sem voru eftir-
sóttir skútumenn sökum dugnaðar
og harðfylgis, en skútuútgerðin
stóð og féll auðvitað með góðum
mönnum einsog allt fiskirí gerir.
Þeir voru miklir fiskimenn og því
eftirsóttir til handfæraveiða. Ágúst
fékk þrjá þeirra á Gunnu, en þeir
settu það skilyrði að ég fengi að
fara með, en ég vildi ólmur komast
á skútu.
Þetta var sumarvertíð og við
fiskuðum vestur af landinu og útaf
Vestfjörðum, einsog þá var siður.
Annar strákur var með á skút-
unni, sem síðar átti eftir að koma
við sögu, Sigurjón Einarsson, skip-
stjóri, sem stýrði mörgum togurum
en varð síðan forstjóri Hrafnistu.
Hann var þarna með pabba
sínum, sem var þarna stýrimaður,
en hann hét Einar Ólafsson.
Menn höfðu gjarnan þann sið
að taka stráka með sér þegar þeir
fóru á skútum og það var hollur
skóli. Strákar eru fljótir að tileinka
sér sjómanna siði, góða og vonda
og það kemur þeim að miklu haldi
síðar. Það var verið á Selvogs-
banka og svo var farið vesturfyrir
eftir því hvernig fiskaðist og sum-
arið leið og það fór að hausta. Við
fengum að kynnast hafinu í öllum
sínum myndum og einu sinni
hrepptum við fárviðri og misstum
út mann.
Þeir voru að gera klárt sem kall-
að var og þá fékk skipið á sig sjó og
hreif með sér tvo menn. Þeir
skröngluðust aftur með og tókst
ekki að ná í þá, en öðrum skolaði
síðan inn á þilfarið aftur og honum
tókst þeim að bjarga.
Það var Hafliði bróðir séra
Bjarna, dómkirkjuprests.
— Þetta var ægileg iífsreynsla
fyrir okkur alla, ekki síst óharðn-
aða stráka. Návist dauðans i skipi,
332
VÍKINGUR