Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 11
Kjartan Jónasson: Spyrjið son sjómannsins i Nú þegar ég af alvöru er sestur niður, og héf ásett mér að festa á pappírinn, þó ekki sé nema brot af því sem ég svo oft og lengi ætlaði um sjómenn að skrifa, er einkum þrennt í þjóðlífi okkar Islendinga sem hugann tekur: Þar er land- helgisdeilan enn á oddinum, víð- tæk verkföll eru nýafstaðin og flotinn aftur á miðum, og nýlega vitjaði okkar illur og alltof tíður gestur, sem er mannskaði á sjó. Við eigum í þetta sinn að baki átta manna að sjá, sem víst gætu verið frændur okkar allra. En þótt svo sé ekki erum við öll harmi slegin, og sendum aðstandendum þessara fé- laga okkar á hafinu vorar innileg- ustu samúðarkveðjur. Það verður vart á starf sjó- mannsins minnst svo ekki hvarfli að mönnum, að ófáir eru þeir sjó- menn íslenskir sem hvíla í votri gröf. Við vitum líka af frásögum og innri vissu, að allur sá fjöldi tók örlögum sínum af æðruleysi og karlmennsku. Því er okkur tamt, að tala um hetjur hafsins og við- hafa hetjutitilinn helst ekki um aðra. Það sannaðist líka í heims- styrjöldinni seinni, að enda þótt íslendinga fýsti lítt að vopnbúast skorti íslenska sjómenn síst kjark, er þeir í trássi við stórsjói og kaf- bátahernað Þjóðverja sigldu nær VÍKINGUR dag hvern smápungum sínum drekkhlöðnum af fiski yfir til Eng- lands. Seint verður ofmetið gildi þeirra matvælaflutninga, enda skortur á öllu hjá stríðshrjáðri þjóð. En lítilli þjóð var ekki síður blóðtakan sár, er hverjum fiski- bátnum á fætur öðrum var sökkt Hér birtist hin þriðja þeirra greina, sem hlutu viður- kenningu Sjómannadags- ráðs. Höfundur er 21 árs og lýkur stúdentsprófi að vori. Eftir áramótin verða svo birtar fleiri greinar, sem viðurkenningu hlutu. Ritstj. og áhafnir þeirra skotnar niður af miskunnarlausri grimmd, vopn- lausir menn á sjóklæðum. Á hinn bóginn fóru íslendingar ekki í manngreiningarálit þegar þeir stofnuðu lífi sínu oftlega í hættu til þess að bjarga hvort sem var þýskum eða enskum sjómönn- um úr sjávarháska. Sannarlega voru þeir fjölmargir sem nutu manngildishugsjóna Islendinga á þeim árum. Og svo er vonandi enn. En til hvers erum við að rifja þetta upp? Jú, það er stundum hollt að muna, og þó ekki nóg. Það sem máli skiptir er hitt, að ná- kvæmlega eins mundu íslenskir sjómenn í dag bregðast við svip- uðum vanda. Góðir sjómenn hafa löngum verið stolt þessa lands, og einmitt þeir eru burðarás íslensks efnahagskerfis. Það eru líka sjó- mennirnir okkar sem á varðskip- unum berjast af þrautseigju við ofurefli bresks herskipa- og tog- araflota, og farnast betur en nokk- ur gat til ætlast. Og nú hafa sjó- menn haft forgöngu um, að mót- mæla því varnarliði til verndar Is- lendingum, sem andmæla og að- gerðarlaust horfir uppá árásarað- gerðir erlendra hernaðaraðila á ís- lensk lögsöguskip, jafnvel innan fjögurra mílna landhelgi. Við ætlum þó ekki að rökræða um hernað né herinn á þessum stað. Sjómaðurinn, starf hans og gildi þess verður viðfangsefni okk- ar hér, og þess síðan freistað að leita leiða til eflingar sjómanna- stéttinni. Við fáum því nóg að gera. II Hvað eru menn annars að vilja á sjóinn? — Hvernig er hægt að eyða 339

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.