Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 12
hálfri ævinni á sjónum, spyr land- krabbinn og hristir höfuðið. Margur sjómaðurinn spyr hins sama, en á kannski eins til að spyrja: Er hægt að eira alla ævi á þurru? Að líkindum verður honum álíka svarafátt í báðum tilfellum. Hann skortir svör við heimspeki- legum vangaveltum, en reynslan hefur kennt honum, telur hann, að landkrabbinn fer í land eftir fyrsta róður, sjómaður hinsvegar aldrei ótilneyddur. Fiskimenn, farmenn og varð- skipsmenn, þeir eru allir sjómenn þó störf þeirra séu í mörgu ólík. Sameiginlegt er þeim þó, að þau eru unnin á hafi úti, um borð í skipum. Og aðeins þetta tvennt tengir órjúfandi böndum. Þessir menn hafast við í öðrum heimi en þeim sem við hin byggjum dag frá degi. Þar er ekki skroppið í bíó á kvöldin né ball né setið yfir glasi og sjónka ásamt konunni, ekki farið á rúntinn eða hlaupið á milli húsa. Allt þetta þarf að gerast kannski á fjórum sólarhringum í landi á mánuði hverjum. Og svo ótal margt fleira sem aldrei verður yfir komist. Það er þessvegna engin goðgá að fullyrða, að sjómaðurinn er oft sem gestur í þeim heimi sem við fæst sjáum útfyrir. Starf sjómannsins er þvi ekkert bílífi í blími, og þó ekki stöðugt helvíti. Þráttfyrir ýmsa augljósa vankosti eru björtu hliðarnar oft atkvæðameiri. Það er skrítið frelsi sem felst í því að vera einangraður á hafi úti, en þó frelsi í þeim skiln- ingi, að óvíða annarsstaðar komast menn í nánari snertingu við nátt- úruna og frumkrafta hennar, eða það sem Þórbergur kallaði, að finna sig eitt með alheiminum. En ætti rétt og slétt skrifstofu- blók að gera grein fyrir starfi sjó- mannsins eftir einn túr á togara kæmi eftirfarandi lýsing ekki á ó- vart: Starfið er óþrifa- og kuldalegt í tilbreytingarlausu umhverfi. Vinnan mikil og reynir bæði á Þú skalt sjómannskufli klæðast v q [R óezt INGÓLFS APÖTEK Selur lyfjaskrín, fyrir farþegaskip, vinnustaði, ferðabfla og heimili. Ingólfs Apótek Aðalstræti: (Fischersundi). Símar: 1133? og 24418. 340 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.