Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 17
Filmstjörnurnar í Hollywood hafa nýlega tekið upp þann sið að gifta sig snemma á morgnana. Ástæðan kvað vera sú, að ef hjónabandið er misheppnað, þá er þó ekki allur dagurinn eyðilagður. — Það er skrítið með hundinn þinn, sagði vinkonan, sem var í heimsókn. — Þegar maður hittir hann úti, er hann kátur og skemmtilegur, en heima gengur hann um og urrar allan tímann. — Ójá, sagði frúin. — Þetta hefur hann lært af manninum mínum. ★ — Segið mér, hr. sjómaður. Hvar er stjórnborðinn á skipinu? — Hann er hjá bátsmanninum, þeir sendu hann þangað til að skrap'ann og mál’ann. Á gistihúsi, sem stóð á sjávar- strönd, vildi það til, að einn ges- turinn datt í sjóinn. Hann kallaði á þjón til þess að bjarga sér. — Augnablik, sagði þjónninn. — Það er félagi minn, sem þjónar við yðar borð. ★ Spurningaþáttur: Eg fékk 3 armbandsúr í ferm- ingargjöf. Hvað á ég að gera? Svar: Láttu tímann skera úr því. * / góðri trú. — Hvernig gat yður dottið í hug að stela reiðhjólinu í sjálfum kirkjugarðinum? — Mér datt ekki annað í hug en eigandinn væri dauður. ★ — Þegar þú hefur á tilfinning- unni, að annaðhvort springir þú, eða verðir að segja eitthvað — þá er áríðandi að segja ekki neitt. ★ — Tengdasonur minn kann hvorki að spila bridge né drekka. — Mér finnst það einmitt fyrir- myndar tengdasonur, sagði kunn- inginn. — Nei, sagði tengdafaðirinn. — Hann gerir nefnilega hvorttveggja. ★ VÍKINGUR / 345

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.