Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 19
Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur: Veiðitilraunir á koimunna á b/v Runólfí sumarið 1976 Inngangur Síðan árið 1970 hefur árleg könnun á magni og útbreiðslu kolmunna í Austurdjúpi og Suð- austurdjúpi í maí og júni verið gerð á vegum Hafrannsóknastofn- unarinnar, jafnframt því, sem veiðitilraunir hafa verið gerðar. Helstu niðurstöður þessara rann- sókna eru, eins og fram hefur komið, að enda þótt kolmunni finnist í ríkum mæli á þessu svæði, einkum er kemur fram í júnímán- uð, er hann yfirleitt of dreifður til þess að hann verði tekinn að gagni í nót eða flotvörpu. Einnig hafa tvö nótaskip gert tilraunir til að veiða kolmunna á þessum tíma. Eldborg GK 13 gerði tilraunir til nótaveiða á kolmunna í maí—júní árið 1972 og fékk 6—700 tonn þann mánuð sem tilraunin stóð yfir (Ægir, 3. tbl. 1973). Einnig gerðu Börkur NK og Eldborg til- raun til að veiða kolmunna í loðnuvörpu seinni hluta maímán- aðar árið 1973, vestan Færeyja. I fyrstu fengu skipin góð tog, en þar sem fiskurinn var um það bil að ganga af landgrunninu við Fær- eyjar norður í höf, þar sem hann dreifðist, hættu skipin fljótt veið- um. I byrjun maí árið 1975 fylgdi r.s. Árni Friðriksson kolmunnanum er hann gekk norður um af hrygn- VÍKINGUR ingarsvæðunum vestan Bretlands- eyja að Færeyjum. Gekk hann yfirleitt dreifður þann tíma sem skipið var við rannsóknirnar. En nokkrum dögum eftir að Árni Friðriksson yfirgaf svæðið, fengu færeysk skip góðan afla um 40 sjóm. suðvestur af Færeyjunum. Vitað var að kolmunninn geng- ur upp á grunnin við austur- ströndina 20—50 sjóm. frá landi er lengra líður á sumarið en ekki hafði verið unnt að fylgjast með honum þar vegna anna hafrann- sóknaskipanna á þessum tíma. Þó hafði r.s. Árni Friðriksson kannað kolmunnalóðningar á grunnslóð við austurströndina sumarið 1975 20—40 sjóm. frá landi og fengið þar góð tog í loðnuvörpu upp úr 20. júlí. Síðastliðinn vetur var ákveðið að veita talsverðu fé til könnunar og veiðitilrauna á fisk-, skeldýra- og krabbadýrategundum hér við land, sem vannýttar væru, með því markmiði að hefja nýjar arðbærar veiðar og dreifa sókninni í fiski- stofnana meira en nú er og þannig draga úr sókninni í einstakar teg- undir, sem í mestri hættu eru taldar. Kolmunninn var álitinn vera ein þeirra fiskitegunda, sem til greina gætu komið í þessu sam- bandi. Skuttogarinn Runólfur SH 135 var því leigður af Hafrann- sóknastofnuninni og var hann við tilraunaveiðar á kolmunna á tímabilinu frá 12. júlí—26. ágúst fyrir Austurlandi. Skipstjórar á Runólfi voru Axel Schiöth og Runólfur Guðmundsson. Tekið var á móti aflanum, sem ísaður var í kassa, á Neskaupstað, Höfn í Hornafirði, í Þorlákshöfn, í Garð- inum, í Reykjavík og í Grundar- firði, þar sem tilraunavinnsla í marning og skreið fór fram, eða heilfryst var i beitu. Alls var land- að 17 sinnum á tímabilinu tæplega 550 tonnum. Af þeim afla fóru um 225 tonn í mjölvinnslu. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins sá um framkvæmd tilrauna- vinnslunnar í samvinnu við fisk- vinnslufyrirtæki á þessum stöðum og hefur rannsóknastofnunin birt niðurstöður þeirra tilrauna í Tæknitíðindum nr. 86, 1976. Veiðarnar Farnir voru þrír leiðangrar og sýna töflur 1—3 togstöðvarnar, veiðarfæri, togtíma og afla á hverri stöð. Við veiðarnar voru reyndar tvær gerðir af flotvörpum, Engel- varpa (Mod. 80) með smáriðnum síldarpoka og loðnuvarpa (14X 14 fm). Einnig var klædd botnvarpa reynd. Fimm hundruð kg. lóð voru notuð við flotvörpurnar og var 347
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.