Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 23
kapaltengdum höfuðlínumæli á flotvörpunni. Það er margs að gæta þegar töflurnar um afla á togtíma eru athugaðar. Aflinn á togtíma (töfl- ur 1—3) gefur ekki nema nokkra hugmynd um þéttleika lóðning- anna. Á stundum var kolmunninn svo styggur eða kolmunnaræman á svo óreglulegu dýpi að ekki var unnt að láta vörpuna fylgja lóðn- ingunum nema stöku sinnum á toginu. Einnig lenti skipið oft út úr lóðningunum ef mikill straumur var og var þá dregið lengi í „dauðum sjó“ meðan reynt var að komast í lóðningarnar aftur. Þegar líða tók á tilraunatíma- bilið fiskaðist lítið meðan dregið var yfir myrkratímann eða í hin- um svokölluðu næturtogum. Hvað viðvíkur heildaraflanum á timabilinu sem var tæplega 550 tonn er þess að gæta, að vegna til- raunavinsnlunnar varð að halda stranga tímatöflu að því er varðar landanir. hráefnið þurfti að berast að sem ferskast og þar sem vinnslumöguleikar viðkomandi vinnslustöðva voru mjög litlir var oftast haldið til lands eftir nokkur tog en ekki reynt að fylla alla kassa. Mikill tími fór í siglingar að og frá löndunarstöðu m. Talsverður dagamunur var á því hversu veiðanlegur kolmunn- inn var. Þegar hann var í vel veið- anlegu ástandi fengust mjög góð tog. Þau gætu hafa orðið miklu stærri, ef hægt hefði verið að dæla aflanum úr vörpunni. Var þá oft híft fyrr en ella þegar höfuðlínu- mælir sýndi að mikið gekk inn í vörpuna. Þetta var gert af ótta við að varpan myndi springa þegar hún væri innbyrt, eða að aflinn næðist hreinlega ekki inn ef stærra tog væri tekið. Ekki var fullreynt hversu veiðin loðnuvarpan er á kolmunna, en þó var hann vel veiðanlegur í hana um tíma. Sama má segja um botnvörpuna. Það er þó enginn vafi á því að Engelvarpan er það veiðarfæri, sem best hentar við SPARIS JOÐUR VÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á homi Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði ® 28577 þessar veiðar og því stærri sem hún er því betra, svo framarlega sem skipin ráða við hana. Segja má, að tilraunaveiðarnar hafi gengið mjög vel, einkum þó í öðrum leiðangri, þegar mjög skammt var stansað á miðunum og mestur tíminn fór í siglingar á löndunarstaðina Þess má geta að nótaskipin Börkur og Eldborg komu á veiði- svæðið og reyndu kolmunnaveiðar í loðnuvörpu, og Börkur síðan í Engelvörpu af minni gerð en not- uð var á Runólfi. Svo illa vildi til, að kolmunnalóðningarnar voru fremur litlar og fiskurinn styggur þann tíma, sem skipin reyndu veiðarnar og varð afli því lítill. Það kom þó fram, með því að toga á sama svæði og á sama tíma og Börkur, að stærri Engelvarpan var mun fisknari en sú minni. Til að mynda fékk Runólfur 30—40 tonn, en Börkur um 15 tonn í samanburðartogi. Gera þarf frekari tilraunir með kolmunnaveiðar á þessum tíma með skipi, sem getur dælt aflanum úr vörpunni og hefur mikið lestar- rými. Þannig má fá úr því skorið hversu mikið er raunverulega hægt að veiða og hvort stóru síldar- og loðnuveiðiskipin okkar henti til þessara veiða, þvi að arðbærar veiðar á þessari fisktegund hljóta einnig að byggjast á bræðslu- veiðum, að minnsta kosti meðan verið er að þróa vinnsluaðferðir og vinna markaði fyrir afurðir fisks- ins. ÁNANAUSTUM SlMi 28855 Elrfa og sfærsta veiSarfaora- verzlun landsins. VÍKINGUR 351

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.