Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 29
Dregist hefur um nokkur blöð,
að birta þetta framhald af ágætum
greinum vinar okkar Guðfinns af
þessum norðlægu, en merkilegu
slóðum landsins.
Á móti kemur að okkur tókst á
tímabilinu, að afla okkur nokk-
urra mynda, svo að greinin hefur
síst rýrnað að gildi.
Landslagsmyndirnar tók Guðl.
Gíslason, stýrimaður.
Ritstj.
Andrés á Norðurfirði.
Eins og ég hef getið um áður í
Víkingi, var Andrés Guðmundsson
frá Norðurfirði einn af hinum
fyrstu innfæddu Strandamönnum
er ég hafði kynni af þetta ár 1951.
Hann mun þá hafa verið um sex-
tugt. Hann var einn af þeim fáu
sem eftir voru af hinum alkunnu
hákarlaveiðimönnum, sem reru út
á íshafið á opnum skipum fyrir og
eftir síðustu aldamót og héldu sjó
svo dægrum skipti án allra þæg-
inda sem nú í langan tíma hafa
verið talin lágmark lifsskilyrða.
Maðurinn bar það líka með sér
að hér var enginn veifiskati á ferð,
stórvaxinn, kraftalegur, svartur á
brún og brá (farinn að grána),
hamhleypa til allrar vinnu og að
því er virtist allur stórbrotinn,
hvort sem um var að ræða líkam-
legt atgervi í viðskiptum við höf-
uðskepnurnar á sjó eða landi eða í
gleðskap í góðu tómi, þar sem sagt
var að hann væri hrókur alls
fagnaðar. Hann mun hafa leikið
Skuggasvein í heimabyggð sinni
og þótt takast vel. Þetta er ekki
ósennilegt og ég býst við að litlu
einu hafi þurft að mutra til um
útlit hans til þess að gera hann
heppilegan i hlutverkið. Vöxtur
hans, raddstyrkur, karlmannlegt
yfirbragð, loðnar brúnir, úfið hár
og snarar hreyfingar hafa ekki
þurft neinna lagfæringa við.
Gæruúlpa ein hefur nægt. Hann
bjó ásamt konu sinni allan sinn
búskap á Norðurfirði, eignaðist og
kom upp mörgum börnum. Eg veit
ekki hvort hægt er að skrá þau með
einum tölustaf en þau munu eftir
þvi er ég bezt veit vera að mestu
laus við allan kveifarskap. Andrés
og þau hjón bæði virtust vera sátt
við hina óblíðu náttúru, langa
vetur og hin blíðu og gjöfulu sum-
ur á Ströndum. Andrés var for-
maður í mjölhúsi, ósvikinn starfs-
maður, sem enn þá gat rétt úr sér.
Guðjón Jónsson.
Einsetumaður i smákofa á eða rétt
utan við verksmiðjulóðina. Ekki
sérstaklega „sóigneraður“,
Halldór Júlíusson, Reykjavík.
Rúmlega tvítugur laganemi í Há-
skóla Islands. Vann við löndun,
bílakstur, vélskóflustjórn, löndun-
arkrana o.fl. Hafði verið 3—4
Þórður Hjörleifsson
Snæbjörn Ólafsson
Halldór Ingimarsson
VÍKINGUR
357