Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 31
Fiskhjallur í Norðurflrði. sem byggðist á frekari kynnum en ég hafði tök á að afla þessa stuttu vertíð. Vissulega voru þó margir sem ég hefði gert betri skil eftir lengri samvinnu. Ekki fer milli mála að formenn slíkrar starfsemi sem hér um ræðir kynnist mörgum nýjum mönnum árlega, bæði starfsmönnum og sjó- mönnum, einkum skipstjórum. Eftir jafnstutta vertið og var þetta sumar hjá Ingólfi voru það ótrú- lega margir einstaklingar sem maður kynntist og þekkti, en þau kynni entust í flestum tilfellum ekki lengi, og mun ég ekki þekkja nú nema tiltölulega fáa né muna nöfn þeirra, þótt ég kannaðist við manninn. Þyí miður er þetta nú svona, þar vinna saman tíminn sem líður, minnið sem sljóvgast með honum og í þriðja lagi nýir menn og ný andlit á hverju ári. En þrátt fyrir þetta eru einstöku per- sónur sem ekki fyrnast. Samningsbundin skip Aðeins þrír togarar voru samn- ingsbundnir hjá Ingólfi þetta sumar en þeir voru: b/v Karlsefni — skipstjóri Halldór Ingimarsson. Hann var eins og fyrr setir fyrsta skip sem VÍKINGUR kom með afla, lagði upp alls fimm sinnum samtals tæp 1800 tonn. b/v Helgafell — skipstjóri Þórður Hjörleifsson. Lagði upp tvo farma samtals 551,5 tonn. b/v Hvalfell — skipstjóri Snæ- björn Ólafsson. Lagði upp einn farm samtals 376 tonn. Allir þessir togaraskipstjórar eru svo kunnir að ekki er þörf að kynna þá frekar hér, en enda þótt ég hafi haft við þá alla meiri og minni viðskipti í mínum störfum á und- angengnum árum og því verið þeim öllum málkunnugur kynntist ég þeim þó fyrst eitthvað persónu- lega þetta sumar. Hér var nægur tími til þess að tala saman um ýmis málefni með- an löndun stóð yfir, þar eð þeir höfðu ekkert við að vera á meðan; gagnstætt því sem á sér stað í heimahöfn í Reykjavik þar sem hver mínúta er reiknuð háu verði. Ég hafði bæði gagn og gaman af að kynnast þessum aflaklóm, og ég vona, að þeir séu nokkurn veginn sáttir með okkar viðskipti enda þótt þessi staður væri ekki bein- línis æskilegur landfræðilega séð eins og á stóð. Þó sögðu þeir Þórður og Snæbjörn að það borg- aði sig vel að leggja upp hér fyrir hina fljótu afgreiðslu sem þeir fengu, en það eru að sjálfsögðu margar hliðar á hverju máli og ákaflega skiljanlegt að sjómenn frá Reykjavík væru ekki hrifnir af þeirri ráðstöfun að leggja upp afla sem þeir fengu hinum megin við landið — á Ströndum. En þessir sómamenn létu lítið á því bera. I Trékyllisvík — Norðurfjörður — Urðartindur — Kálfatlndur — Krossnesfjall. 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.