Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 39
Forstjórinn kom æðandi útúr skrifstofu sinni og sagði við sölu- manninn í reiðum tón: — Það er ekkert, sem heitir að segja: „Við höfum ekki haft það lengi.“ Þú átt að segja: „Því miður höfum við það ekki í dag, en við eigum von á því.“ Hvað var það annars, sem við höfum ekki haft lengi? — Rigningu. McThirsty kom til borgarinnar, og þegar hann kom heim aftur sagði hann við nágranna sinn: — Þá bestu ræðu, sem ég hef nokk- urntíma heyrt hélt Ameríkani á Grand Hótel í gær. — Nú, hvað sagði hann? Hann sagði: — Ég borga. ★ ★ Menn reka sig oft óþyrmilega á sannleikann, en flestir halda áfram eins og ekkert hefði gerst. Kona, sem var að máta pels, sagði við afgreiðslustúlkuna: — Viljið þér lofa mér því, ef mann- inum mínum líkar ekki pelsinn, að neita að taka hann aftur. ★ ★ Fjörlð mitt er farið brott, fátt er nú til bjargar Helvíti á haninn gott, að hafa þær svona margar. k-: @ Ca (/ v* — Ég þarf að kaupa jólagjöf handa konunni. — Farið þér uppá sjöunda hæð. Þar er deild fyrir ódýrt glingur. ★ Verðlaunasvínið Larsen stórbóndi hafði hlotið fyrstu verðlaun á svínasýningu og hann hafði boðið allri sveitinni heim til að skoða verðlaunagripinn á ákveðnum degi, en svo varð hann að takast ferð á hendur einmitt þennan dag. — Þú verður að fá fólkið til að fresta heimsókninni, sagði hann við konu sína. — Ég vil sjálfur vera viðstaddur athöfnina. Konan sá fram á, að hún næði ekki til allra og tók það ráð að auglýsa í sveitablaðinu á þessa leið: „Þar sem maðurinn minn verð- ur fjarverandi í nokkra daga, eru heiðruðu vinir okkar beðnir að bíða til mánudags með að koma og líta á svínið.“ VÍKINGUR 367

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.