Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 47
Skipin munu hljóta nöfn eftir
eyjum með ströndum Bretlands og
hlaut fyrsta skipið nafnið HMS
JERSEY, en hér er verið að leggja
seinustu hönd á skipið fyrir af-
hendingu.
Sem sjá má af myndinni er
skipið vopnað og virðist allt hið
rennilegasta.
Skutu 30
skotum að
sovéskum
togara
Mjög mikill fiskiskipafloti legg-
ur nú stund á veiðar á fiskimiðun-
um við Bretland og írland. Kvarta
fiskimenn hástöfum undan ásókn
erlendra fiskiskipa og .nýverið
komust mál í heimsfréttirnar, þeg-
ar írska landhelgisgæslan tók rúss-
neskan skuttogara og færði til
hafnar eftir mikla baráttu á mið-
unum eftir stjórnmálalegum leið-
um.
írarnir skutu þrjátíu skotum að
togaranum áður en hann gafst upp
og hélt til hafnar.
Forssaga þessa máls er sú að stór
hópur verksmiðjutogara var að
veiðum um og innanvið 12 sjó-
mílna fiskveiðimörkin við Irland.
Irski flotinn var kvaddur á vett-
vang og lauk málinu í bili með því
að flotinn færði 2300 tonna búlg-
arskan skuttogara til hafnar og var
skipstjórinn sektaður um 100£ og
afli og verðmæti 102.000 sterlings-
pund var gerður upptækur.
Meðan skipin voru í höfn, kom
írskt herskip að sovéska togaranum
BELOMORYE eina mílu fyrir
innan fiskveiðitakmörkin á þess-
um slóðum og neitaði skipstjórinn
á hinum 2500 tonna rússneska
togara að fylgja varðskipinu til
hafnar og það var ekki fyrren her-
skipið hafði skotið 30 skotum að
togaranum, að skipstjórinn gafst
upp. Hér sjáum við rússneska tog-
arann eftir að hann hafði verið
tryggilega bundinn við bryggju í
Kork, þar sem réttarhöld fara
framí máli skipstjórans.
Sovéski landhelgisþrjóturinn í
höfn.
Baráttan
gegn
ólög-
legum
veiðum
harðnar
VlKINGUR
375