Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 49
1/1. Þriðji her Bandaríkja-
manna sækir fram í Belgíu og
r Luxemburg. Fulltrúar ELAS
flokkanna grísku sitja á ráð-
stefnu við Scobie, fulltrúa
Breta, í Aþenu. Barizt er í
Budapest.
*
2/1. Þjóðverjar hefja sókn á
Saar-vígstöðvunum. Bandaríkja-
menn halda áfram framsókn í
Belgíu og Luxemburg. Rússar
hefja árásir á meginstöðvar
Þjóðverja í Brest.
*
3/1. Þjóðverjar vinna á milli
Rínar og Saarreguemines. Rúss-
ar hafa % hluta Budapest á
sínu valdi. Tyrkir slíta stjórn-
málasambandi við Japan.
*
4/1. Bandaríkjamenn sækja
fram í Ardennafleygnum. Þjóð-
verjar vinna enn á í nánd við
Saarreguemines.
*
5/1. Rússneska stjórnin viður-
kennir Lublinstjórnina í Pól-
landi. Montgomery tekur við
yfirstjórn Bandaríkjahersins
fyrir norðan Ardennafleyginn.
6/1. Þjóðverjar halda áfram
sókn við Saarreguemines. Þeir
fara yfir Rín fyrir norðan
Strassbourg. Kanadamenn eru
komnir að Comacchiovatni á
1 ítalíu.
*
7/1. Hersveitir Montgomery
• rjúfa járnbraut milli La Roche
og St. Vith. Rússar yfirgefa bæ
fyrir norðvestan Budapest.
*
8/1. Herir Montgomerys sækja
fram á norðurhluta Ardennavíg-
stöðvanna. Kanadamenn sækja
fram á Ítalíu fyrir norðan Ra-
venna. Fyrir norðan Dóná vinna
Rússar á.
*
9/l.Árásir bandamanna harðna
á Ardennasvæðinu. Fyrir vestan
Budapest vinna Þjóðverjar á,
en hörfa í borginni sjálfri. Risa-
flugvirki Bandaríkjamanna réð-
ust á Tokio og fleiri borgir í
Japan. Sagt er, að 150 flutn-
ingaskip Bandaríkjamanna séu í
nánd við Luzon-ey. Hernaðar-
útgjöld Bandaríkjamanna fyrir
næsta fjárhagsár eru áætluð 70
milljarðar dollara.
10/1. Bandaríkjamenn setja
mikið lið á land á Luzon-ey,
sennilega tugi þúsunda her-
manna.
' *
11/1. Þjóðverjar eru á hröðu
undanhaldi á vesturhluta Ar-
dennavígstöðvanna. Sókn Þjóð-
verja fyrir vestan Budapest er
stöðvuð. Þjóðverjar segjast hafa
yfirgefið Ardennafleyginn.
12/1. Rússar hefja lokasókn í
Budapest.Bandaríkjamenn sækja
fram á Luzon-ey. Norskir fall-
hlifahermenn valda skemmdum
á járnbrautum í Noregi.
-X-
13/1. Rússar hafa rofið varn-
ir Þjóðverja á Vislu-vígstöðv-
unum og sótt fram 40 kílómetra
þar.
*
14/1. Bandamönnum verður
allmikið ágengt í Belgíu. Rúss-
ar sækja fram í Suður-Póllandi.
Þjóðverjdr segja Rússa hafa haf-
ið stórsókn á landamærum
Austur-Prússlands.
-X-
15/1. Bandamenn nálgast
Houffalize í Belgíu. Rússar eru
komnir í skotmál við Kielce í
Póllandi og sækja fram á öll-
um vígstöðvum frá Karpatafjöll-
um til Njemen. Bandaríkjamenn
hafa 72 km. strandlengju á sínu
valdi á Luzon.
•X-
16/1 Rússar taka Kielce í
Póllandi, 80 km. frá landamær-
um Þýzkalands. Amerísk herskip
skjóta á Hongkong í Kína. Rúss-
ar hefja nýja sókn í Póllandi.
Bretar eru í sókn fyrir vestan
Geilenkirchen.
*
17/1. Rússar taka Varsjá.
*
18/1. Rússar fara yfir landa-
mæri Slesíu.
*
19/1. Krakau og Lodz teknar.
Rússar sækja hratt fram í Aust-
ur-Prússlandi.
*
20/1. Rússar taka Tilsit og 4
aðra bæi í Austur-Prússlandi,
Novo Sacz í Suður-Póllandi og
tvo bæi í Slóvakíu. í Ungverja-
landi sækja Þjóðverjar fram í
nánd við Budapest.
*
21/1. Rússar taka Gumbinnen
og Tapnenberg í Austur-Prúss-
landi.
*
22/1. Rússar taka Allenstein
og Insterburg í Austur-Prúss-
landi. Eru þar sem skemmst er
260 km. frá Berlín. Þjóðverjar
byrja allsherjar undanhald í Ar-
dennafleygnum.
-X-
23/ Rússar komnir að Oder-
fljóti og hafa tekið virkisborg-
ina Bydgoscz í Póllandi og auk
þess tvær virkisborgir í Austur-
Prússlandi. Þeir eru 40 km. frá
Eystrasalti. Þjóðverjar vinna á
fyrir vestan Budapest.
*
24/1. Rússar hefja nýja sókn
í Tjekkóslóvakíu, taka Kalisz í
Póllandi og Oppeln í Slesíu og
bæ fyrir norðvestan Breslau, 225
km. frá Berlin. Þjóðverjar vinna
á fyrir vestan Budapest.
*
25/1. Rússar taka Gleiwitz í
Slesíu og Öls skammt frá Bres-
lau. Rjúfa yzta varnarhringinn
um Königsberg. Þjóðverjar hörfa
með meginher sinn úr Ardenna-
fleygnum.
VÍKINGUR
377