Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 51
Bjarni M. Jónsson fyrrv. fangav. Hafnarfirði: r Atti maðurinn eða dýrið að ráða Árið 1944 26. október kl. 12:00 á miðnætti var Vélskipið Sædís, eign Sigfúsar Baldvinssonar á Akureyri ferðbúið við Torfuriefs- bryggju. Ferðinni var heitið til ísafjarðar og áttum við að sigla með ísvarinn fisk þaðan i breska höfn. Ég var staddur við skipshlið 20 mín fyrir 12, en þá áttum við að leggja af stað. Enginn af skipsfé- lögunum var kominn. Aðeins kattar garmur að flækjast á dekk- inu, einmana og kaldur. Þetta var furðu djörf skepna, sem glápti á mig eins og tröll á sólskin, með sínum gulgrænu augum og lymskulega svipmóti. Ó já það var eins og greyið vildi segja: Lofaðu mér að vera á þessu skipi með ykkur. Ég er færeyingur að ætt og uppruna, og er þerna um borð í þessari skútu, sem liggur hinum megin við bryggjuna, en þar vil ég ekki vera lengur. Mitt sjötta skiln- ingarvit boðar mér feigð. Eitthvað þessu líkt las ég úr hugarfylgsnum kisu. Það er rétt að geta þess að fram að þessu var mér mjög illa við þetta húsdýr, og bað ég hana aldrei að þrífast og greip í lurginn á henni og fleygði í land. Konan mín og krakkar voru í fylgd með mér og ætluðum við að nota tím- ann til þess að þrífa og búa um kojuna mína og ég að sýna þeim skipið, sem átti að verða mitt fljótandi heimili. En áður en varði var kattarræksnið komið aftur um borð með engu minna yfirlæti en í hið fyrra skipti. Auðvitað afgreiddi ég erindi hennar með svipuðum hætti og áður nema hvað hún sveif lengur í lofti og kom verr niður. Nú var ég orðinn foxvondur, hafði orð VÍKINGUR á því, að naumast byrjaði ferðin vel, að lenda í hörkuáflogum við þetta litla skrímsli, sem hafði ekk- ert til afsökunar annað en það að vera stroku færeyingur. Eg þóttist sjá það á dóttur minni að henni fyndist nóg að gert, og kaus ég að samskiptum mínum við dýrið væri lokið. Við höfðum mikið að gera við að laga til, strjúka ryk af borð- um og bekkjum og kveikja upp í ofninum. Tíminn var naumur, og nú var kallað úr landi og spurt hvort nokkur væri um borð. Jú jú Bjarni M. Jónsson ' aðeins meðal fjölskylda sagði ég og snaraði mér upp í stigann. Á upp- fyllingunni stóð Alfreð Finnboga- son stýrimaður með allan sinn heimabúnað, sem við hjálpuðumst við að handlanga niður í manna- plássið sem ætíð var afturí skipi þegar siglt var milli landa á stríðs- tímum. Kl. var rúmlega 12 á mið- nætti, þegar skipstjórinn sló niður brúarglugganum og sagði að ef allir væru komnir um borð, skyldi sleppt lausu. Sá sem kannaði liðið, sagði svo vera og væru tveir far- þegar að auki: Hermann Her- mannsson frá Ögri við Isafjarðar- djúp og grár köttur sem væri í bóli Bjarna. Eg þóttist vita hvað félagi minn átti við og gerði mig líklcgan til að fara niður í mannaplássið og segja þessu meinvætti stríð á hendur, en eftir nokkurt málþóf milli mín og krakkanna hélt kisa velli með samþykki skipsfélag- anna. En þar sem að hún var ekki af íslensku bergi brotin þá lofaði Frosti minn að útvega henni borg- ararétt við fyrsta tækifæri. Því næst kvöddum við kóng og prest konur og börn og kærustur og lét- um úr höfn. Vaktmaður um borð i færeysku skútunni sem áður getur tók djúpt ofan í kveðjuskyni, sem við svöruðum með flauti. Og Sæ- dís skar sjóinn hvössu stefni og hvelfdri bringu með 10 mílna hraða á klst. sem leið liggur út Eyjafjörð. Það var gott veður blíðalogn og sjólítið, en dimmt yf- ir. Það var líka forvitnilegt að sjá nokkra hnísukálfa sem fóru mjúk- an hringdans i kringum okkur og gerðu misheppnaða tilraun að gleypa lanternu ljósið, sem mynd- aði heillandi og marglit geislabrot 379

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.