Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 56
Guöm. Einarsson Undirritaður rakst á þessi dýrt kveðnu minningarljóð hjá ekkju Guðm. Einarsson- ar, Gunnjónu Jensdóttur frá Þingeyri. Höfundurinn Gísli H. Erlendsson frá Bakka Dýrafirði var mikill vinur hans, er nú látinn fyrir nokkrum árum. Kvæðið mun hvergi hafa birst áður. — ritstj. Guðmundur Einarsson símstjóri Þingeyri F. 24.— 12.— 1890 D. 25. —8. —1958 Gísli H. Erlendsson Lífi án ótta Ijúka fann; Ijósið rótt í stjakann brann; œvin hljótt í ósinn rann, eilífð sótti heiðursmann. Geymir í minni heimur helst hróður sinn, er mikill telst; áttir þinn, er síður selst, sáttur við hinn, og veg þinn hélst. Unnt er að létta öldnum él, um þá pretta gröf og hel; skynjun mettað skáldsins þel skildi þetta og reyndist vél. Óx, er vinnu vanta sá, vandi þinn um starf að sjá; granna minn þú gladdir þá, gamlinginn þér fagna má. Efst og fjarst þín frelsisör flaug, er barstu glas að vör; menntaður varst við misjöfn kjör, mœðu skarst með orðsins hjör. Ljóðadís úr lágum stað lét þig rísa, er syrti að; enginn prísar œðra en það eða vísu betri kvað. Þeim, sem lönd og leiðirnar lágu í söndum dysjaðar, misstu úr böndum bjargirnar, bróðurhönd þín opin var. Vinarflausti fylgir hvur fuglaraust og mannshugur, sumar og haust og söknuður siglir úr nausti Guðmundur. Oft við skál fór umhverfið allt í bál að fornum sið; ósammála áttust við eldleg sál og smáþorpið. Þekkist kæti þín og grín þar sem mœtast Ijóð og vín, frá þeim ætíð fossar og skín fyndnin, bætiefnin þín. Mœtan bróður, mann og vin misst hefir þjóð og ættjörðin; sinn mun gróðursetja hlyn soninn góða, eilífðin. Man ég lengi og með þér syng mildan streng og orðsins þing, gleymi engu, er grœr í kring um góðan dreng og Vestfirðing. Gísli H. Erlendsson. flaust — skip 384 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.