Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 59
r
Félags■
málaopnan
Skriður er nú kominn á eitt af
baráttumálum Víkingsins, þ.e. um
rannsóknir á bylgjuhreyfingu og
reki. Minna má m.a. á merkileg
viðtöl við Þorbjörn Karlsson, pró-
fessor og verkfræðing, sem hann
hefur átt við blaðið í ársbyrjun
1973, en hann hefur unnið ötul-
lega að rannsóknum á þessu sviði
og tölvurannsóknum á hegðun
Þingsályktun
sjávar og vinda á hafsvæðum.
Hinn 29. aprd 1974, var sam-
þykkt svofelld þingsályktunartil-
laga frá Pétri Sigurðssyni, á al-
þingi: ritstj.
um rannsókn á reki gúmbjörgunarbáta o. fl.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram hið fyrsta itarlega
rannsókn á reki gúmbjörgunarbáta við mismunandi veðurskilyrði á hafinu um-
hverfis ísland, enn fremur á búnaði bátanna, þar á meðal radíósenditækjum, sem
staðsett væru i þeim. Skal Sjóslysanefnd liafa forgöngu um rannsókn þessa, en
kostnaður allur greiðist úr ríkissjóði.
Svofelld greinargerð fylgdi var lögð fram og birtist hún hér í
þingsályktunartillögunni er hún heilu lagi.
GreinargerS.
Þáltill. þessi var flutt á síðasta þingi, en varð þá eigi útrædd. Með henni fylgdi
svofelld grg. þá:
„Þegar eldur kom upp í útjaðri byggðar í Vestmannaeyjum, þótti ganga krafta-
verki næst, að til lands tókst að flytja nær alla ibúa eyjanna á skömmum tíma, án
þess að nokkur slys á fólki hlytust af.
Nokkrum vikum áður en náttúruhamfarir þessar hófust urðu tniklar umræður
á Alþingi um tryggingarmál sjómanna. Þótt fram kæmu í þeim umræðum mismun-
andi skoðun á bótaupphæðmn og fyrirkomulagi slíkra trygginga, dró.enginn í efa
þá sérstöku hættu, sem stétt sjómanna okkar býr við i starfi sínu. Enda hefur legið
fyrir um langan tima sem tölfræðileg staðreynd, að reikna megi með, að ákveðið
hlutfall þeirra, sem sjómennsku stunda hér við land, láti líf sitt í starfi árlega.
En kaldhæðnisleg hlýtur sú staðreynd að vera fyrir þá, sem allar tryggingar
sjómanna telja vera of góðar tryggingar, að þurfa að hafa í huga, að um likt leyti
og náttúruhamfarirnar miklu í Vestmánnaeyjum standa yfir, eru íslenskir sjómenn
að láta líf sitt vegna náttúruhamfara, ekki langt undan.
í janúar og febrúar i ár hafa 12 íslenskir sjómenn látið líf sitt í starfi og 5
færeyskir. Af þeim fórust 9 íslenskir og allir þeir færeysku með tveim skipum, sem
fórust með allri áhöfn, einn íéll útbyfðís og tveir drukknuðu í höfnum. Tala þeirra
VÍKINGUR
387