Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 60
íslensku sjómanna, sem farist hafa frá síðasta sjómannadegi til loka febrúar í ár, er nú samtals 23. Þrátt fyrir bættar líf- og örorkutryggingar sjómanna má að sjálfsögðu ekkert lát verða á, að áfram sé unnið að auknu öryggi sjófarenda. Sannleikurinn er líka sá, að i dag eigum við hina hæfustu menn, sem að þessu vinna, bæði hjá Slysavarna- félagi íslands og Sjóslysanefnd. Þá er bæði rétt og skylt að geta þess, að flestir skipstjórar og útgerðarinenn kappkosta að hafa öryggisútbúnað skipanna í sem bestu lagi og nokkrir hafa sérstöðu um leitun slíkra hjálpartækja og búnað skipa sinna á þessu sviði fram yfir það, sem reglur segja um. Flest sjóslys sýna fram á eitt og annað fyrir þá, sem áhuga hafa á, og lærdóm má draga af. Enn fremur vekja þau Spurningar, sem nauðsynlegt er að fá svar við. Síðasta sjóslysið hér við land, er v/s Sjöstjarnan fórst, og sú umfangsmikla leit, sem þá átti sér stað frá innlendum og erlendum skipum og flugvélum, segir okkur, að í ýmsu sé ábótavant um vitneskju okkar á þvi, hvaða áhrif vindar og straumar hafi á rek gúmbjörgunarbáta af ýmsum stærðum með mismunandi hleðslu. Straumar eru mismunandi að stefnu og styrkleika, og liggur ekki of mikið af fróðleik þar um fyrir skipstjórnendum, þótt vel hafi verið að unnið hin síðari ár. Vind- hraði og sjávarrót er breytilegt, en áhrif þessara afla sameiginlega á rek björgunar- báta hafa lítt verið könnuð hér við land við aðstæður, sem til verða, þegar þessir þættir, sem nefndir hafa verið, fara nokkrir eða allir saman. Þetta þarf að gera viða við landið sérstaklega á hafsvæðum, þar sem einn þessara þátta hefur meiri áhrif en annar. Þess skal getið, að sú er álitið, að vindur hafi meiri áhrif á rek slíkra báta en almennt hefur verið talið til þessa, þótt hleðsla og djúprista hafi þar einhver áhrif á. Gúmbjörgunarbátarnir hafa ijegar bjargað fjölda mannslífa hér við land. En gerð þeirra og búnaður hlýtur að verða áfram sem hingað til undir gagnrýni og til endurskoðunar með frekara öryggi í huga. Það, sem nú þarf sérstaklega að kanna, er, hvemig megi búa báta þessa, svo að þeir verði betur séðir í augnmáli en nú er, enn fremur um ratsjárendurskins- merki á bátana eða að hægt verði að gera þá sjálfa éndurskinshæfa, að ekki sé talað um rannsókn á þvi, með hvaða hætti sé hægt að koma fyrir í bátunum sjálf- virkum radíó-s sendi á neyðarbylgju, sem fari af stað, þegar báturinn blæs upp. Fleira má að sjálfsögðu upp telja, og á það mun minnst í framsögu fyrir tillögu þessari. Þegar flm. þessarar tillögu flutti ásamt fleiri þingmönnum fyrir rúmum áratug hér á Alþingi þáltill. um daglegt eftirlit með fiskiskipum, að gefnu tilefni, þótti mörgum úr röðum sjómanna og þeirra, sem að slysavarnamálum unnu, seint ganga með framkvæmd till. Enda fór svo, að Slysavarnafélagið og samtök skipstjórnar- manna beittu sér fyrir framgangi málsins. Tilkynningarskyldan, sem nú starfar allan sólarhringinn og er rekin á vegum Slysavarnafélagsins, hefur stóreflst á síð- ustu árum með heill og öryggi sjófarenda í huga auk mikilsháttar þjónustuhlutverks fyrir fjölskyldur sjómanna og útgerðarmanna. Með þeirri till., sem hér er flutt, ef samþykkt verður, er verið að slá föstu um vilja Alþingis til að leggja i þann kostnað, sem af slíkri rannsókn leiðir. Ágrein- ingur verður ekki meðal sjómanna um forustu málsins. Þeir bera traust til 'Sjó- slysanefndar og þeirra aðila, sem að henni standa, en þar er Slysavarnafélag ís- lands einn aðila, auk fulltrúa Siglingamálastofnunar, útgerðarmanna og sjómanna, bæði yfir- og undirmanna. Þess er því að vænta, að aðilar þessir hefjist þegar handa um framkvæmd till. þessarar, ef Alþingi veitir samþykki sitt þar til.“ FRÁ FFSÍ: Síðan þingsályktunin var sam- þykkt hafa ekki verið tök á þvi að hrinda í framkvæmd málinu, fyrr en nú að hafist er handa. Fiskveiðideilan við Breta tók allan skipakost gæslunnar og meira til og var af þeim sökum ekki til skip, sem gátu farið í þetta verkefni. nú hefur ræst úr í þessum efnum og hefur gæslan talið sig geta látið skip til athugananna. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur gert tillögu um hvernig athugan- irnar skuli fara fram, gerir hún ráð fyrir að fram fari athuganir á nokkrum stöðum kring um landið svo sem: útaf Sv.-landi, Nv.-landi, N.-landi, Austurlandi og Sa.-landi. Þessar athuganir taka óhjá- kvæmilega alllangan tíma og það skip, sem til verkefnisins fæst verður að vera óháð öðrums törf- um á meðan á þessu stendur, ef árangur á að fást. 388 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.