Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 61
Fyrir nokkru bauðst nefndinni
varðskipið Árvakur til þess að fara
í fyrstu ferðina. Það má segja að
kannski hefði nefndin getað verið
heppnari með skip til þess að fara á
í slíka könnun, þar sem ætlunin
var að halda úti í slæmum veðrum,
en einn af forustumönnum gæsl-
unnar lét þau orð falla, að útí það
skip færi hann ekki nema að hann
væri í böndum, enda þekkti hann
skipið vel og menn höfðu fengið
allskonar útreið þar um borð,
meðal annars fótbrotnað í látun-
um. Ekki þarf að orðlengja það.
Nefndin varð fegin skipinu og ég
vil fyrir hönd nefndarinnar þakka
forstjóra gæslunnar að fyrir hans
framtak í þessu máli, er það komið
á hreyfingu og er það fyrir mestu.
Laugardaginn 8. nóv. barst okkur
svo tilkynning um að haldið skyldi
til hafs. Framkvæmdastjóri
nefndarinnar tíndi saman það sem
nota þurfti til ferðarinnar og var
því komið fyrir í húsi S.V.F.I. á
Grandagarði, en skipið var að
koma frá Austfjörðum og var því
ætlunin að við kæmum um borð í
Þorlákshöfn. Bíll frá gæslunni tók
svo farangurinn ásamt okkur
nefndarmönnum og öðrum til-
kvöddum og fór með okkur að
höfninni.
ÚTGERBARMENN!
Vér erum umboðsmenn fyrir
þýzku Dieselverksmiðjuna
KLÖCWNER-HUMBOLT-
DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í
heimi, hin elzta og reyndasta
í sinni grein.
Margra ára reynsla hér á landL
HAMAR HP.
Símar: 22128 — 22126
VÍKINGUR
Besta veður var hér í Reykjavík
stjörnubjart og norðan kæla svo
menn litu þetta veður misjöfnum
augum, því talið var að heldur
þyrfti að vera bræla þegar þessi
athugun færi fram.
Strax og við vorum komnir um
borð var haldið til hafs og stefnt
suður Selvogsbanka og var ætlun-
in að vera 12—15 mílur vestur af
Surtsey þegar bátarnir væru sjó-
settir.
í næsta blaði verður sagt frá,
hvernig athugunin fór fram.